Fréttablaðið - 09.08.2010, Side 12

Fréttablaðið - 09.08.2010, Side 12
12 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR www.s24.isSæktu um... Sími 533 2424 6,35% innlánsvextir* Allt að Óbundinn og óverðtryggður sparnaðarreikningur *M.v. vaxtatöflu S24 01.07.2010 Hinsegin dagar 2010 HERRA HINSEGIN 2010 Vilhjálmur Þór Davíðsson er fyrsti Íslendingurinn til að hampa titlinum Herra Hins- egin og bar hann borðann stoltur niður Laugaveginn í svörtum sportbíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BÍLSTJÓRI DROTTNINGAR Draggdrottningu Íslands var ekið af Ómari Ragnarssyni í einum minnsta bíl landsins. Glæsileg Gleðiganga með litum og látum Mikið var um dýrðir á hinni árlegu Gleðigöngu á laugardag sem haldin var í tíunda sinn í ár. Talið er að um níutíu þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina til að taka þátt í fagnaðarlátunum. Borgarstjóri, Páll Óskar, Haffi Haff og Ómar Ragnarsson voru meðal þeirra sem ferðuðust niður Laugaveg í prýddum vögnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. TAUMLAUS GLEÐI Margt var um manninn í Göngunni miklu. Búningar og fylgihlutir voru af öllum stærðum og gerðum og talið er að um níutíu þúsund manns hafi komið saman í kringum Arnarhól í lok göngunnar til að taka þátt í hátíð- arhöldum Hinsegin daga. PÁLL ÓSKAR Diskó dívan Páll Óskar kom fram í gríðarmiklum, rauðum kjól og gladdi gesti með konfettí-sprengjum og söng. FRÚ BORGARSTJÓRI Jón Gnarr lét sig ekki vanta og leiddi gönguna í vagni frá framkvæmdasviði borgarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.