Fréttablaðið - 31.07.2010, Page 33

Fréttablaðið - 31.07.2010, Page 33
LAUGARDAGUR 31. júlí 2010 21 Gert klárt fyrir Þjóðhátíð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin allt frá árinu 1874 og fjölmargir sem leggja leið sína þangað í ár sem endranær. Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar, festi á filmu nokkur dæmi um þann mikla undirbúning sem fram fer. MYNDBROT ÚR DEGI | fimmtudaginn 29. júlí | Myndir teknar á Nikon D90 6 Sóknarprestarnir, Kristján Björnsson og Guðmundur Örn Jónsson, fyrir framan kirkjudyrnar. 5 Hér sést í baksýn Hofið svokallaða, sem er í raun minn- isvarði frá gamalli tíð þegar íþróttafélögin Týr og Þór höfðu ekki sameinast. Týr var alltaf með Hofið og Þór með Mylluna, en þetta er eingöngu notað til skrauts.4 En bæjarstjórinn, Elliði Vignisson, gengur skrefinu lengra og nýtir sér hólk til að berja grindina niður. Í raun mætti kalla það bæjarstjórafríðindi að búa yfir slíkri græju. 3 Tjöldin eru þannig fest upp að hvítur dúkur er sett- ur yfir grind, svo ekki er þörf á spottum eða neinu slíku. Þessir herramenn víla ekki fyrir sér að beita sleggjunni við verkið.2 Allir leggjast á eitt við að gera Þjóðhátíðina sem best úr garði. Hér í baksýn eru ungir jafnt sem aldnir önnum kafnir við að setja upp tjöld heimamanna, sem eru tæplega 400 talsins og fullnýtt á hverju sumri.1 Stærstum hluta dagsins var eytt í Herjólfsdalnum eins og gefur að skilja. Tjörnin þar sem Herjólfur Bárðarson, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, byggði bæ sinn er mikilvægur hluti dalsins. „Allir vinna“ er hvatningarátak sem miðar að því að hleypa krafti í atvinnu lífið á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir við eigið íbúðar- húsnæði eða sumarhús eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisauka- skatti af vinnu á verkstað. Að auki fæst lækkun á tekjuskattsstofni, sem getur numið allt að 300.000 krónum. Arion banki býður nú viðskiptavinum sínum hagstæð lán til að styðja við átakið.* ** * Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu. ** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv. vaxtatöflu. Við ætlum að gera betur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.