Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 FJÖLSKYLDUFERÐ verður farin í Þórsmörk á vegum Ferðafélags Íslands um helgina. Boðið er upp á gönguferðir, ratleiki og grillveislu, varðeld og kvöldvöku. www.fi.is Erla Guðbjörnsdóttir, skrifstofu- stjóri Ölduselsskóla, datt í lukku- pottinn þegar hún tók þátt í leik í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Playmobil-leikföngin komu fyrst til Íslands. Hún vann ferð fyrir fjóra í Playmobil Fun Park í Nürnberg í Þýskalandi og bauð barnabörnum sínum með. „Ég tek aldrei þátt í svona leikjum og hélt satt að segja að það væri verið að gera at í mér þegar mér var til- kynnt að ég hefði unnið,“ segir Erla. Hún hafði keypt Playmobil lögreglubíl til að hafa heima fyrir barnabörnin og skráði strikamerk- ið á kassanum í leikinn án þess að leiða hugann að því frekar. Þegar Erla hafði meðtekið tíðind- in lenti hún hins vegar í stökustu vandræðum enda barnabörnin tólf og hún bara með fjóra miða. „Það var því ekki um annað að ræða en að beita útilokunaraðferðinni. Elstu barnabörnin eru á aldrinum 17 til 20 ára og voru of gömul en þau yngstu á aldrinum 2ja til 6 ára og þóttu of lítil fyrir svona langa ferð. Þá voru fjögur á aldrinum 11 til 13 ára eftir og ég gat ómögulega gert upp á milli þeirra. Ég keypti því auka miða fyrir mig og skildi afann eftir heima.“ Erla og barnabörnin fjögur flugu til Frankfurt hinn 18. júní og tóku þaðan lest til Nürnberg. „Við byrjuðum á því að fara á hót- elið sem er við inngang garðsins og fengum úthlutað fjölskylduher- bergi sem var alsett playmo-mynd- um. Næstu tvo daga skemmtum við okkur svo konunglega í garð- inum en þar er bæði aðstaða úti og inni sem hentar allt frá litlum börnum og upp í þann aldur sem ég var með,“ segir Erla. Í garðinum mátti sjá eftirlíkingar af ýmsum fígúrum og húsum sem börnin könnuðust við, rennibrautir, klif- urvegg, hengibrýr, skógarkofa, sjó- ræningjaskip, fleka sem þau gátu siglt á og margt fleira. Erla segir börnin hafa haft nokkrar áhyggj- ur af því að þau væru vaxin upp úr playmobil áður en þau lögðu í hann en að annað hafi komið á daginn. „Þau skemmtu sér kon- unglega allan tímann og voru það hamingjusamir ferðalangar sem sneru heim.“ Erla er sannfærð um að börnin búi að ömmuferðinni vel og lengi en ekki síður amman sjálf. Svo er spurning hvort yngri barnabörnin fari fram á sams konar ferð þegar fram líða stundir. vera@frettabladid.is Upplifun með ömmu Erla Guðbjörnsdóttir fór í ógleymanlega ferð í Playmobil Fun Park í Nuremberg í Þýskalandi með fjórum barnabörnum sínum fyrr í sumar. Þó þau séu öll komin vel á legg skemmtu þau sér sem aldrei fyrr. Erla ásamt barnabörnum sínum þeim Kristrósu Erlu Baldursdóttur, Guðrúnu Erlu Bragadóttur, Hlöðveri Smára Oddssyni og Helenu Helgu Baldursdóttur. Pils 12.900 kr. Toppur 5.500 kr. Bolur 2.900 kr. Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Nýjar vörur í Bæjarlind Mikil verðlækkun á útsölunni í báðum búðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.