Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.08.2010, Blaðsíða 46
42 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ÞYNNKUBANINN LÁRÉTT 2. bjálfi, 6. mannþvaga, 8. rá, 9. tal, 11. samanburðartenging, 12. eggja- rauða, 14. gleði, 16. í röð, 17. þrí, 18. tæki, 20. til, 21. frumeind. LÓÐRÉTT 1. magi, 3. klaki, 4. brjósthimna, 5. gæfa, 7. sáluhjálp, 10. uppistaða, 13. fæðu, 15. hlið, 16. svif, 19. fíngerð líkamshár. LAUSN LÁRÉTT: 2. fífl, 6. ös, 8. slá, 9. mál, 11. en, 12. blómi, 14. unaðs, 16. áb, 17. trí, 18. tól, 20. að, 21. atóm. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. ís, 4. fleiðra, 5. lán, 7. sálubót, 10. lón, 13. mat, 15. síða, 16. áta, 19. ló. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 470 þúsund krónur á mánuði. 2 Á þarnæsta ári, 2012. 3 Um 16 þúsund manns. Hljómsveitin Sin Fang, sem áður hét Sin Fang Bous, spilar á tónlistarhátíð í Brasilíu 6. og 8. ágúst. Hátíðin nefnist Rojo-Nova og fer fram í borginni Sao Paulo. „Tónleikarnir eru í listasafni. Þetta er hátíð sem er í gangi í mánuð,“ segir Sindri Már Sig- fússon, sem er einnig forsprakki hljómsveit- arinnar Seabear. Sóley Stefánsdóttir úr Sea- bear kemur einnig fram á hátíðinni en hún, Seabeaer og Sin Fang eru á mála hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music. „Það var haft samband við plötufyrirtækið sem ég og Sóley erum hjá. Þeir vildu fá einhverja hljómsveit frá Morr,“ útskýrir Sindri, sem var staddur í Englandi á leiðinni út þegar blaðamaður ræddi við hann. Sindri hlakkar til tónleikanna en flugið í gær var samt ekkert til að hrópa húrra yfir. „Þetta eru einhverjir tíu eða ellefu tímar. Við vorum að skoða þetta á landakorti og þetta er rétt hjá Afríku. En það hefur enginn af okkur nokkurn tímann komið til Suður-Ameríku þannig að þetta er dálítið spennandi.“ Hópurinn kemur aftur heim á mánudaginn og fer síðan strax aftur til Evrópu þar sem Seabear mun spila á nokkrum tónlistarhátíð- um. Hljóðblöndun á annarri plötu Sin Fang fer síðan fram um miðjan september og er platan væntanleg í búðir fyrir jól. En hvers vegna styttirðu nafnið í Sin Fang? „Ég veit það ekki. Þetta gerðist bara að sjálfu sér. Það er enginn Bous þannig að þetta datt bara út. Þetta var of flókið.“ - fb Spila á brasilískri tónlistarhátíð SINDRI MÁR Sindri Már Sigfússon kemur fram sem Sin Fang á tónlistarhátíð í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég verð rosalega þunn sjálf en fyrir mig er það að vera stabíll í drykkju að fá sér vel að borða áður en maður fer að sofa.“ Sigríður Garðarsdóttir puttalingur „Ég fór í atvinnuviðtal í byrj- un sumars og fékk svo að vita að ég væri ráðin fyrir stuttu,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún að koma til Reykjavík- ur eftir sumarlanga dvöl í Reykjar- firði á Hornströndum án síma og netsambands. „Aðstandendur Stúdentaráðs hringdu bara í NMT-símann hans pabba til að ná í mig og færa mér þessar gleðifregnir,“ segir Fífa, eins og hún er alla jafna kölluð. Hún hlakkar til að takast á við starfið sem hún tekur formlega við þann fyrsta september næst- komandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fífa vinnur við fjölmiðlun en hún starfaði um tíma sem blaðamað- ur á dagblaðinu 24 stundum og var annar umsjónarmaður þáttarins Óþekkt á sjónvarpstöðinni NFS. Þátturinn var spjallþáttur með feminínsku ívafi sem Fífa sá um ásamt Kristínu Tómasdóttur, vin- konu sinni. „Ég hef áhuga á því að vinna í fjölmiðlum enda finnst mér gaman að geta látið í mér heyra og viðrað mínar skoðanir.“ Aðspurð hvort feminísk slag- síða verði á Stúdentablaðinu undir hennar stjórn stendur ekki á svari. „Ja, ég ætla rétt að vona það. Það hefur verið svo gegnum tíðina að ritstjórar hafa getað mótað blað- ið eftir sinni hugsjón og það er nú þannig að feminíska sjónarhornið smitast út í allt sem maður gerir og segir. Það verða allavega jöfn kynjahlutföll í ritstjórninni,“ segir Fífa og bætir við hlæjandi að hún voni að blaðið taki ekki allt í einu á sig einhverja karlrembumynd. „Það væri falleinkunn fyrir mig.“ Fífa er enn sem komið er ekki búin að ráða til sín ritstjórn en fer í það á næstu vikum. „Ég er enginn allsráðandi á blaðinu og vil vinna með skemmtilegu og kúl fólki sem er með góðar hugmyndir,“ segir hún og auglýsir hér með eftir fólki innan háskólasamfélagsins til að sækja um að starfa við blaðið. Fífa er ekki alveg búin að móta stefnu Stúdentablaðsins enn þá en það er í bígerð „Ég er með skjal í tölvunni minni sem heitir Hug- myndir fyrir stúdentablað. Það eru nokkrar línur komnar á blað,“ segir Fífa dularfull en viðurkennir að hún vilji að blaðið verði pólitískt og gagnrýnið og að háskólasamfé- lagið verði í brennidepli. „Þetta verður samt ekki leiðinlegt blað,“ lofar Fífa við að lokum. alfrun@frettablaðið.is AUÐUR ALFÍFA KETILSDÓTTIR: VONA AÐ ÞAÐ VERÐI FEMINÍSK SLAGSÍÐA Ætlar að stýra pólitísku og gagnrýnu Stúdentablaði NÝTT STARF Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins ætlar að sjá háskólanemum fyrir skemmtilegu lestrarefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Mér líður eins og föðurlandssvik- ara að vera ekki með súpu. Mér finnst eins og það sé nánast þegn- skylda að gera þetta,“ segir Svan- hildur Hólm, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún og eiginmaður hennar, sjónvarpsmaðurinn Logi Berg- mann Eiðsson, ætla ekki að bjóða almenningi upp á fiskisúpu á föstu- daginn, kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í staðinn ætla þau að bjóða gestum upp á kaffi, auk þess sem hljómsveitin Hvanndals- bræður kemur í heimsókn, eins og undanfarin ár. Og núna verð- ur sjálfur Magni Ásgeirsson með þeim í för. Svanhildur og Logi eignuðust dótturina Hrafnhildi fyrir fjórum mánuðum og hún þarf á óskiptri athygli þeirra að halda í ár. „Hrafn- hildur er bara fjögurra mánaða og þetta er alveg þriggja daga vinna,“ segir Svanhildur, sem fékk um eitt þúsund manns í heimsókn í fyrra. Þá eldaði hún um 150 lítra af fiski- súpu fyrir glorsoltna gestina. „Við höfum gert þetta síðan við keypt- um okkur hús á Dalvík. Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að ef við ætluðum einhvern tímann að sleppa þessu þá væri það árið sem við værum með fjögurra mánaða dóttur,“ segir hún. Svanhildur ætlar reyndar að elda fiskisúpu þennan dag en aðeins fyrir nána vini og ætt- ingja. „Við verðum með gesti úti í garði sem ég hef venjulega séð minna af og aðallega þá til að ná í skottið á þeim til að láta þá brytja niður grænmetið. Núna ætla ég að gefa fólki að borða og tala við það,“ segir hún. „Ég læt mig jafnvel dreyma um að smakka fiskisúpu í öðrum húsum því það er fullt af fólki sem býr líka til fiskisúpu sem ég hef aldrei farið til.“ - fb Bjóða upp á kaffi í stað súpu á Fiskideginum ENGIN FISKISÚPA Í ÁR Svanhildur Hólm og Logi Bergmann leyfa gestum að smakka fiskisúpuna sína. Almenningur fær ekki að njóta súpunnar í ár. - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Tónleikar Ragga Bjarna og hljómsveitarinnar Retro Stefson á Innipúkanum tókust með miklum ágætum. Fyrst var talið í gamla Ragga Bjarna-slagarann Vertu ekki að horfa og eftir það söng Raggi Smells Like Teen Spirit í útgáfu Milljónamær- inganna ásamt fleiri góðum lögum. Eftir uppklapp var síðan komið að laginu Ó, vertu sæt við mig, sem sló rækilega í gegn á meðal „púkanna“. Hreystimennið og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson auglýsti eftir starfi almannatengils á Facebook- síðu sinni á dögunum. Færslan birt- ist á sama tíma og fregnir bárust af háum launum almannatengla hér á landi í tengslum við útgáfu álagningarseðilsins og því um góðlátlegt grín að ræða hjá Þorgrími. Sannleikurinn er sá að kappinn hefur í nógu að snúast þessa dagana og er með verk- efni fram á mitt næsta ár. Hann þarf því ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi á næstunni. Fréttir af umdeildri skipun Runólfs Ágústssonar í starf umboðsmanns skuldara hafa teygt sig til Danmerk- ur. Þar er veitingamaðurinn Friðrik Weisshappel afar ósáttur og raunar svo ósáttur að hann sendi Árna Páli Árnasyni félagsmála- ráðherra tölvupóst þar sem hann sagði ráðninguna lykta af pólitískri greiðasemi. „Ég hef verið harður stuðningsmaður stjórnarinnar en er geysilega vonsvikinn með þessa ráðningu sem sýnir að mínu mati að lítið hefur breyst,“ sagði Friðrik í bréfinu og bætti við að allir sem hann talaði við um málið í ferð sinni til Íslands á dögunum hefðu verið á sama máli. - fb / afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.