Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 10
10 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Ego Dekor Bæjarlind 12 S: 544 4420 www.egodekor.is Opnunartímar: Mán-fös 10.00-18.00 Laugardag: 10.00-18.00 Sunnudag: 13.00-17.00 20-50% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN LÍBANON, AP Til skotbardaga kom milli ísraelskra og líbanskra her- manna á landamærum Ísraels og Líbanons í gær. Þetta eru alvar- legustu átökin sem orðið hafa frá heiftarlegum stríðsátökum þar fyrir fjórum árum. Þrír líbanskir hermenn, einn yfirmaður í ísraelska hernum og einn blaðamaður létu lífið. Frétt- um ber þó ekki saman um hvert var tilefni átakanna. Ekkert bend- ir til þess að líbönsku samtökin Hezbollah hafi átt hlut að máli. Líbanonsher segir átökin hafa byrjað eftir að ísraelskir hermenn reyndu að fjarlægja tré sem var innan landamæra Líbanons en byrgði Ísraelsmönnum sýn. Líb- anar segjast hafa skotið viðvörun- arskotum, en ísraelski herinn hafi svarað með stórskotahríð. Á ljósmynd frá AP-fréttastof- unni, sem fylgir þessari frétt, má sjá ísraelskan hermann standa í körfu á krana sem beint er yfir landamæragirðinguna, þannig að hermaðurinn er Líbanonsmeg- in girðingarinnar meðan félag- ar hans fylgjast með á ísraelskri grund. Ísraelski herinn neitar því að menn hans hafi verið komnir yfir landamærin, því öryggisgirðingin sé reist á ísraelsku landsvæði en landamæralínan sjálf liggi sums staðar nokkru handan girðingar- innar. Saeed Hariri, forsætisráðherra Líbanons, sendi frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann segir Ísraela hafa gerst brotlega gegn fullveldi Líbanons. Ísraelsmenn hóta hins vegar frekari aðgerðum ef átökin halda áfram. Sameinuðu þjóðirnar hvetja bæði ríkin til að halda aftur af sér vegna þessa atviks svo átökin magnist ekki upp. Fyrir fjórum árum gerðu Ísra- elar innrás í Líbanon sem kostaði tólf hundruð Líbana og 160 Ísraela lífið. Eftir þau átök sendu Samein- uðu þjóðirnar tólf þúsund manna friðargæslulið á svæðið. Andrea Tenenti, talsmaður frið- argæsluliðsins, segir óljóst hvort Ísraelar hafi verið komnir yfir landamærin. Kanna þurfi hvað hæft sé í því. Spenna hefur magnast við landamærin á síðustu mánuðum. Mikil tortryggni virðist ríkja meðal Líbana gagnvart friðar- gæsluliðinu. „Eruð þið hér til að vernda okkur eða eruð þið hér til þess eins að flýja?“ hrópuðu íbúar að friðargæslumönnum. guðsteinn@frettabladid.is Fimm féllu í bardaga eftir að Ísraelar fjarlægðu tré Ísraelskir og líbanskir hermenn skiptustu á skotum á landamærum ríkjanna í gær með þeim afleiðingum að fimm létust. Deilt er um hvort ísraelskir hermenn farið yfir landamærin og ögrað þannig Líbönum. FARIÐ YFIR LANDAMÆRAGIRÐINGUNA Líbanonsher segir tilefni átakanna hafa verið þegar ísraelskur hermaður fór yfir landa- mæragirðinguna, en Ísraelsher segir girðinguna á ísraelsku landsvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LAGÐI SIG Í HITANUM Maður þessi lagði sig í skjóli regnhlífar í hitabylgj- unni í Moskvu undir turnum Kremlar. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN, AP Fusa Furuya er talin vera elsta kona Japans. Hún er fædd árið 1897 og er því 113 ára. Hún finnst hins vegar hvergi. Hún er skráð til heimilis í höfuðborginni Tókíó, en húsið hefur verið rifið og ekkert vitað um dvalarstað hennar. 79 ára gömul dóttir henn- ar segir hana aldrei hafa búið þar, og hún viti ekki hvar hún sé niðurkomin. Hún sagðist þó telja hana búa rétt fyrir utan borgina. Aðeins fáeinir dagar eru síðan karlmaður, sem talinn var sá elsti í landinu, fannst látinn á heimili sínu og hafði augljóslega legið þar látinn í rúmi sínu í tuttugu ár. - gb Lítið vitað um elstu Japanana: Elsta konan finnst hvergi HORFIÐ HEIMILI Elsta kona Japans var skráð hér til heimilis, en húsið hefur verið rifið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍSINDI Svo virðist sem beinni tengsl séu milli heilbrigðis hjarta og heila en vísindamenn hafa hingað til gert sér grein fyrir. Samkvæmt nýrri rannsókn eld- ist heilinn hraðar ef hjartað er veiklað, jafnvel þótt eiginlegir hjartasjúkdómar hafi ekki látið á sér kræla. Vísindamenn við Boston- háskóla í Bandaríkjunum hafa birt skýrslu um þessa rannsókn. Hún var gerð á um 1500 manns á aldursbilinu 34 til 84 ára. Vísindamennirnir mældu styrkleika hjarta og öldrunar- einkenni heila. Þá kom í ljós að því kraftmeira sem hjartað er því minni öldrunareinkenni sjást á heilanum. Þessi tengsl milli hjarta og heila mátti sjá bæði hjá fólki á fertugsaldri og öldungum komn- um yfir áttrætt. Frá þessu er skýrt meðal ann- ars á vefsíðum BBC og þýska tímaritsins Spiegel. „Þátttakendurnir eru ekki sjúklingar,“ hefur BBC eftir Ang- elu Jefferson, sem stjórnaði rann- sókninni. „Mjög fáir þeirra eru með hjartasjúkdóma.“ - gb Ný rannsókn sýnir að heilinn á mikið undir heilbrigðu hjarta: Veiklað hjarta veikir heilann HJARTASTYRKJANDI ÆFINGAR Kínverskir öldungar í leikfimi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Stefnt er að því að skipa nýjan hæstaréttardómara áður en Hæstiréttur tekur til starfa að nýju um næstu mánaðamót. Hjör- dís Björk Hákonardóttir hæsta- réttardómari lét af störfum um helgina og matsnefnd metur nú hæfni þeirra fjögurra umsækj- enda sem sóttu um stöðu hennar. Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra, segir að nefndin hafi sex vikur til þess að ljúka störfum en að vonast sé til þess að málið verði klárað í þess- um mánuði. - jhh Nýr dómari við Hæstarétt: Skipaði í starfið í mánuðinum Skemmtilegir fá aðgang Íbúar á Skagaströnd undirbúa nú hátíðina Kántrýdaga sem verður haldin 13. til 15. ágúst. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að eingöngu skemmtilegt fólk fái aðgang að Kántrýdögum sem verða formlega opnaðir með fallbyssuskoti. SKAGASTRÖND Vatnið aftur drekkandi „Neysluvatnið á Djúpavogi uppfyllir nú aftur þær gæðakröfur sem gerðar eru og því þarf ekki lengur að sjóða það,“ segir í tilkynningu sveitarstjóra Djúpavogs. DJÚPIVOGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.