Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 36
32 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR 22. þáttaröð Simpsons-fjöl- skyldunnar hefst í septem- ber. Eins og endranær verð- ur Hollywood ekki langt undan, en sjaldan hafa jafn margir gestaleikarar verið staðfestir áður en þáttaröð- in hefst. Fjölmargar stjörnur hafa þegar tekið boðinu um að tala inn á næstu þáttaröðina um Simpsons- fjölskylduna. Engan skal undra, þættirnir eru á meðal þeirra far- sælustu sem sýndir hafa verið í sjónvarpi. Þáttaröðin sem hefst í september er sú 22. í röðinni og fátt bendir til þess að síðasti þátt- urinn fari í loftið í bráð. Fyrsti þátturinn verður sýndur 26. september í Bandaríkjunum, en ólíkar stjörnur leiða þá saman hesta sína. Nokkrir krakkar úr spútnikþættinum Glee tala inn á fyrir krakka í sérstökum sköpun- arsumarbúðum sem Lísa er send í. Leiðbeinendurnir í sumarbúð- unum eru engir aðrir en Bret McKenzie og Jemaine Clement sem allir ættu að þekkja úr þátt- unum Flight of the Conchords. Ef þú, lesandi góður, hefur ekki horft á þættina ættirðu að drífa í því. Þeir eru frábærir. Á meðal annarra frægra gesta í næstu þáttaröð Simpsons-fjöl- skyldunnar eru Martha Stewart, sem kemur fram í jólaþættinum, og Joe Hamm, sem leikur fulltrúa FBI í þætti þar sem Homer lendir enn á ný í slagtogi við mafíósann Fat Tony. How I Met Your Mother-stjarn- an Alyson Hannigan leikur dótt- ur forfallakennara í þættinum Flaming Moe. Skinner skólastjóri gengur á eftir forfallakennaran- um með grasið í skónum og reyn- ir að koma dóttur hans og Bart saman. Ekki rugla nafni þáttar- ins saman við þáttinn Flaming Moe‘s. Enda gera Moe og Smith- ers tilraun til að breyta bar þess fyrrnefnda í hommabar í nýrri þættinum. Forstjóri Facebook-samskipta- fyrirbærisins, Mark Zuckerberg, les inn á einn þátt, Halle Berry afhendir Homer verðlaun, Paul Rudd les inn fyrir sálfræðing sem reynir að hjálpa Hómer að verða betri faðir og Ricky Gervais snýr aftur og tekur þátt. Þá munu Russell Brand, Jonah Hill, Rachel Weisz og Cheech & Chong öll koma fram í þáttaröð- inni, sem verður augljóslega þétt skipuð. atlifannar@frettabladid.is Hollywood-brjálæði í Simpsons Rapparinn Wyclef Jean, sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Fugees, hefur staðið sem klettur við hlið íbúa Haítí síðan hinn hræðilegi jarðskjálfti eyðilagði þar allt snemma á þessu ári. Nú hefur rapparinn tekið væntum- þykju sína á landinu skrefinu lengra og hefur tilkynnt framboð sitt til forseta í kosningum sem fram fara í nóvember á þessu ári. Samkvæmt heimildum er öll pappírsvinna komin á hreint og fjölskylda rapparans hefur lýst yfir stuðningi sínum. Wyclef í framboð RAPPARI SEM FORSETI Meðlimir Fugees tvístrast í baráttunni því Pras stendur á bak við annan frambjóðanda. Hvar ætli Lauren Hill standi? Breska söngkonan Cheryl Cole þakkar læknunum sem læknuðu hana af malaríuveirunni og íhugar að gefa spítalanum peningagjöf sem þakklætisvott. Cole sást í fyrsta sinn opinberlega í vikunni en mán- uður er síðan söngkonan hné skyndi- lega niður í myndatöku og greindist með malaríu í kjölfarið. Hún hefur því tekið sér frí frá störfum næstu sex vikurnar og aflýst öllu tónleika- haldi og plötuútgáfu um tíma. Cole hefur nú yfirgefið Bretland og farið í frí til Los Angeles til að slappa af og ná fyrri kröftum. Fyrr á þessu ári skildi hún við eiginmann sinn, fótboltamanninn Ashley Cole, og hefur verið mikið í bresku pressunni vegna þessa. Einnig situr Cheryl Cole í dómara- sæti í bresku X-faktor þáttunum við hlið Simonar Cowell en hún hefur nú tekið sér frí frá því vegna veik- indanna. Þakkar fyrir lífið Tiger Woods ku vera í brúðkaupshugleiðingum þrátt fyrir að skilnaður hans og Elinar Nordegren sé enn ekki fullfrágenginn. Kylfingurinn mun vilja kvænast fyrrum hjákonu sinni, Rachel Uchitel, og stofna fjölskyldu með henni en hann er afar ósáttur við þátttöku henn- ar í raunveruleikaþættinum Celebrity Rehab þar sem Uchitel hyggst vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni. „Rachel veit að hún er aðeins þekkt fyrir að vera konan sem eyðilagði hjónaband Tigers Woods og vonast eftir því að fólk fái að sjá hennar innri mann í sjónvarpsþáttunum og taki hana í sátt áður en hún giftist honum,“ var haft eftir heimildarmanni. Woods skammast sín þó fyrir það að tilvonandi eig- inkona hans verði þekkt sem fyrrum fíkill eftir að sjónvarpsþættirnir verða sýndir. „Hann vill að hún fari í meðferð, en ekki á svona opinberan hátt. Hann er líka hræddur um að Rachel muni yfirgefa hann um leið og hún nær fullum bata,“ sagði heimildar- maðurinn. Tiger vill kvænast að nýju VILL GIFTAST Tiger Woods er sagður vilja giftast fyrrum hjá- konu sinni, Rachel Uchitel. NORDICPHOTOS/GETTY Mel Gibson á að hafa boðið fyrr- verandi eiginkonu sinni, Robyn Gibson, í rólegan kvöldverð fyrir skemmstu og beðið hana um að taka aftur saman við sig. Hjónin enduðu þrjátíu ára sam- band sitt árið 2006 eftir að mynd- ir af Mel með annarri konu birt- ust í tímaritum vestra. Líkt og flestir vita þá stendur ferill Mels Gibson völtum fótum vegna ásak- ana fyrrverandi kærustu hans um að hann hafi beitt hana líkam- legu og andlegu ofbeldi. Robyn er nánast eina manneskjan sem hefur sýnt Mel opinberan stuðn- ing og er hann henni afskaplega þakklátur fyrir það. „Mel var svo snortinn að hann bauð henni út að borða á rólegum veitinga- stað og bað hana að taka við sér aftur. Honum brá þegar svarið var afdráttarlaust „nei“,“ var haft eftir heimildarmanni. Enginn vill Mel Gibson Í VONDUM MÁLUM Mel Gibson á ekki sjö dagana sæla. NORDICPHOTOS/GETTY SAFNAR KRÖFTUM Söngkonan Cheryl Cole er að jafna sig eftir að hafa sýkst af malaríu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ALLIR MEÐ Í SIMPSONS Félagarnir Russell Brand og Jonah Hill tala inn á næstu þáttaröð Simpsons-fjölskyldunnar sem er sú 22. í röðinni. Fegurðardísin Halle Berry verður líka með ásamt hinni snoppufríðu Alyson Hannigan. Þá verða sprelligosarnir í Flight of the Conchords ekki langt undan. Hollywood stjarnan Nicolas Cage hefur skyndilega dregið sig út úr nýju mynd Joels Schumacher, Trespass, og það einungis tveim vikum áður en upptökur áttu að hefj- ast. Stjarnan hafði gert mjög róttækar breyt- ingar á framleiðslu myndarinnar þegar hann bað um nýtt hlutverk. Upprunalega átti hann að fara með hlutverk eiginmanns Nicole Kidman en bað um að því yrði breytt í hlutverk foringja mannræningjahóps. Nú þegar hann hefur hætt við verkefnið þurfa framleiðendur að finna nýja stjörnu í stað Cage og það á innan við tveimur vikum. Ef þeir finna ekki neinn sem hentar vel lítur allt úr fyrir að hætt verði við myndina. Leikarinn á að hafa yfirgefið leikara og framleiðendur til þess að fara í frí til Bah- ama-eyja. Þetta lítur einstaklega illa út fyrir Nicolas Cage sérstaklega í ljósi þess að leik- arinn skuldar einn og hálfan milljarð í skatt. Nicolas Cage hættir við Trespass á síðustu stundu NICOLAS CAGE Einungis tveim vikum fyrir tökur hættir leikarinn við verkefni og skilur alla eftir í súpunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.