Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 32
28 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is 8. ágúst klukkan 16.00 Næstkomandi sunnudag munu Signý Sæmundsdóttir og Þórarinn Sigurbergs- son flytja sonnettur eftir Shakespeare við lög Olivers Kentish og ljóð eftir Jónas Hallgrímsson við lög Atla Heimis Sveinssonar í húsi skáldsins – Gljúfra- steini í Mosfellsbæ. Tónleikar þessir eru hluti af stofutónleikum Gljúfrasteins sem haldnir eru á sunnudögum í sumar. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og eru allir velkomnir. > Ekki missa af Listamaður mánaðarins í ágúst hjá SÍM er Heidi Strand. Hún mun sýna átta textílmyndverk í Hafnarstræti 16 út mánuð- inn. Verkin á sýningunni eru flest unnin úr þæfðri ull ásamt ásaum og málun. Myndefnið er sótt í hálendi Íslands en listakonan hefur verið búsett hér á landi síðan 1980. Sigurður Fannar Guð- mundsson gaf nýlega út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitir Trúður – metsölu- bók. Sigurður segir að rit- höfundur hafi blundað í sér frá barnæsku en hann hafi svo strengt það áramótaheit að gefa út bók. „Í mér eins og svo mörgum Íslend- ingum hefur blundað rithöfundur frá því að ég var lítið barn. Síðan gerist það um síðastliðin áramót að rithöfundurinn brýst fram. Þegar maður er búinn að vera svona lengi á leiðinni að skrifa eitthvað þá kemur efnið til manns og þetta var það sem kom til mín,“ segir Sigurður Fannar Guðmundsson. Sigurður Fannar gaf nýlega út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Trúður – metsölubók. Bókin fjallar um verðandi metsöluhöf- undinn Guðmund Þór sem rifjar upp ævi sína og nálgast með því tilgang lífsins. Guðmundur Þór er nokkuð beiskur maður og nokkuð gegnsósa af áfengi en það er í raun rauði þráðurinn í bókinni. „Þeir aðilar sem koma fram í bókinni hafa allir spilað ákveðið hlutverk með einum eða öðrum hætti. Bókin er skáldsaga í raun- sönnum búningi, í raun er þetta lífið sjálft sett upp í skáldsögu,“ segir Siggi Fannar. Bók þessi er að stórum hluta byggð á raunveruleg- um atvikum og því hefur verið þó nokkur spenna í kringum útgáfu hennar. „Við getum orðað það þannig að bókin hefur vakið mikla forvitni og margir verið spenntir að sjá hvort þeir hafi hlutverk í bókinni. Þeir sem koma fram eru allir sáttir og því eru engin leið- indi,“ segir Siggi Fannar. Sigurður gefur út bók sína sjálf- ur og eins og er sér hann einn um söluna á henni. Hann heldur úti vefverslun á síðunni www.metsolu- bok.is þar sem einungis einn hlut- ur er til sölu, bókin sjálf. linda@frettabladid.is Gefur út skáldsögu byggða á sönnum atburðum SIGURÐUR FANNAR Gefur út skáldsögu í raunsönnum búningi. Dagana 15.-22. ágúst næstkomandi mun sviðs- listahátíðin artFart fara fram í Reykjavík. Hátíðin hefur aldrei verið stærri en í ár og er því óhætt að segja að hátíðin sé viðamesta sviðslistahátíðin á Íslandi í dag. Í ár er þema hátíðarinnar óhefðbundin rými og mun hún fara fram um alla Reykjavík, til dæmis á BSÍ, í Norðurpólnum, Útgerðinni, Elliðaárdalnum, galleríum og kjöllurum. Hápunktur ársins í ár er ókeypis vinnustofa með breska listamanninum Richard DeDomen- ici, sem hefur meðal annars verið sýnd í Tate Modern, sýning norska leikhópsins Stella Polaris á Menningarnótt, sýning sem var frumsýnd á Ólympíuleikunum í Lillehammer, auk fjölda nýrra innlendra og erlendra frumsýninga. Í tilefni af þema hátíðarinnar mun fara fram í fyrsta skipti í Reykjavík Public Space Programme, sem er nýr hluti á artFart sem snýr að list í almenningsrými. Í þeim hluta eru vinnustofur, fyrirlestrar og þriggja vikna gestasvalir þar sem tveimur listamönnum og einum listahópi verður veitt aðstoð við að þróa ný verk í almennings- rými. Árni Kristjánsson, Inga Maren Rúnarsdóttir og hópurinn Kviss Búmm Bang munu njóta aðstoðar við þróun sína. - ls BSÍ sýningarstaður á artFart HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 04. ágúst 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Tónleikar í Selinu á Stokkalæk, Rangárþingi ytra, þar sem þær Freyja Gunnlaugsdóttir og Daniela Hlinkova spila á píanó og klarinettu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00. 12.00 Orgelandakt verður í Kristskirkju í Landakoti kl. 12.00, en þar mun Sól- veig Einarsdóttir spila á orgel. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. 20.30 Fiskidagurinn Mikli á Dalvík hefst í dag. Að því tilefni verða tónleikar með tónlist úr ýmsum áttum í Menn- ingarhúsinu Bergi kl.20.30. Miðaverðið er 2.000 kr. 21.00 Alþjóðlegi jazzkvartettinn heldur tónleikar í Risinu (áður Glaumbar) í kvöld kl. 21.00. ➜ Hátíðir 21.00 Dragkeppni Ísland verður haldin í kvöld í Íslensku óperunni kl. 21.00. Húsið opnar kl. 20.00. Miðaverð er 2.400 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Í sumar hafa verið haldnir árlegir sumartónleikar Skálholtskirkju. Tónleikarnir eiga 35 ára afmæli nú í ár, en fyrstu tónleikarnir voru haldnir 12. júlí 1975. Helgina 5.-7. ágúst verða tónleikarnir með ítölsku sniði og verður margt áhugavert í boði. Á fimmtudeginum verður verkið Regn eftir Önnu Þorvaldsdóttur frumflutt með aðstoð ýmissa listamanna. Laugardagurinn og sunnudag- urinn verða síðan með sérstöku ítölsku móti þar sem kammerkórinn Libera Cantoria Pisani frá Lonigo á Ítalíu, undir stjórn Filippo Furla, flytur ítalska endurreisnartónlist og íslenska og ítalska nútímatónlist. Laugardagurinn hefst á erindi í Skálholtskirkju um ítalska endurreisnartónlist í umsjón Filippo Furlan. Síðan tekur við ítölsk og íslensk kórtónlist undir yfirskriftinni Sacred and profane. Laugardagurinn endar síðan á ítals- kri endurreisnartónlist og 20. aldar verki fyrir sembal – O beltà rara. Flytjandi er kammerkórinn Libera Contoria Pisani undir stjórn Filippo Fur- lan. Á sunnudag verður flutt verkið Nótt og dagur sem er úrval úr efnisskrám laugardagsins auk tónverksins Tara´s Harp eftir Úlfar Inga Haralds- son. Það er kammerkórinn Libera Contoria Pisani sem flytur undir stjórn Filippo Furlan. - ls Ítölsk helgi í Skálholtskirkju SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSKIRKJU verða haldnir í 35. skipti í ár og í þetta sinn með ítölsku móti. Næstkomandi laugardag, 7. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjó- ræningjahúsinu á Patreksfirði, í annað sinn í sumar. Dagskráin er glæsileg en það er hljómsveitin Amiina sem fetar í fótspor hljóm- sveitarinnar Pollapönk sem gerði góða ferð á Patreksfjörð 26. júní síðastliðinn. Þá sló tónlistarsmiðj- an í gegn og Pollapönk samdi glæ- nýtt lag með krökkunum sem var svo frumflutt um kvöldið þegar foreldrar mættu á kvöldtónleik- ana. Amiina mun gera slíkt hið sama og stjórna tónlistarsmiðju en auk þess flytur hljómsveitin frumsamda tónlist sína við sígild- ar hreyfiklippimyndir Lotte Rein- iger um þau Þyrnirós, Öskubusku og Aladdín. Kvikmyndunum verð- ur varpað á tjald og hljómsveitin leikur síðan undir. Heiðurinn að þessu verki eiga þær Sólrún Sum- arliðadóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Edda Rún Ólafs- dóttir. Á eftir Amiinu mun hinn ísfirski 7oi spila en hann hefur gert það gott með frumlegu raf- tónlistarpoppi og gefið út nokkrar afbragðsgóðar plötur ásamt því að hafa til dæmis selt tónlist sína til Japans. Frítt er inn á dagskrá og tón- leika dagsins en 1.000 krónur kost- ar fyrir fullorðna á kvöldtónleik- ana. - ls Amiina sér um Pönk á Patró um helgina PÖNK Á PATRÓ Nú á laugardaginn fer Pönk á Patró fram í annað sinn. Það verður hljómsveitin Amiina sem mun sjá um skemmtunina í þetta sinn. Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.