Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 42
38 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI „Nú hefst ballið á ný og
við fáum heldur betur prógramm
eftir versló,“ segir Gunnlaugur
Jónsson, þjálfari Vals. Íslenski
boltinn byrjar að rúlla á ný eftir
hlé með leik Breiðabliks og Vals í
Pepsi-deild karla í kvöld.
Það var æfing hjá Valsmönnum
á sunnudaginn en annars segist
Gunnlaugur ekki hafa haft mjög
strangar reglur um verslunar-
mannahelgina. „Ég lagði áherslu
á að menn yrðu í lagi á sunnudag-
sæfingunni og það gekk eftir.“
Valur hefur ekki unnið deildar-
leik síðan 14. júní og segir Gunn-
laugur að sínir menn séu meðvitað-
ir um það. „Það er kominn nokkuð
langur tími síðan við sigruðum og
menn eru staðráðnir í því að fara
í leikinn á morgun til að ná þeim
sigri inn. Það er engin spurning.“
„Breiðablik hefur skorað flest
mörk í deildinni og spilað skemmti-
legasta boltann. Það er eitt af þeim
liðum sem náði að vinna okkur í
fyrri umferðinni og við verðum
að kvitta fyrir það,“ segir Gunn-
laugur.
Það eru allir tilbúnir í slaginn
hjá Valsmönnum fyrir utan Reyni
Leósson sem tekur út leikbann.
Hjá Breiðabliki er meiðslalistinn
einnig tómur en Guðmundur Pét-
ursson og Olgeir Sigurgeirsson í
banni.
Alfreð Finnbogason skoraði
annað marka Kópavogsliðsins
þegar það vann Val 2-0 á útivelli
í fyrri umferðinni og vonast hann
að sjálfsögðu eftir öðrum sigri í
kvöld. „Þetta er tækifæri fyrir
okkur að komast aftur á toppinn
þar sem við eigum að vera.“
Blikar eru þremur stigum á eftir
toppliði ÍBV eftir að hafa tapað
fyrir Fram í síðustu umferð. „Það
koma alltaf einhver skakkaföll í 22
liða móti og við bjuggumst alveg
við því. En nú erum við búnir að
fá góða hvíld og ætlum að koma til-
búnir. Menn voru skynsamir um
verslunarmannahelgina og héldu
sig á þurru landi.“
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær er Kristinn Jónsson, bak-
vörður Blikaliðsins, stoðsendinga-
hæstur í deildinni. „Kristinn er
búinn að spila frábærlega í sumar
og er að mínu mati ekki búinn að
fá nægilega athygli fyrir það. Þeir
sem skora virðast alltaf fá alla
athyglina. Hann er búinn að leggja
upp nokkur á mig svo frammistaða
hans hefur ekkert farið fram hjá
mér,“ segir Alfreð. - egm
Pepsi-deild karla hefst að nýju í kvöld eftir hlé með leik Breiðabliks og Vals:
Menn voru skynsamir og
héldu sig á þurru landi
Á FULLU Alfreð Finnbogason og félagar hans í Breiðabliki mæta Valsmönnum í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson hefur verið hækkaður
upp í A-hóp dómara en hann
dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-
deild karla annað kvöld þegar KR
tekur á móti Stjörnunni. Guð-
mundur er 37 ára fasteignasali og
dæmir fyrir Hauka.
„Það er verið að verðlauna
hann fyrir góða frammistöðu í
1. deildinni og góða ástundun,“
segir Gylfi Þór Orrason, formað-
ur dómaranefndar KSÍ. A-dómar-
ar eru því orðnir tólf.
„Garðar Örn Hinriksson hætti
eftir síðasta sumar og við ákváð-
um að bíða með að hækka mann
í hans stað og sjá hvernig málin
myndu þróast. Nú hafa þrír dóm-
arar verið að glíma við meiðsli
og aðrir í verkefnum erlendis svo
við þurftum að bæta við,“ segir
Gylfi.
Annars er Gylfi sáttur við dóm-
gæsluna í sumar. „Ég er sér-
staklega ánægður með hvernig
hegðun í boðvangi er orðin betri.
Eftir síðasta tímabil töldum við
að leggja þyrfti áherslu á að bæta
hana og það hefur tekist vel.“ - egm
Nýr dómari í A-flokk:
Fasteignasali á
KR-vellinum
GYLFI ÞÓR Formaður dómaranefndar
KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Fernando Torres segir
að afstaða sín gagnvart Liver-
pool hafi ekkert breyst frá því
að hann gekk til liðs við félagið.
Hann er enn staðráðinn í að spila
með félaginu og vinna titla.
„Ég er virkilega ánægður með
að vera kominn aftur,“ sagði Tor-
res sem sneri aftur til æfinga
hjá Liverpool sem heimsmeistari
eftir frábært gengi Spánverja á
HM í sumar.
Mikil óvissa var um framtíð
hans eftir slæman árangur Liver-
pool á síðasta tímabili en Torres
líst vel á liðið nú. „Þetta er besta
félagið á Englandi og vænting-
arnar eru alltaf miklar. Það er
stefnan hjá Liverpool að vinna
alla titla. Þetta var erfitt á síð-
asta tímabili en ég er viss um að
við getum bætt okkur á næsta,“
sagði Torres. - esá
Fernando Torres:
Hefur ekkert
breyst hjá mér
FERNANDO TORRES Segist hæstánægður
í herbúðum Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY
700.00
ÞÚ TALDIR RÉTT:
700 MILLJÓNIR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A