Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég vildi bara prófa eitthvað nýtt, skipta um umhverfi og hreinsa harða diskinn,“ segir Andri Otte- sen framkvæmdastjóri, sem í maí gekk svokallaðan Jakobs- veg, 850 kílómetra gönguleið sem nær frá bænum St. Jean Pied de Port í Suður-Frakklandi í gegn- um borgina Santiago de Compo- stela þar sem göngumönnum eru veitt aflátsbréf til fyrirgefningar synda, til bæjarins Finisterra sem útleggst heimsendir á spænsku og er á vestasta odda Spánar. Andri segir Jakobsveginn vera vinsæla gönguleið, eina þekktustu pílagrímaleið í Evrópu kennda við Jakob postula sem stóð fyrir kristnu trúboði á Spáni, en talið er að líkamsleifar hans sé að finna í Dómkirkjunni í Santiago de Comp- ostela. „Algengt er að þeir sem eru á einhverjum tímamótum fari þessa leið og er tilgangurinn oft að leita svara við einhverju í líf- inu,“ útskýrir Andri, sem ákvað að skella sér í ferðalagið með vini en sá varð frá að hverfa. „Það kom þó alls ekki að sök, enda fara margir einir af stað en slást svo í för með öðrum hluta ferðarinnar eða jafnvel alla,“ tekur hann fram og kveðst hafa kynnst mörgu áhugaverðu fólki á leiðinni. „Þarna voru til dæmis áttræðir menn og harðjaxlar eins og sjötug kona sem féll fram fyrir sig og þurfti að sauma sjö spor í ennið á henni. Hún var byrjuð að ganga næsta dag. Þetta sýnir hvers mannsandinn er megnugur,“ segir hann. Ferðalagið gekk í það heila vel að sögn Andra, þótt hann viðurkenni að það hafi tekið á. „Maður var vissulega oft dauðþreyttur, sárs- vangur og jafnvel rennandi blaut- ur ef það rigndi, enda var þetta eins og að ganga Fimmvörðuháls- inn á hverjum degi og stundum tvö- falda þá vegalend, svefn-aðstaðan oft ekki upp á marga fiska, allt að 200 kojur í herbergjum sem maður deildi með ókunnugu fólki í klaustr- um eða athvörfum.“ En fengust í lokin svör við því sem Andri leitaði að? „Ég fékk kannski ekki beinlínis svör, en ég lærði hins vegar ýmislegt. Meðal annars áttaði ég mig betur á því hvað skiptir máli í lífinu og hvað eru gerviþarfir, með því að ganga í yfir þrjár vikur með allar helstu nauðsynjar í bakpoka. Eins komst ég að því að erfiðleikar og þjáning- ar eru aðallega hugarástand, sem hægt er að takast á við og yfirvinna með viljanum einum saman.“ roald@frettabladid.is Fetað í fótspor dýrlings Andri Ottesen gekk í maí Jakobsveginn eða Veg heilags Jakobs sem er ein þekktasta pílagrímaleið í Evr- ópu. Hann upplifði ýmis ævintýri og segist hafa orðið margs vísari um mannlegt eðli. Andri Ottesen gekk Jakobsveginn í maí. Hér er hann með húfu og göngustaf úr ferðalaginu og svo aflátsbréf útgefið af kaþólsku kirkjunni sem göngufólk hlýtur í lok ferðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í HRÚTADÓMUM fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14. ágúst. Um kvöldið verður haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík með sveiflukónginum Geirmundi Valtýssyni. ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Lokað á laugardögum Þú kaupir 2 fl íkur og færð þriðju fl íkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með 40%50% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Viljum bæta við duglegum og glaðlegum sölufulltrúum fyrir næsta sölutímabil Hafi ð samband fyrir 25. ágúst í síma 568 2870 milli kl 11.00 og 17:00 eða sendið til okkar línu á sala@friendtex.is Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is Upp í mitti. 2 snið - 3 síddir Litur; svart og brúnt. Eigum fl eiri snið í einni sídd. Str. 36 - 56 3% stretch Sparibuxur og betri buxur í vinnuna. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.