Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 28
24 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Berg Bergsteinsson, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist á Elliheimilinu Grund, föstudaginn 30. júlí. Steinunn Stefánsdóttir Sigurbergur M. Ólafsson Ragnhildur Bergþórsdóttir Sigríður V. Ólafsdóttir Hafþór Halldórsson Kristján G. Ólafsson Stefán Oddsson barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma okkar, Sigurrós Margrét Sigurjónsdóttir, Gullsmára 9, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 31. júlí. Jarðaförin verður auglýst síðar. Jónas Gunnar Guðmundsson Sigurbjörn Rúnar Jónasson Reynir Jónasson Hrafnhildur Rós Valdimarsdóttir Daníel Björn Sigurbjörnsson Matthías Sigurbjörnsson Þórunn Sigurrós Sigurbjörnsdóttir Bergdís Heiða Reynisdóttir Friðbjörn Víðir Reynisson Elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðni Hans Bjarnason, múrari, frá Þorkelsgerði II í Selvogi, Árn. Miðtúni 20, lést að kvöldi laugardagsins 31. júlí á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigmar Þór Óttarsson Helga Konráðsdóttir Guðrún Sóley Guðnadóttir Helgi Harðarson Garðar Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Friðrik Guðnason Elísa Sigrún Ragnarsdóttir Ásgeir Ævar Guðnason Guðbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Upphaflega hugmyndin var að halda lítið götugrill fyrir heimamenn,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem hefst í dag og er haldinn í tíunda skipti. „Það var Þorsteinn Már Aðalsteinsson sem var búinn að ganga með þessa hug- mynd í maganum áður en hann ræddi við fiskverkendur um að skella út fiski og svo kæmu heimamenn með grillið niður á bryggju.“ Júlíus segir að hugmyndin hafi síðan stækkað og ákveðið hafi verið að bjóða öllum landsmönnum í mat. „Fyrsta árið komu 5.800 manns í mat þannig að frá upphafi hefur þetta verið sett þannig upp. Markmiðið er að allt sé frítt og menn komi saman, skemmti sér og borði fisk. Við það markmið höfum við staðið alla tíð,“ segir Júlíus en rúmlega 36.000 manns sóttu Dalvík heim á Fiskideginum mikla í fyrra. Mikið hefur breyst að sögn Júlíusar á þeim tíu árum frá því Fiskidagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur. „Fyrst var þetta bara einn dagur milli klukk- an ellefu og fimm,“ upplýsir Júlíus og segir laugardaginn, sjálfan Fiskidag- inn mikla, vera enn með sama sniði. Þá er í boði fjöldi fiskrétta og skemmti- dagskrá. Fyrstu þrjú árin var dagskrá- in bara á laugardeginum. „Síðan hefur teygst úr þessu með svokölluðu fiski- súpukvöldi þar sem íbúar bjóða heim til sín á föstudagskvöldinu á undan Fiskideginum. Við erum með ýmsa dagskrá orðið alla vikuna.“ Inntur eftir því hvað gert verði í til- efni afmælisins segir Júlíus: „Það er meiri dagskrá alla vikuna. Svo setj- um við nýjungar inn á matseðilinn. Við erum með stærstu pitsu á Íslandi sem er fimm fermetrar eða 120 tommur og stærsta súpupott landsins sem tekur tólf hundruð lítra.“ Á laugardagskvöld verður dag- skrá í boði Samherja. Þar verður bryggjusöngur, Karlakór Dalvíkur ásamt rokkhljómsveit með Beatles- og Queen-tónlist og svo kemur Eyþór Ingi Gunnlaugsson fram. „Dagskráin endar með allsvakalegri flugeldasýn- ingu í tilefni afmælisins. Hún er í boði tveggja brottfluttra Dalvíkinga sem voru hér í fyrra þegar flugeldasýning- in fór fram og þeir urðu svo hrifnir og voru tilbúnir til að gera enn betur í til- efni af tíu ára afmælinu.“ En veistu um einhverja aðra en heimamenn sem hafa komið í öll skipt- in tíu? „Við vorum einmitt að finna út úr því til þess að minnast á það á hátíðarsviðinu á laugardaginn. Það eru nokkrir sem hafa komið öll árin og mjög margir eru búnir að koma í átta ár.“ Júlíus segir suma þeirra sem komið hafa í átta ár nú þegar mætta til Dal- víkur og taka þátt í undirbúningnum. „Þeir eru að pakka fiski og eru komn- ir með ýmis verkefni. Fólk sem hafði enga tengingu hingað en hreifst bara af þessum krafti, fékk verkefni og tekur bara þátt. Það er mjög skemmti- legt.“ martaf@frettabladid.is FISKIDAGURINN MIKLI: HALDINN Í TÍUNDA SINN Bjóða landsmönnum í mat KRAFTUR Á DALVÍK Júlíus Júlíusson segir upphaflegu hugmyndina á bak við Fiskidaginn hafa verið að halda lítið götugrill fyrir heimamenn. MYND/FINNBOGI MARINÓSSON MERKISATBURÐIR 1796 Hannes Finnsson Skál- holtsbiskup andast. Hann var einn menntaðasti Ís- lendingur sinnar tíðar. Af ritum hans má nefna Um mannfækkun af hallær- um á Íslandi. 1907 Ungmennafélag Íslands stofnað en þriggja daga sambandsþingi lýkur þennan dag. Sjö ung- mennafélög ganga í UMFÍ og fyrsti formaður þess er Jóhannes Jósefsson. 1984 Efri-Volta tekur upp nafn- ið Búrkína Fasó. 1993 Alríkisdómari dæmir tvo lögreglumenn frá Los Angeles í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brot- ið á réttindum Rodneys King. BARACK OBAMA ER 49 ÁRA Í DAG. „Ég er ekki á móti öllum stríðum. Það sem ég er á móti eru heimskuleg stríð og það sem ég er á móti eru vanhugsuð stríð.“ Barack Obama er 44. for- seti Bandaríkjanna. Obama tók við embættinu 20. janúar 2009 og fékk friðarverðlaun Nóbels seinni hluta síðasta árs. Handverkshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla um helgina og er nú haldin í átj- ánda sinn. Á annað hundrað sýnend- ur undirbúa komu sína norð- ur en ásamt þeim verður fjöldi af hópum og félögum á svæðinu. Verksvæði hand- verksmanna verður litríkt, með tískusýningum, kram- búð, sirkushópi, blöðrulist og andlitsmálun fyrir börn- in. Á útisvæði verður komið upp söguþorpi en það eru Gásahópur og Handraðinn/ Laufáshópur sem taka hönd- um saman við að glæða fal- legt útisvæði lífi. Ætlunin er að sýna eins konar tíma- vél þar sem tímabil land- náms allt til dagsins í dag er spannað í handverki. Baðstofa og miðaldatjöld þar sem tilheyrandi verk verða viðhöfð í þessu spenn- andi söguþorpi. Birgir Ara- son í Gullbrekku mun sýna rúning hátíðardagana, ullin verður spunnin og unnin í söguþorpinu. Félag landnámshænsna verður með sýningu og feg- urðarsamkeppni. Kajak- smíði og vélasýning setja svo punktinn yfir i-ið. Hátíðin stendur frá föstu- degi til mánudags og er opið frá 12 til 19 alla dagana. Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit Ásta Jóhannesdóttir var fyrsta konan sem synti Viðeyjarsund á þessum degi fyrir 82 árum. Talið er að Ásta hafi verið eina klukkustund og 56 mínútur á leiðinni. Með Viðeyjarsundi er átt við sundleiðina frá Viðey, oftast frá Viðeyjarbryggju og inn í Reykja- víkurhöfn, við gamla slippinn. Sundleiðin er um 4,3 kílómetrar í beinni loftlínu. Viðeyjarsundið á sér langa sögu. Fyrsta sundið var synt af Benedikt G. Waage en hann fór frá Viðey að Völundarbryggju í Reykjavík þann 6. september 1914. Var þetta þá talið lengsta sund sem synt hafði verið hér við land á síðustu öldum. Benedikt var þekktur fyrir sundíþrótt sína og tókst vel upp með sundið enda var logn og spegilsléttur sjór meðan á því stóð. Líkt og Ástu tók sundið Benedikt eina klukkustund og 56 mínútur. Síðan Benedikt fór Viðeyjarsundið hafa 35 manns þreytt það. Þriðja konan til að synda milli eyjar og lands var Þórdís Hrönn Pálsdóttir, sem fór það á mið- vikudag í síðustu viku. Í millitíðinni hafði Helga Haraldsdóttir synt þarna á milli árið 1959. ÞETTA GERÐIST: 4. ÁGÚST 1928 Fyrsta konan syndir Viðeyjarsund RÚNINGUR Sýndur verður rúningur á handverkshátíðinni í Hrafnagils- skóla um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.