Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI4. ágúst 2010 — 180. tölublað — 10. árgangur MIÐVIKUDAGUR skoðun 18 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FJÖLSKYLDUFERÐ verður farin í Þórsmörk á vegum Ferðafélags Íslands um helgina. Boðið er upp á gönguferðir, ratleiki og grillveislu, varðeld og kvöldvöku. www.fi.is Erla Guðbjörnsdóttir, skrifstofu-stjóri Ölduselsskóla, datt í lukku-pottinn þegar hún tók þátt í leik ítilefni þess ð þ var því ekki um annað að ræðaen að beita útilok bö Upplifun með ömmuErla Guðbjörnsdóttir fór í ógleymanlega ferð í Playmobil Fun Park í Nuremberg í Þýskalandi með fjórum barnabörnum sínum fyrr í sumar. Þó þau séu öll komin vel á legg skemmtu þau sér sem aldrei fyrr. Erla ásamt barnabörnum sínum þeim Kristrósu Erlu Baldursdóttur, Guðrúnu Erlu Bragadóttur, Hlöðveri Smára Oddssyni og Helenu Helgu Baldursdóttur. Pils 12.900 kr. Toppur 5.500 kr. Bolur 2.900 kr. Bæjarlind 6 - Eddufelli 2Sími 554-7030 Sími 557-1730www.rita.is Nýjar vörurí Bæjarlind Mikil verðlækkun á útsölunni í báðum búðum. SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stóru tjarnir 10 Akureyri • 11 Laugar bakki • 12 Ísafjörður 13 Laugar í Sælingsdal 10 12 9 8 7 6 5 2 3 4 13 11 1 BROSANDI ALLAN HRINGINN Skemmtilegur ferðafélagi Kraftur í Dalvík Fiskidagurinn mikli haldinn í tíunda sinn. tímamót 24 FERÐIR Skref í þá átt að gera Skálafell að hjólreiðamiðstöð verður stigið um næstu helgi þegar þar verður opnuð þriggja kíló- metra löng hjólreiðabraut á fyrsta hjól- reiðavangi Íslands. „Við byrjuð- um að leggja brautina í síð- ustu viku og það gengur bara rosalega vel,“ segir Ormur Arnarson einn skipuleggjenda. Ormur segir hjólreiðavanginn góða viðbót við ferðaþjónustu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Allt í einu er kominn grundvöll- ur fyrir hjólaleigur eða hjólaferð- ir með leiðsögn eða að menn fari í fjallið og leiki sér þar.“ - mmf / sjá Allt Fyrsti hjólreiðavangur Íslands: Skálafell verður hjólamiðstöð ORMUR ARNARSON 13 12 17 12 13 LÉTTIR TIL SUNNANLANDS en norðan og austan til verður lítils- háttar úrkoma sem fer minnkandi þegar á daginn líður. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig. VEÐUR 4 Pólitískt stúdentablað Auður Alfífa, nýr ritstjóri Stúdentablaðsins, ætlar að gera pólitískt blað. fólk 42 NEYTENDAMÁL Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um fimm- tíu prósent á rúmum mánuði vegna uppskerubrests í Evrópu og gríðarlegra þurrka og skóg- arelda í Rússlandi. Útlit er fyrir að hækkunarinnar muni sjá stað í matvælaverði hérlendis innan mánaðar. Hækkunin á hveitiverðinu er sú örasta síðan í ágúst 1973, þegar Bandaríkjamenn seldu Rússum 440 milljónir skeppa af hveiti, en í rúmmálseiningunni skeppu eru tæp þrjátíu kíló af hveitikorni. Helsta ástæða hækkunarinn- ar er miklir þurrkar og skógar- eldar í Rússlandi, sem er fjórði mesti hveitiútflytjandi veraldar á eftir Bandaríkjunum, Evrópu- sambandinu og Kanada. Yfir- völd höfðu búist við tólf prósenta samdrætti í framleiðslunni þar ytra frá síðasta ári, en nú stefn- ir í að samdrátturinn verði allt upp undir 30 prósent. Uppskeran er jafnframt í lakara lagi ann- ars staðar í Evrópu vegna óhag- stæðra skilyrða. „Þetta er afskaplega óheppi- legt ofan í kreppuna,“ segir Berg- þóra Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Kornax og Líflands, helstu innflytjenda ómalaðs hveitis á Íslandi. Hækkunin orsakist af því að væntingarnar til uppskerunn- ar hafi verið mjög slæmar, en nú hefjist uppskerutíminn innan skamms og þá komi í ljós hversu alvarleg staðan er. „Það eru allir búnir að gera sér grein fyrir því að það verð- ur áfall en spurningin er bara hversu mikið áfall,“ segir hún. „Við erum að vona að markað- irnir hafi ofhitnað og eigi eitt- hvað eftir að jafna sig. En það er óhjákvæmilegt að verð á hveiti fari að hækka hérna seinni part- inn í ágúst þegar þessir farmar fara að berast landinu.“ Bergþóra segist þegar hafa fengið bréf frá erlendum birgja þar sem boðað- ar eru verðhækkanir um miðj- an mánuðinn. „Þetta er bara að dembast í hausinn á okkur þess- ar vikurnar.“ Bergþóra segir að verðhækk- anir á hveiti og öðru korni valdi hækkunum á stórum hluta mat- væla. Segja megi að korn sé grunnurinn í fæðukeðjunni enda séu mörg dýr að miklu leyti alin á korni. „Það er misjafnt hversu mikil áhrif þetta hefur á matvælaverð, en þetta kemur alls staðar niður og matarkarf- an hækkar í verði. Það er bara þannig,“ segir hún. Samkvæmt Hagstofunni flytja Íslendingar inn yfir 40 þúsund tonn af hveiti árlega. - sh Hveiti hækkar matvælaverð Mikil hækkun á heimsmarkaðsverði á hveiti mun fljótlega skila sér í íslensku matarkörfuna. Hækkunin er sú örasta í 37 ár og hefur áhrif á verð flestra matvæla. „Óheppilegt ofan í kreppuna,“ segir korninnflytjandi. SÍÐUSTU FORVÖÐ Síðasta strandveiðitímabil sumarsins hófst í gærmorgun og voru hundruð báta við veiðar. Í Hafnarfjarðarhöfn voru menn uppgefnir eftir annasaman dag á miðunum. Ótrúlegur sigurvegari Tryggvi Guðmundsson hefur tekið þátt í 104 sigurleikjum síðustu níu tímabil á Íslandi. sport 36 Tiger vill byrja upp á nýtt Tiger Woods vill gifta sig að nýju og nú fyrrum hjákonu sinni. fólk 32 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R STJÓRNSÝSLA Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra upplifði samtal sitt við Runólf Ágústsson í gærmorgun ekki þannig að í því fælist ósk um að Runólfur viki úr starfi umboðsmanns skuldara. Þetta segir heimildar- maður Fréttablaðsins úr ráðuneytinu sem ekki vill láta nafns síns getið. Samkvæmt því telur ráðherra sig einungis hafa lýst þeirri skoðun í samtalinu að ef eitthvað í þeim upplýs- ingum sem óskað var eftir um fjármál Runólfs þyldi ekki dagsljósið þyrfti hann að víkja úr starfi. Runólfur lýsti því yfir í gær að hann væri hættur með þeim orðum að það væri að ósk ráðherrans. Ekki náðist í Árna Pál í gærkvöldi og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður hans, sagði að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Við erum bara upptekin við að bregðast við þeim afleiðingum sem afsögn hans hefur og tryggja að stofnunin verði opin í fyrramálið,“ sagði Anna Sigrún í gærkvöldi. Að hennar sögn var verið að leita að manneskju til að stýra stofnuninni tímabundið. Síðan þyrfti að leggj- ast yfir það hvort eðlilegt væri að auglýsa starfið á nýjan leik, ráða þá manneskju sem metin var næsthæf- ust eða boða umsækjendur aftur í viðtal. - sh / sjá síðu 4 Umboðsmaður skuldara segir ráðherra hafa farið fram á afsögn hans: Ráðherra ósammála Runólfi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.