Fréttablaðið - 21.07.2010, Qupperneq 8
8 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
SAMGÖNGUR Landeyjahöfn var vígð
með pomp og prakt í gær, þegar
Herjólfur lagði þar að bryggju að
viðstöddu miklu fjölmenni. Skipið
var fullt og innanborðs var meðal
annars bæjarstjórn Vestmanna-
eyja sem nýtt hafði ferðina til
fundarhalda.
Kristján Möller samgönguráð-
herra hélt ræðu við opnun hafn-
arinnar og sagði við það tæki-
færi að höfnin væri ekki einungis
mikið samgöngumannvirki, hún
væri mikið þrekvirki.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, líkti ferðinni
á milli lands og Eyja við fyrstu
tunglferðina, sem farin var árið
1969.
„Núna áðan þegar ég sté frá
borði úr Herjólfi og í land hér í
Landeyjum er ekki laust við að
mér líði eins og Neil Armstrong
þegar hann steig fæti á tunglið
fyrstur manna. Skref mitt var
svo sem ekki stórt en skrefið sem
samfélag okkar Eyjamanna er nú
að taka er gríðarlegt.“
Áætlunarferðir milli nýju hafn-
arinnar og Eyja hefjast í dag. Með
tilkomu hafnarinnar styttist ferða-
tími á sjó milli lands og Eyja úr
tæpum þremur klukkustundum í
rúmar 30 mínútur. Samtals styttist
því ferðatíminn milli Vestmanna-
eyja og Reykjavíkur úr fjórum
klukkustundum í tvær og hálfa.
Hafnargerðin í Landeyjum var
boðin út í apríl árið 2008 og hóf-
ust framkvæmdir þá um haustið.
Kostnaðurinn við framkvæmdirn-
ar var rétt tæpir fjórir milljarð-
ar króna, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá Siglinga-
stofnun og samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu.
Bryggjan í Bakkafjöru er 70
metrar að lengd, með 10 metra og
15 metra löngum göflum. Hún er
varin með tveimur brimvarnar-
görðum en hafnarmynnið er 90
metrar á breidd og um 600 metrum
utan við ferjubryggjuna.
kolbeinn@frettabladid.is
magnusl@frettabladid.is
1 Hvaða íslenska hljómsveit lenti
í ofsaveðri á tónlistarhátíðinni G!
í Færeyjum í síðustu viku?
2 Hver tók við þjálfun karlaliðs
KR í knattspyrnu eftir starfslok
Loga Ólafssonar á mánudag?
3 Í hvaða landi er Kim Jong-Il
leiðtogi?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
DANMÖRK Lögreglan í Danmörku
hefur lýst eftir 41 árs gamalli
konu sem fór til Bosníu fyrir
tveimur vikum og hefur ekki
skilað sér heim.
Konan fór frá Danmörku og
skildi fjögurra vikna gamalt barn
sitt eftir hjá vinafólki. Í Bosníu
ætlaði hún að skilja við eigin-
mann sinn og skildi barnið eftir
af ótta við að hann myndi reyna
að taka barnið af henni.
Þegar hún kom ekki heim til
Danmerkur með áætluðu flugi
var farið að spyrjast fyrir um
hana. Lögregla segist skoða hvort
hún hafi komið til landsins með
öðru flugi, en vill ekki segja til
um hvort hún telji eitthvað hafa
hent konuna. - þeb
Kom ekki heim með flugi:
Konu saknað
eftir skilnað
SUÐUR-AFRÍKA Gel sem inniheldur
meðal annars alnæmislyf virð-
ist geta fækkað HIV-smitum
meðal kvenna um helming, sam-
kvæmt tilraunum sem gerðar
hafa verið í Suður-Afríku.
889 konur tóku þátt í tilraun-
inni, sem tók þrjú ár. Gelið átti
að bera á kynfæri innan tólf
tíma áður en kynlíf var stund-
að og aftur innan tólf tíma eftir
það. HIV-smitum fækkaði um
50 prósent fyrsta árið en virkn-
in minnkaði eftir það og var 39
prósent yfir árin þrjú.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
og Sameinuðu þjóðirnar hafa
fagnað niðurstöðunum og segir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að
fáist niðurstöðurnar samþykkt-
ar verði unnið að því að koma
gelinu í almenna dreifingu.
- þeb
Ný tilraun í S-Afríku:
HIV-smitum
hefur fækkað
um 50 prósent
UPPLÝSINGATÆKNI „Stafræn eitur-
lyf“ sem sækja má á Netið ógna
velferð ungmenna, að því er segir
á fréttavef News9.com í Oklahoma
í Bandaríkjunum.
Þar vestra hafa skólayfirvöld
og samtök foreldra áhyggjur af
því að ungdómurinn sækir mp3-
hljóðskrár með upptökum sem
eiga að geta valdið vímuhughrif-
um ef á þær er hlustað. Neyslan er
kölluð I-Dosing. Vísað er til þess
að á vefjum á borð við YouTube
megi finna fjölda upptaka af ungu
fólki að prófa sig áfram með þessa
hluti.
Í umfjöllun tímaritsins Psychol-
ogy Today segir hins vegar að ekki
sé ástæða til að hafa af þessu mikl-
ar áhyggjur, I-Dosing sé útgáfa af
löngu þekktri tækni. Árið 1839
hafi Heinrich Wilhelm Dove upp-
götvað að framkalla mætti hughrif
með því að láta fólk hlusta á tvo
stöðuga tóna á mismunandi tíðni,
hvorn með sínu eyra. Þá virðist
fólki sem það hlusti á hraðgengan
takt.
Tæknin mun hafa verið hent
á lofti af ýmsum „gervivísind-
um“ þótt hún hafi líka verið notuð
af læknum til að fást við svefn-
truflanir, rannsaka heyrn og við
kvíðaröskun.
Í umfjöllun Psychology Today
segir að meira vafamál sé hvort
upptökur þessar geti aukið fram-
leiðslu dópamíns hjá þeim sem
hlustar og litlar líkur séu á að setja
þurfi hljóðskrár þessar í flokk með
eiturlyfjum. - óká
Varað við stafrænum eiturlyfjum sem ungmenni sækja á Internetið:
Óttast vímuhughrif úr MP3-skrám
EYRNAKONFEKT Fjölmiðlar beggja
vegna Atlantsála greina nú frá því að
ungmenni reyni nú að komast í vímu
með hljóðskrám.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY IM
A
G
ES
Á morgun 22. júlí gefur Íslandspóstur út þrjú frímerki
tileinkuð eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.
Fyrstadagsumslög
fást á helstu póst -
húsum og hjá
Frímerkjasölunni,
Stórhöfða 29,
Reykjavík
Sími 580 1050
stamps@postur.is
www.stamps.is
Frímerkin eru silki prentuð með mjög fínkorna trakíandesít ösku sem féll
undir Eyjafjöllum 17. apríl 2010. Trakíandesít kvikan kemur af um 7 km
dýpi, kísil innihaldið er um 60% og hún er rúmlega 1100°C heit þegar hún
kemst í snertingu við jökul hettuna.
Safnaðu litlum lis taverkum
Til sölu gullfallegir Sólseturs-
hvolpar; tilbúnir til afhendingar.
Ættbókarfærðir hjá HRFÍ, heilsu-
farsskoðaðir, bólusettir og örmerktir.
Uppl. í síma 691 1962 Kristín.
Ástralskur fjárhundur/
Aussie
Lagt að í nýrri Landeyjahöfn
Herjólfur fór í gær fyrstu ferð sína í hina nýju Landeyjahöfn. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði um borð
og bæjarstjórinn líkti ferðinni við tungllendinguna. Reglubundnar áætlunarferðir hefjast í dag.
BEÐIÐ Í OFVÆNI Stemningin var góð hjá gestum í fjörunni og ljóst að um
mikilvægan atburð var að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÚTSÝNI Glæsilegt útsýni er úr Landeyjarhöfn, ekki síst á góðviðrisdögum.
Herjólfur á skamma siglingu fyrir höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÖGNUÐUR Mikill fögnuður braust
út hjá áhorfendum þegar Herj-
ólfur sigldi inn í Landeyjahöfn og
lyfti stefni sínu. Fjöldi manns var
samankominn eystra.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/Ó
SK
A
R
P. FR
IÐ
IK
SSO
N
GEISTLEGIR GESTIR Fulltrúar kirkjunnar létu sig ekki
vanta og blessuðu þeir höfnina í bak og fyrir þegar
Herjólfur var lagstur að bryggju. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
VEISTU SVARIÐ?