Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 42

Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 42
26 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason skoraði sína aðra þrennu gegn Stjörnunni á árinu og hlýtur fyrir vikið nafnbótina leikmaður 11. umferðar Pepsi- deildar karla hjá Fréttablaðinu og Vísi. Alfreð skoraði þrennu gegn Stjörnunni í æfingaleik fyrir mótið og í fyrra skoraði hann fyrst eitt og svo tvö mörk í sigrum Blika á Stjörnunni. „Þeir eru örugglega komnir með nóg af mér,“ sagði Alfreð um Stjörnumenn. Þetta er fyrsta þrennan í meistaraflokki hjá Alfreð í mótsleik.Sigur í leiknum tryggði það að Ólafur Kristjánsson þjálfari þarf að fara í hálf ólympíska þríþraut sem hann á enn eftir að efna. „Því verður fylgt eftir strax eftir helgi,“ segir Alfreð léttur. Blikar hafa skorað 2,36 mörk að meðaltali í leik í sumar, alls 26 mörk í 11 leikjum. „Óli leggur sóknarleikinn upp þannig að við sækjum hratt. Við spilum auðvitað líka eftir andstæð- ingnum en við höldum alltaf í sömu gildin, að spila í kringum mótherjann. Við viljum halda boltanum niðri,“ segir Alfreð sem hefur skorað átta mörk í sumar. Velgengnin endurspeglast að hans mati í leikgleðinni. „Það er gríðarlega skemmtielgt að vera í svona liði. Ég held að það sjáist líka langar leiðir hvað er gaman hjá okkur. Liðið þekkist vel og við kunnum vel hver á annan. Stemningin í búningsherberginu er líka góð og leikgleðin og árangurinn haldast í hendur,“ segir Alfreð. Framtíðin hjá kappanum er nokkuð skýr, hann verður eftirsóttur í sumar og getur eflaust valið úr félögum erlendis. „Ég fór aðeins út í fyrra en ég vil stjórna ferlinu betur sjálfur núna. Ég er mjög sáttur við að spila hér heima og sanna að ég var ekki bara góður í eitt tíma- bil. Það hefur gengið vel,“ segir Alfreð. Hann horfir til þess að fara til Danmerkur, Belgíu eða Hollands, „eða eitthvert þar sem er spilaður skemmtilegur fótbolti sem hentar mér.“ - hþh Alfreð Finnbogason skoraði þrennu gegn Stjörnunni og er leikmaður 11. umferðar að mati Fréttablaðsins: Eru örugglega komnir með nóg af mér ALFREÐ FINNBOGASON Blikinn ungi hefur verið óstöðv- andi gegn Stjörnunni á árinu 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lið 11. umferðar (3-4-3): Markvörður: Jóhann Ólafur Sigurðsson, Selfoss Varnarmenn: Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Finnur Orri Margeirsson, Breiðablik Pétur Viðarsson, FH Miðvallarleikmenn: Matthías Vilhjálmsson, FH Guðmundur Kristjánsson, Breiðablik Andri Ólafsson, ÍBV Hilmar Geir Eiðsson, Haukar Framherjar: Arnar Gunnlaugsson, Haukum Atli Guðnason, FH Alfreð Finnbogason, Breiðablik FÓTBOLTI Spánverjar eiga sex af ellefu leikmönnum í úrvalsliði HM í Suður-Afríku en valið var tilkynnt á heimasíðu Alþjóða- knattspyrnusambandsins. Besti ungi leikmaðurinn og handhafi gullskósins, Þjóðverjinn Thomas Muller, kemst ekki í liðið og í liðinu er aðeins einn leikmað- ur Hollendinga þrátt fyrir að þeir hafi farið alla leið í úrslit. Vicente del Bosque, þjálfari heimsmeistara Spánverja, var kosinn þjálfari úrvalsliðsins. - óój ÚRVALSLIÐ HM 2010: Markvörður Iker Casillas, Spáni Varnarmenn Sergio Ramos, Spáni Maicon, Brasilíu Carles Puyol, Spáni Philipp Lahm, Þýskalandi Miðjumenn Andrés Iniesta, Spáni Xavi, Spáni Bastian Schweinsteiger, Þýskalandi Wesley Sneijder, Hollandi Framherjar Diego Forlán, Úrúgvæ David Villa, Spáni FIFA tilkynnti heimsliðið: Sex Spánverjar í úrvalsliði HM HEIMSMEISTARAR Carles Puyol og Xavi eru báðir í úrvalsliði HM. MYND/AP > Vilja frekar André Hansen en Árna Gaut Árni Gautur Arason fær ekki nýjan samning hjá norska félaginu Odd Grenland. Frá þessu var greint á staðarmiðlinum Varden. „Þetta eru vonbrigði,“ sagði Árni Gautur. „Ég er ekki sár eða svekktur. Svona er fótboltinn og ég veit að félagið er að reyna að spara pen- inga.“ Norska félagið samdi nýverið við André Hansen sem lék með KR á síðasta tímabili. Er honum ætlað að vera aðalmarkmaður og ungur Norðmað- ur verður varamarkmaður. FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson mun spila með þýska C-deildar- liðinu SpVgg Unterhaching næstu tvö tímabil en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær. Þjálfari Unterhaching er hinn gamalkunni Klaus Augenthaler fyrrum heimsmeistari með þýska landsliðinu og hann er ánægð- ur með að fá Garðar sem skoraði 4 mörk í tveimur æfingaleikjum með liðinu. - óój Garðar Gunnlaugsson: Búinn að semja GOLF Rory McIlroy, 21 árs Norð- ur-Íri, spilaði frábærlega á fyrsta degi opna breska meistaramóts- ins í gær og er með tveggja högga forustu eftir fyrstu 18 holurn- ar. McIlroy jafnaðí vallarmetið á St. Andrews-vellinum með því að leika á 63 höggum eða 9 höggum undir pari. „Ég varð að nýta mér þess- ar aðstæður, völlurinn bauð upp á svona skor,” sagði McIlroy en blautur völlur og logn gerðu það að verkum að allar helstu varn- ir hins heimsfræga vallar voru niðri. McIlroy fékk 7 fugla og einn örn á hringnum en í öðru sæti er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen. Hinn 44 ára gamli John Daly átti líka frábæran hring og er höggi á eftir í 3. sæti ásamt fjór- um öðrum kylfingum. „Það er vandræðalegt að þú þurfir að spila á fimm undir pari til að ná inn á topp tíu. Ég hef aldrei séð risamót eins og þetta,“ sagði Tiger Woods sem er í 8. til 16. sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. - óój Fyrsti dagur opna breska: 21 árs Norður- Íri í miklu stuði METJÖFNUN Rory McIllroy spilaði frá- bærlega á St. Andrews í gær. MYND/AP FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson klikkaði á tveimur vítaspyrnum í 2-2 jafntefli Stabæk í fyrri leikn- um á móti Dnepr frá Hvíta-Rúss- landi í Evrópudeildinni í gær. Veigar Páll tryggði Stabæk jafnteflið með því að skora á 53. mínútu þegar hann fylgdi á eftir þegar mark- vörður Dnepr varði frá honum víta- spyrnu. Átta mín- útum síðar fékk Veigar Páll aðra vítaspyrnu en skaut þá yfir. - óój Veigar Páll Gunnarsson: Klikkaði á tveimur vítum Breiðablik tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti skoska liðinu Motherwell í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Sigur- mark Motherwell kom eftir rúmlega klukkutíma leik. „Það gefur ákveðna möguleika fyrir seinni leikinn að fá aðeins á sig eitt mark á útivelli. Það er betra heldur en að tapa 2-0 eða 3-0,“ sagði Ólafur Krtistjánsson, þjálfari Breiða- bliks, eftir leikinn í gær. „Þeir reyndu að setja okkur undir pressu í fyrri hálfleik og gerðu það. Við stóðumst öll áhlaup, Ingvar (Þór Kale) ver í tvígang vel frá þeim og svo lokuðum við betur á þá í seinni hálfleiknum,“ sagði Ólafur. Góð byrjun Blika í seinni hálfleik hefði getað skilað mikilvægu útivallarmarki. „Á fyrstu fimm mínútunum eigum við tvö mjög góð færi. Guðmundur Pétursson fékk annað og Kristinn Steindórsson setur hann í stöng. Ef heppnin hefði verið með okkur þá hefðum við verið komnir þarna í 1-0 og með mark á útivelli,“ sagði Ólafur. „Það var bara með ólíkindum að Kristinn skyldi ekki hafa sett hann inn en hann hefur eitthvað fipast,“ segir Ólafur en í kjölfarið náðu Skotarnir aftur upp pressu og markið þeirra kom síðan á 63. mínútu. „Þeir skora mark úr fyrirgjöf sem siglir í gegnum allan pakk- ann og í fjærhornið,“ sagði Ólafur. Það var annars ágætt hljóð í þjálfaranum í leikslok. „Nú erum við búnir að fara í gegnum þennan fyrri leik og sjá hvernig þeir spila. Það var allt annað tempó í þessum leik heldur en í leiknum sem ég sá hjá þeim um helgina. Nú vitum við betur hvernig þeir spila og hvað þeir eru að reyna,“ segir Ólafur og hann segir að Blikar eigi ágæta möguleika í seinni leiknum ef þeir verða klókir. „Þeir eru mjög skoskir. Það er stór framherji hjá þeim sem er mikið dælt á og þeir eru ekki mikið að reyna spila boltanum upp völlinn. Vð vorum ekki rassskelltir og gefum okkur ákveðna möguleika fyrir næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, ÞJÁLFARI BREIÐABLIKS: EFTIR 1-0 TAP Á MÓTI MOTHERWELL Í SKOTLANDI Í GÆRKVÖLDI Gáfum okkur ákveðna möguleika fyrir næsta leik FÓTBOLTI KR-ingar mættu ofjörlum sínum í forkeppni Evrópudeildar- innar í gær þegar þeir tóku á móti Karpaty frá Úkraínu. KR lá aftar- lega á vellinum í fyrri hálfleik og leyfði gestum sínum að vera með knöttinn. Varnarleikur heima- manna var öflugur og þeir gáfu fá færi á sér. En strax í fyrstu sókn seinni hálfleiks komst úkraínska liðið yfir og bætti svo tveimur mörkum við á næstu mínútum. KR-liðið opn- aði sig of mikið og Evrópudraum- urinn eyðilagðist á stuttum kafla. Eftir þessi mörk gat Karpady tekið lífinu með ró en var þó líklegra til að bæta við en KR að minnka mun- inn. Sóknaraðgerðir Vesturbæinga voru fyrirsjáanlegar. KR-ingar hófu leikinn með leikkerfinu 4-5-1 og fékk Kjart- an Henry Finnbogason öllu varn- armeira hlutverk á kantinum en hann er vanur. Eftir leik viður- kenndi Kjartan að óraunhæft væri að stefna áfram eftir þetta slæma tap á heimavelli. Seinni leikur lið- anna verður í Úkraínu eftir viku. „Við förum út og höfum engu að tapa, reynum að spila eins vel og við getum. Þetta fer í reynslu- bankann og vonandi þjappar hópn- um saman,“ sagði Kjartan Henry. Lið Karpady er mjög öflugt og var getumunurinn bersýnilegur í Vest- urbænum í gær eins og lokatölurn- ar gefa til kynna. Það jákvæðasta sem KR getur tekið út úr leiknum er hve vel liðinu tókst að halda mótherjum sínum í skefjum í fyrri hálfleikn- um. „Við vissum að ef við mynd- um standa okkar plikt í vörninni myndum við fá tækifæri fram á við. Við fengum það alveg í fyrri hálfleiknum og í Evrópukeppni höfum við verið flinkir að nýta þau tækifæri en ekki að þessu sinni,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR. KR-ingar áttu hættulegustu sókn fyrri hálfleiks og voru óheppnir að skora ekki. Í raun var þetta reynd- ar eina hættulega sókn þeirra í leiknum. „Við spiluðum öfluga vörn en féllum of aftarlega. Það vill oft gerast þegar spilað er gegn eins öflugu liði og Karpaty er að menn eru reknir niður í skotgraf- irnar.“ Logi var svekktur með byrjun- ina á seinni hálfleik. „Þeir höfðu ekki mikið skapað sér færi áður en fyrsta markið kom og þessar átta mínútur í byrjun seinni hálfleiks felldu okkur. Þetta úkraínska lið er geysilega öflugt í stöðunni maður gegn manni og vinnur nánast öll návígi sem það fer í,“ sagði Logi sem er þó ekki til í að leggja árar í bát alveg strax. „Auðvitað er vonin veik og þetta er mjög sterkt lið. En nú búum við yfir meiri vitneskju um þá og von- andi verða þeir værukærir. Þegar við förum fyrir hönd félagsins í Evrópukeppni leggjum við okkur alltaf alla fram.“ elvargeir@frettabladid.is Klassa neðar en Karpaty Úkraínska liðið Karpaty reyndist of sterkt fyrir KR og vann öruggan 3-0 sigur í Vesturbænum í gær. Von KR að komast áfram er nánast engin. VONIN ÚTI Björgólfur Takefusa og félagar í KR eru svo gott sem úr leik í Evrópu- keppninni eftir slæmt tap á heimavelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.