Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 9 DÝRALÍF Hafið er viðamikið verkefni í fjórtán löndum þar sem leitast verður við að finna tegundir froskdýra sem gætu verið, eða eru, í útrýmingarhættu. Verkefnið á að standa yfir í rúma tvo mánuði. Froskdýr eru þau dýr sem eru í mestri útrýmingarhættu, en einn þriðji tegunda frosk- dýra á á hættu aðdeyja út. Ástæður útrým- ingar froskdýra eru að miklu leyti komnar til vegna eyðingar á kjörlendi þeirra, með þurrk- un votlendis og eyðingu skóga. Margar teg- undir hafa þó einnig orðið að bráð sveppasjúk- dómi, sem fyrirfinnst í vatni. Doktor Robin Moore, forgangsmaður verk- efnisins, telur að þrátt fyrir að tölulegar líkur séu á útdauða froskdýra, gætu um 100 frosk- tegundir komið í leitirnar, en doktor Moore fann fyrir nokkru frosktegund í Ekvador sem ekki hafði sést í tólf ár. Með verkefninu, sem aldrei hefur verið unnið áður, verður því hægt að áætla betur hversu margar frosktegundir eru í útrýmingarhættu, eða eru útdauðar. Með þessari vitneskju verður því einnig auðveld- ara að koma í veg fyrir að hinar ýmsu frosk- tegundir verði í útrýmingarhættu, jafnframt verður leitast við að vernda þær tegundir sem eru nú þegar í hættu. - jbá GROWLING GRASS-FROSKUR Froskar af ýmsum tegundum eru í einna mestri útrýmingarhættu af dýrum heims. Froskaleiðangur í fjórtán löndum – sá fyrsti sinnar tegundar: Frosktegundir í mestri útrýmingarhættu STJÓRNSÝSLA Jón Bjarnason land- búnaðarráðherra hyggst setja reglugerð um merkingu erfða- breyttra matvæla. Að því er fram kemur í tilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu mun reglu- gerðin kveða á um skyldu til að merkja sérstaklega allar matvör- ur sem seldar eru hér á landi og innihalda hráefni úr erfðabreytt- um lífverum. Stuðst verður við samsvar- andi reglur Norðmanna og mun ný reglugerð taka gildi fljót- lega, með nauðsynlegum aðlög- unartíma fyrir framleiðendur og söluaðila. Þetta er í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, en þar er því lýst yfir að tryggja skuli „að erfðabreytt matvæli séu merkt þannig að neytendum sé ljóst innihald mat- væla við innkaup.“ Nýjar reglur um matvæli: Skylt verður að merkja erfða- breytt matvæli LANDBÚNAÐUR Landssamtök sauð- fjárbænda verða með sjö kynn- ingarfundi víðs vegar um landið í næstu viku. Á vef samtakanna, saudfe.is, segir að á fundunum verði fjallað um möguleika bænda til að auka tekjur sínar. Einnig verður rætt um það hvaða áherslur í ræktun- arstarfi og meðhöndlun lamba á haustin geta haft á búreksturinn. Á fundunum verður enn fremur fjallað um störf samtakanna, við- miðunarverð þeirra á sauðfjáraf- urðum og stöðuna á mörkuðum. Fyrsti fundurinn verður á sveita- hótelinu Hraunsnefi í Borgarfirði klukkan tólf á mánudaginn. - th Sauðfjárbændur funda: Ræða leiðir til að auka tekjur LÖGREGLUMÁL Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur og fimm fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Átta karlar og fjórar konur voru tekin fyrir ölvunarakstur, flest á sunnudag. Þrír ökumann- anna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Einn þeirra sem óku undir áhrifum fíkniefna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og var með barn sitt í bílnum. Annar ökumaður var einnig án ökuleyfis. - þeb Ökumenn teknir um helgina: Undir áhrifum með barn í bíl LÖGREGLAN Flestir voru teknir í Reykja- vík en einnig þrír í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA IÐ /A P VESTFIRÐIR Fornleifarannsóknir á Strákatanga við Steingrímsfjörð hafa haldið áfram í sumar. Búið er að fletta ofan af kumli úr heiðni sem þar fannst síð- asta sumar. Á vefnum strandir. is er greint frá því að þar virðist vera hleðsla með bátslagi utan um kumlið með þremur hólfum. Það eru Strandagaldur og Nátt- úrustofa Vestfjarða sem unnið hafa að rannsóknunum. Auk kumlsins, sem er frá landnámstímanum, hafa fundist þar ummerki eftir erlenda hvalveiðimenn. - th Fornminjar á Strákatanga: Kuml úr heiðni og hvalveiðistöð Lán til góðra verka Til 1. desember verður boðið upp á allt að 2 milljóna króna óverðtryggt lán á 5,80% vöxtum til 5 ára. Lánið er veitt gegn framvísun reikninga fyrir vöru- og þjón ustu- kaupum sem tengjast framkvæmdunum. - 5,80% óverðtryggðir vextir - Allt að 2 milljóna króna lán með veði í fasteign eða 1 milljón án veðs - Engin lántökugjöld - Umsóknarfrestur er til 1. desember Framkvæmdalán Í boði eru verðtryggð eða óverðtryggð lán með breyti- legum vöxtum á sömu kjörum og bjóðast við kaup á fasteign. Lánað er til endurbóta innan- og utanhúss, t.d. endurnýjunar á þaki, lögnum eða innréttingum, til lóðaframkvæmda, hellulagningar eða smíði sólpalla. - Vextir ákvarðast af hlutfalli veðsetningar - Lágmarkslánsfjárhæð er 500.000 krónur - Lánstími til allt að 30 ára - Engin lántökugjöld til 1. desember LÁN | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 0 5 Hagstæð lán til framkvæmda Landsbankinn leggur sitt af mörkum til hvatningarátaksins Allir vinna og býður viðskiptavinum hagstæð lán til framkvæmda og endurbóta á íbúðarhúsnæði. Engin lántökugjöld eru tekin til 1. desember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.