Fréttablaðið - 21.07.2010, Page 12

Fréttablaðið - 21.07.2010, Page 12
12 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í dag verður tekin í notkun Landeyjahöfn en hún er í rauninni lykill að nýjum tækifærum og samvinnu milli Rangár- þings og Vestmannaeyja. Loks verður höfn við suðurströndina að veruleika á okkar svæði. Mörgum þótti þingsályktunartillaga Árna Johnsen fjarlæg þegar hann lagði hana fram á Alþingi og ég er stoltur af því að hafa verið einn af samflutningsmönnum Árna að þessari tillögu. Þingsályktunartil- lagan var samþykkt og nú er Landeyjahöfn orðin að veruleika með hjálp samgöngu- ráðuneytisins, Siglingamálastofnunar og margra færra sérfræðinga og verklaginna snillinga. Um leið og höfnin opnar nýja og spennandi samgönguleið til og frá Vest- mannaeyjum tengir höfnin Rangæinga og Vestmannaeyinga enn sterkari böndum en alla tíð hafa verið sterk tengsl milli þessara byggða. Margir Vestmannaeyingar eiga rætur sínar í Rangárþing og Rangæingar fóru gjarnan á vertíð til Vestmannaeyja og opnaði það bændum og bændasonum nýja sýn, um leið og þeir færðu björg í bú. Hér var um ákveðna manndómsvígslu að ræða ekki síður en smalamennsku í fjallferðum á haustin í gamla daga. Það má segja að Landeyjahöfn sé lykill nýrra tækifæra bæði hér uppi á landi og í Vestmannaeyjum. Hér opnast nýjar víddir fyrir víðtæka samvinnu þessara byggða- laga. Landeyjahöfn er glæsilegt mannvirki þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn. Það er ánægjulegt að aðalverktaki hafnar- innar sjálfrar er fyrirtækið Suðurverk sem er í eigu Dofra Eysteinssonar en lagður var grunnur að velgengni þess dugnaðarforks þegar hann, barnungur maðurinn, var einn þeirra sem gróf fyrir vatnleiðslunni til Eyja á sjöunda áratugnum og enn er Dofri að þrátt fyrir ýmiskonar kollsteypur verk- takafyrirtækja á Íslandi. Verkið lofar svo sannarlega meistarann og alla þá meistara sem komið hafa að þessari þörfu og merki- legu framkvæmd. Það er ósk mín og ann- arra Rangæinga að blessun fylgi þessari framkvæmd og æðri máttarvöld verndi þá fjölmörgu sem eiga eftir að nýta sér þenn- an samgöngumáta og þau mannvirki sem nú hafa litið dagsins ljós íbúum Rangár- vallasýslu, Vestmannaeyja og landsmönn- um öllum til heilla. Mjög brýnt er að koma strax upp smábátahöfn við þetta myndar- lega mannvirki því tilkostnaður er til þess að gera lítill meðan vinnuflokkar og vinnu- vélar eru enn að störfum við hafnarmann- vikrið. Þannig nýtast þessi mannvirki enn betur og þeir fjármunir sem varið hefur verið til verksins. Lykill að nýjum tækifærum Landeyja- höfn Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra Óheppilegt Landeyjahöfn var vígð í gær. Elliði Vign- isson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði þá að þegar hann steig á land í Landeyjum hefði honum liðið eins og geimfaranum Neil Armstrong og líkti þessari samgöngubót við það þegar maðurinn tók sín fyrstu skref á tunglinu. Þetta er dálítið stórtæk samlíking en líka óheppileg. Eftir að samgöngur komust á við tunglið árið 1969 var flogið þangað nokkrum sinnum í við- bót, þar til það þótti ljóst að þangað væri ekkert að sækja og tunglferðir lögðust af. Það rímar trauðla við framtíðarsýn Eyjamanna. Evrópa og Ísland Evrópuvaktin birtir fréttir um að ungir bændur séu að hverfa í Evrópu. Einungis sjö prósent bænda þar eru undir 35 ára aldri. Ekki fylgdi fréttinni hversu hátt hlutfall bænda á Íslandi er undir þeim aldri. Hitt er vitað að bændastéttin á Íslandi hefur lengi glímt við litla nýliðun; fyrir fjórum árum var meðalaldur bænda hér á landi 52 ár. Hlekkurinn Eins og kunnugt er klufu þrír þing- menn sig úr Borgarahreyfingunni fyrir ári og mynduðu Hreyfinguna. Keðjan á milli þessara stjórnmálaafla virðist þó ekki alveg slitin og hangir saman á Finnboga Vikari Guðmundssyni. Hann ritaði grein í Fréttablaðið í gær um rækjuveiðar og titlaði sig sem fulltrúa Hreyfingarinnar og Borgara- hreyfingarinnar í starfshópi um endurskoðun á fiskveiðistjórnun. Finnbogi hefur komið víðar við í pólitíkinni og leiddi meðal annars lista VG í Hveragerði í sveitarstjórnarkosningum 2006. bergsteinn@frettabladid.isÞ að er vandi að ala upp börn. Ekki síst í samfélagi sem er í sífelldri þróun og viðhorf sem voru viðtekin í gær standast ekki kröfur okkar í dag. Gera verður ráð fyrir að þorri foreldra leitist við að búa börn sín undir að takast á við jafnveigamikil verkefni í lífinu, óháð kyni þeirra. Þó hefur gengið heldur illa að takast á við staðalímyndir kynja og hjálpast þar margt að. Til boða stendur endalaus varningur sem stílaður er inn á hvort kyn fyrir sig. Foreldrar og aðrir sem þykir vænt um börnin og vilja ekkert nema það besta fyrir þau gá ekki að sér og kaupa þetta dót. Hér áður var þetta einfaldara, bílar fyrir drengi og brúður fyrir stúlkur; leikföng sem endurspegl- uðu þann veruleika sem talinn var bíða barnanna. Nú er það að stefna flestra, að minnsta kosti í orði, að búa börn sín undir fulla þátttöku bæði í atvinnulífi og störfum sem snúa að fjölskyldu og heimili. Þó er skiptingin á leikfanga- og barna- vörumarkaðinum orðin mun umfangsmeiri en áður var, vissulega í samhengi við öran vöxt markaðar með barnavarning alls kyns. Fyrir drengi eru í boði margháttuð vopn. Sömuleiðis karlar sem eru færir um að fremja illvirki svo dæmi séu tekin. Stúlkum er meðal annars boðið upp á prinsessuvarning og snyrtivörur. Þessi andi endurspeglast einnig í stórum hluta þess fatnaðar sem falboðinn er fyrir börn. Þetta kann að virðast saklaust en á þó sinn þátt í því að móta kynhlutverk barnanna; drengir eru gerendur og mega jafn- vel samsama sig með hálfgerðum eða algerum illvirkjum. Hlutverk stúlknanna er að vera sætar prinsessur. Skörin er svo farin að færast verulega upp í bekkinn þegar grunnskólinn býður upp á valnámskeið fyrir unglinga þar sem ýtt er undir gömlu staðalímyndirnar. Í markmiðsgrein grunnskólalaga segir meðal annars að hlutverk grunnskólans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Meðal þess sem móta á starfshætti grunnskólans er jafnrétti og virðing fyrir manngildi. Þá skal grunnskólinn stuðla að víðsýni og efla skilning nemenda á íslensku samfélagi, auk þess sem grunnskólinn skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda. Líklega var fátt af fyrrnefndu ofarlega í huga þeirra sem bjuggu til námslýsingu valnámskeiða á unglingastigi í grunnskólanum á Álftanesi þar sem kenna átti það sem kallað var „helstu áhugamál“ bæði drengja og stúlkna. Í stelpuvali átti að kenna hvað væri í tísku og spá í fatnað, skó, liti, förðun og heilsu. Þá átti að skoða hvað fræga fólkið bæði hér á landi og erlendis væri að gera. Þar voru kennslu- gögn slúðurblöð og netið. Í strákavali var viðfangsefnið úrslit helgar- innar, bílar og bílaíþróttir og tækni og vísindi. Rétt er að taka fram að til stóð að kenna hluta stráka- og stelpuvalsins saman og ræða þar um ólík viðhorf og áhugamál kynjanna. Það er vissulega hollt fyrir ungmenni að velta þeim málum fyrir sér en í grunnskólanum fer betur á því að setja þá umræðu í sam- band við uppbyggilegra námsefni en það að skerpa á stöðnuðum staðalímyndum um það hver séu áhugamál pilta og stúlkna. Foreldrar, skóli og staðalímyndir kynja: Stríðsmenn og pinsessur SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.