Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.07.2010, Qupperneq 26
6 föstudagur 16. júlí núna ✽syngdu í sólarlaginu Sumartónleikar sem haldnir voru í Hljómskálagarðinum í fyrra heppn- uðust afar vel og nú stendur til að endurtaka leikinn. Í kvöld, 16. júlí, mun hljómsveitin Hjálmar koma fram ásamt veglegri blásarasveit en Hörður Torfason mun stíga á svið áður og flytja nokkur lög. Eins og í fyrra er það Félag tónskálda og textahöfunda, FIT, í samvinnu við Reykjavíkurborg sem býður til tónleikanna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðað við spár ætti að viðra vel fyrir tónleikagesti. Sumartónleikar í Hljómskálagarðinum á ný: Hjálmar með blásarasveit Nokkur þúsund manns mættu á tónleikana sem haldnir voru í Hljómskála- garðinum í fyrra. HELGA BJÖRG JÓNASARDÓTTIR vöruhönnuður BLANDARANN NOTA ÉG Á MORGNANA og bý til grænleitan „smoothie“ úr spínati og ávöxtum. KOLLUR SEM ÉG HANNAÐI úr reipi sem hnýtt er utan um bolta. Hann komst í úr- slit í alþjóðlegri nemasamkeppni þegar ég var á öðru ári í vöruhönnun. BORÐ GERT EFTIR LÖGUN SURTSEYJAR eins og hún var árið sem ég fæddist, 1968 en lögun Surtseyjar er alltaf að breytast. Borðið hannaði ég og lét smíða í fyrra en það er úr eik og plexígleri. SAMANSAFN AF MYNDUM OG MINNINGAR- BROTUM sem pabbi og mamma settu saman í bók og gáfu mér þegar ég varð 25 ára. SJÁLFSMYND SEM YNGRI DÓTTIR MÍN GERÐI þegar hún var 10 ára. ELDRI DÓTTIR MÍN ER MIKILL TEIKNARI Þetta er ein af hennar fjölmörgu myndum. UPPHLUTUR FRÁ ÖMMU EYJU. Amma Eyja er rúmlega níræð í dag en gaf mér upphlutinn fyrir um 20 árum og mér þykir mjög vænt um hann. MINN ÁSMUNDUR er hönnun mín, Eddu Gylfadóttur og Guðrúnar Hjör- leifsdóttur en við stöndum að hönnun- arstofunni Björg í bú. Minn Ásmund- ur vann hönnunarsamkeppni sem hald- in var í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Mikið uppáhaldsleikfang á heimilinu. FARTÖLVAN sem ég get ekki verið án og vinn við. DREKI SEM ER ÓTRÚLEGA SKEMMTI- LEGUR KARAKTER Sonur minn bjó hann til. ANIMAGICAL kallast nýi Puma-ilmurinn sem er seiðmögnuð blanda af greipaldini, afrískum eplum og kardimommu. Ilmurinn er bæði til fyrir konur og karla en spretthlauparinn Usain Bolt er andlit ilmsins. TOPP 10Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.