Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI11. ágúst 2010 — 186. tölublað — 10. árgangur
MIÐVIKUDAGUR
skoðun 10
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Ég vildi bara prófa eitthvað nýtt,
skipta um umhverfi og hreinsa
harða diskinn,“ segir Andri Otte-sen framkvæmdastjóri, sem í
maí gekk svokallaðan Jakobs-veg, 850 kílómetra gönguleið sem
nær frá bænum St. Jean Pied de
Port í Suður-Frakklandi í gegn-um borgina Santiago de Compo-stela þar sem göngumönnum eru
veitt aflátsbréf til fyrirgefningar
synda, til bæjarins Finisterra sem
útleggst heimsendir á spænsku og
er á vestasta odda Spánar. Andri segir Jakobsveginn vera
vinsæla gönguleið, eina þekktustu
pílagrímaleið í Evrópu kennda
við Jakob postula sem stóð fyrir kristnu trúboði á Spáni en taliðað líkam l if
þessa leið og er tilgangurinn oft
að leita svara við einhverju í líf-inu,“ útskýrir Andri, sem ákvað að
skella sér í ferðalagið með vini en
sá varð frá að hverfa.„Það kom þó alls ekki að sök,
enda fara margir einir af stað en
slást svo í för með öðrum hluta
ferðarinnar eða jafnvel alla,“
tekur hann fram og kveðst hafa
kynnst mörgu áhugaverðu fólki
á leiðinni. „Þarna voru til dæmis
áttræðir menn og harðjaxlar eins
og sjötug kona sem féll fram fyrir
sig og þurfti að sauma sjö spor í
ennið á henni. Hún var byrjuð að
ganga næsta dag. Þetta sýnir hversmannsandinn e
vangur og jafnvel rennandi blaut-ur ef það rigndi, enda var þetta
eins og að ganga Fimmvörðuháls-inn á hverjum degi og stundum tvö-falda þá vegalend, svefn-aðstaðan
oft ekki upp á marga fiska, allt að
200 kojur í herbergjum sem maður
deildi með ókunnugu fólki í klaustr-um eða athvörfum.“ En fengust í lokin svör við því
sem Andri leitaði að? „Ég fékk
kannski ekki beinlínis svör, en ég
lærði hins vegar ýmislegt. Meðal
annars áttaði ég mig betur á því
hvað skiptir máli í lífinu og hvaðeru gerviþarfir með þ íí fi
Fetað í fótspor dýrlings
Andri Ottesen gekk í maí Jakobsveginn eða Veg heilags Jakobs sem er ein þekktasta pílagrímaleið í Evr-
ópu. Hann upplifði ýmis ævintýri og segist hafa orðið margs vísari um mannlegt eðli.
Andri Ottesen gekk Jakobsveginn í maí. Hér er hann með húfu og göngustaf úr ferðalaginu og svo aflátsbréf útgefið af kaþólsku
kirkjunni sem göngufólk hlýtur í lok ferðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í HRÚTADÓMUM fer
fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14.
ágúst. Um kvöldið verður haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á
Hólmavík með sveiflukónginum Geirmundi Valtýssyni.
ÚTSALA
Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18Lokað á laugardögum
Þú kaupir 2 fl íkur og færð þriðju fl íkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með
40%50
%
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Viljum bæta við duglegum og glaðlegum sölufulltrúum fyrir næsta sölutímabilHafi ð samband fyrir 25. ágúst í síma 568 2870 milli kl 11.00 og 17:00eða sendið til okkar línu á sala@friendtex.is
Bæjarlind 6 - Eddufelli 2Sími 554-7030 Sími 557-1730www.rita.is
Kíkið á heimasíðuna okkarwww.rita.is
Upp í mitti.
2 snið - 3 síddirLitur; svart og brúnt.Eigum fl eiri snið í einni sídd.Str. 36 - 56
3% stretch
Sparibuxur
og betri
buxur í vinnuna.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Forstjórabíllinn
Yfir heiðina með
Óla Kristjáni
Hermann
Guðmundsson
N1 ekki til sölu
2
Bankar
Hagræðing
framundan
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 4. ágúst 2010 – 8. tölublað – 6. árgangur
Jansson hættir Framkvæmda-
stjóri skandinavíska flugfélags-
ins SAS, Mats Jansson, ætlar að hætta í haust eftir að hafa starf-
að hjá flugfélaginu í fjögur ár.
Þessi fjögur ár hefur hann notað
til þess að draga verulega úr út-
gjöldum flugfélagsins, sem enn er
þó rekið með tapi. Matsson verður
sextugur á næsta ári og segir tíma
kominn til að láta öðrum stjórn-
ina eftir.
Leyfa BlackBerry Stjórnvöld
í Sádi-Arabíu segjast nú ætla að
leyfa notkun samskiptaþjónustu Blackberry-símanna áfram eftir
að hafa „náð árangri“ í viðræðum
við kanadíska framleiðendur sím-
anna, eins og yfir-
maður fjarskipta-
mála í Sádi-Ar-
abíu orðaði það.
Stjórnvöld þar
í landi höfðu
æt l a ð s ér
að ba n n a
símana, og
Þarf prentun?
Vistvæna prentun?
Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki,
Greenqloud ehf., segist opna fyrsta
umhverfisvæna „tölvuský“ heims
síðar á þessu ári. Fyrirtækið var
í júní valið í hóp ellefu heitustu
sprotafyrirtækja heims á sviði
tölvuskýja af tæknivefnum Giga-
Om.com.
„Tölvuský eins og það sem
Greenqloud býður upp á snýst
um að bjóða vélbúnað (miðlara,
geymslupláss, net o.fl.), sem hýst-
ur er í gagnaverum, sem þjónustu
í sjálfsafgreiðslu,“ segir í tilkynn-
ingu
Bjóða nýtt
tölvuský
STANDA AÐ GREENQLOUD Tryggvi Lárusson Þróunarstjóri og Eiríkur Sveinn Hrafnsson framkvæmdastjóri.
4-5
6
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
skrifar
Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert á síðustu vikum og eftir 2,4 prósenta styrkingu síðustu tvær vikur er gengi hennar nú 11,5 prósentum hærra en um síðustu áramót. Styrkingin hefur áhrif víða í efnahagslífinu og hefur til að mynda valdið aukn-um kaupmætti launa.
„Gjaldeyrishöftin hafa hjálpað krónunni að klifra upp. Það er vöruskiptaafgangur sem er nú allur að koma inn á gjaldeyrismarkaðinn og almennt séð hefur traustið á krónunni líka vaxið. Það eru svona helstu ástæðurnar,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka Ífrétt á f Í l
Seðlabanki gæti stöðv-
að styrkingu krónu
Hefur valdið minnkun verðbólgu og auknum kaupmætti en frekari styrking kann að koma illa við útflutningsfyrirtæki.
250
225
200
175
150
ág
ú.
08
fe
b.
09
gú
.0
9
eb
.1
0
gú
.1
0
Ár
am
ót
´
09
-´1
0
G E N G I S V Í S I T A L A K R Ó N U N A R
Heimild: Seðlabankinn
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Markaðurinn
Allt
veðrið í dag
Draumur að veruleika
Sæunn Ýr Marínósdóttir
útskrifast sem ballerína frá
virtum ungverskum skóla.
tímamót 14
Litríkt steinasafn
Huldusteinn heitir nýtt safn
sem nýlega var opnað á
Höfn í Hornafirði.
allt 2
Fréttablaðið er með 180%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
77,5%
27,7%
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára.
Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010.
FÓLK Leikstjóranum Gunnari
Birni Guðmundssyni og hópnum
sem stóð á bak við síðasta ára-
mótaskaup hefur verið boðið að
framleiða nýjan skemmtiþátt,
sem verður sýndur í Sjónvarp-
inu á laugardagskvöldum í stað
Spaugstofunnar. Í gær kom í
ljós að Spaugstofan er hætt eftir
21 ár í loftinu.
Ástæðan er níu prósenta
niðurskurður á RÚV. Nýi
skemmtiþátturinn verður tæp-
lega klukkutíma langur og á að
hefjast í lok september.
Karl Ágúst Úlfsson Spaug-
stofumeðlimur segir tilfinning-
arnar blendnar á tímamótunum.
„Það er ákveðinn söknuður, ég
skal alveg viðurkenna það.“
- fb / afb / sjá síðu 26.
Spaugstofan tekin af dagskrá:
Rætt við leik-
stjóra skaupsins
Bekkpressa í bíó
Þeir sem taka 100 í bekk
geta notað aflið til að
komast á myndina The
Expendables.
fólk 26
NEYTENDAMÁL Hagnaður Áfeng-
is- og tóbaksverslunar ríkisins
(ÁTVR) í fyrra nam rúmum 1,3
milljörðum króna. Árið 2008 var
hagnaðurinn 447 milljónir króna.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR,
segir þennan aukna hagnað skýrast
af breyttum lögum um álagningu
á áfengi og tóbaki sem samþykkt
voru í árslok 2008. „ÁTVR greiddi
960 milljónir til ríkissjóðs eftir
síðasta ár og við munum greiða
milljarð í ár,“ segir Sigrún.
Eggert Ísdal, sölustjóri áfeng-
is hjá umboðsfyrirtækinu Rolf
Johansen & Company, segir tekju-
aukningu ÁTVR eingöngu til-
komna vegna aukinnar álagning-
ar. „Skattahækkanir hafa ekkert
með þetta að gera,“ segir Egg-
ert. Áfengisgjöld og skattar séu
til staðar þegar ÁTVR kaupi inn,
svo öll umframálagning sé í þeirra
höndum. Álagning, eftir skatta og
gjöld, á sterku áfengi hafi hækkaði
um 73 prósent í byrjun árs 2009 og
um 38 prósent á léttvíni og bjór.
Örn Stefánsson, innkaupastjóri
ÁTVR, segir þennan stóraukna
hagnað koma til af tvennu. Annars
vegar af því að álagning á áfengi
í kjarnasölu og reynslusölu hafi
verið samræmd og hins vegar
vegna hækkunar á áfengisgjöld-
um.
„Áfengisgjöld hækkuðu mjög
mikið á stuttum tíma,“ segir Örn.
„Álagningin hjá ÁTVR hækkaði þó
mest á sterku áfengi en þar er sala
minnst.“
Friðjón Hólmbertsson, fram-
kvæmdastjóri drykkjarvörusviðs
Ölgerðar Egils Skallagrímssonar,
segir hækkunina hafa mikil áhrif
á viðskipti í landinu. „ÁTVR er að
leggja þetta ofan á hækkun áfeng-
isgjalds,“ segir Friðjón. „Versl-
anirnar sjálfar eru að taka mun
meiri hagnað til sín, vegna þess
að álagningin er umfram öll gjöld
og skatta.“
Áfengisverð hefur hækkað um
57 prósent að meðaltali frá byrj-
un árs 2008. Verð hefur þó lækkað
örlítið frá því það var hæst í jan-
úar 2010. Verð á tóbaki hefur þró-
ast í svipuðum skrefum og áfeng-
ið, hefur hækkað um 49 prósent frá
byrjun árs 2008. -sv
Hagnaður ÁTVR þrefaldast
Hagnaður ÁTVR var 1,3 milljarðar í fyrra, þrefalt meiri en árið áður. Ríkissjóður fékk 960 milljónir í arð eftir
breytingu á álagningarlögum 2008. Innflytjendur segja ÁTVR hækka verð á áfengi umfram skatta og gjöld.
ÞYKKNAR UPP V-TIL Í dag verða
suðvestan 8-13 m/s NV-til og skýj-
að en anna rs yfirleitt hægari vindur
og bjartviðri. Hiti 12-20 stig, hlýjast
inn til landsins.
VEÐUR 4
15
13
14 16
16
60
50
40
30
20
10
0
Janúar 2010
58,6%
Janúar 2010
48,2%
Júní 2009
47,5%
Júní 2009
36,9%
Janúar 2009
19,2%
Janúar 2010
26,4%
Október 2008
14,1%
Vísitölur miðaðar við janúar 2008
Heimild: Hagstofan
Janúar 2008
Apríl 2008
Júlí 2008
Október 2008
Janúar 2009
Apríl 2009
Júlí 2009
Október 2009
Janúar 2010
Apríl 2010
Júlí 2010
Áfengi
Sígarettur
Vísitala neysluverðs
Janúar 2009
34,6%
LÖGREGLUMÁL Norskur stórsvindl-
ari, sem meðal annars hefur svikið
fólk á Íslandi, situr í fangelsi í Nor-
egi og bíður þess að vera dreginn
fyrir rétt fyrir alls 36 svikamál.
Í norskum fjölmiðlum er haft
eftir lögreglu að margar ákær-
urnar komi frá konum sem hann
hefur átt í sambandi við. Maður-
inn var handtekinn í Bodø í júlí,
skömmu eftir að norska lögregl-
an lýsti eftir honum. Smári Sig-
urðsson, hjá alþjóðadeild ríkislög-
reglustjóra, segir að eitt slíkt mál
hafi komið inn á sitt borð. Þá hafi
íslensk kona, sem var nýflutt heim
frá Noregi, lagt fram kæru á hend-
ur norskum manni. Hann hafi með
lygasögu haft fé af konunni, hundr-
uð þúsunda króna. Norska lögregl-
an hafi síðar haft samband og
óskað eftir skýrslu um manninn.
Smári gat þó ekki staðfest hvort
um sama mál væri að ræða. - gb/kh
Norskur stórsvindlari bíður réttarhalda í Noregi fyrir að svíkja út fé:
Hefur svikið fólk á Íslandi
GRIPU GÆSINA Þessir ungu drengir tóku máltækið „grípa skal gæs meðan gefst“ full bókstaflega í
Grasagarðinum í gær. Þeir létu þó fljótt af leik sínum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Sá mikilvægasti til þessa
Ungmennalandslið Íslands
mætir Þjóðverjum í dag.
sport 22