Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 14
14 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ég var að útskrifast úr Hungari- an Dance Academy í Ungverjalandi í klassískum ballett,“ segir Sæunn Ýr Marínósdóttir ballerína sem stundað hefur nám við skólann í þrjú ár. Skól- inn er virtur í ballettheiminum. „Það er mjög erfitt að komast inn,“ segir Sæunn og útskýrir það nánar: „Það er náttúrulega inntökupróf en það þýðir samt ekki bara að vera góður. Maður þarf að hafa beinabygg- inguna líka.“ Sæunn er eini Íslending- urinn sem stundað hefur nám við skól- ann. „Svo eru alltaf próf í janúar og júní þar sem fólki er hent út úr skólan- um. Þannig að ég hef gengið í gegnum ýmislegt,“ segir Sæunn. Á þriðja tug hóf nám á fyrsta ári haustið 2007 en einungis þrjár þeirra útskrifuðust nú með BA-gráðu. Sæunn hóf ballettnám þriggja ára gömul en hafði dreymt um að verða ballerína áður en hún hóf námið. „Mamma sagði að ég hefði sagt þegar ég var tveggja ára að ég ætlaði að dansa Öskubusku á sviðinu í Þjóðleik- húsinu,“ útskýrir Sæunn en hún veit ekki hvaðan hún fékk þá flugu í höf- uðið. Þegar Sæunn var tíu ára hóf hún nám við Listdansskóla Íslands og þegar hún var sextán ára fór hún til Svíþjóðar til náms við Konunglega sænska ballett- skólann. „Mig langaði að fara á fyrsta ári í menntaskóla en mamma leyfði mér það ekki. Síðan fékk ég loksins að fara þegar ég var búin með eitt ár í Menntaskólanum við Hamrahlíð.“ Sæunn hafði stundað nám í Svíþjóð í þrjú ár áður en hún fór til Ungverja- lands. Hún útskrifaðist með stúdents- próf frá Konunglega sænska ballett- skólanum vorið 2007. „Í Svíþjóð var ég með kennara sem var ungverskur. Fyrir þremur árum var ég ekki tilbúin að fara beint út í atvinnulífið þannig að ég ákvað að fara til Búdapest.“ En var mikill munur á Svíþjóð og Ungverjalandi? „Það er náttúrulega allt öðruvísi. Ungverjar eru svolítið sérstök þjóð. Þeir eru stoltir af þjóð- erni sínu og það er svolítið erfitt því að þótt maður sé inni í skólanum þá fær maður alveg að heyra að maður sé ekki ungverskur,“ upplýsir Sæunn og bætir við að flestir í skólanum séu ungversk- ir. „Þetta er líka þannig skóli að það er mikil samkeppni innan hans og við verðum ekki eins góðar vinkonur og í Svíþjóð.“ Þegar Sæunn er innt eftir því hvað taki nú við segir hún: „Ég er komin með vinnu sem dansari í Dortmund í Þýskalandi.“ martaf@frettabladid.is SÆUNN ÝR MARÍNÓSDÓTTIR: ÚTSKRIFAST ÚR KLASSÍSKUM BALLET Öskubuska var draumurinn GENGIÐ Í GEGNUM ÝMISLEGT Mikil samkeppni er innan Hungarian Dance Academy skólans sem Sæunn útskrifaðist frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 70 ára afmæli Í tilefni af 70 ára afmæli mínu mun ég taka á móti gestum á heimili mínu, Gilhaga 1 v/ Árbæjarveg í Ölfusi, laugardaginn 14. ágúst kl. 17.00 Hilmar Leifur Sveinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Eðvaldsson húsasmíðameistari, Bakkahlíð 29, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Ingigerður Guðmundsdóttir Sigurður Gunnarsson Elín Anna Guðmundsdóttir Lára Gunnarsdóttir Ingólfur Valur Ívarsson Axel Gunnarsson Sigríður Gróa Þórarinsdóttir Birgir Gunnarsson Guðrún Huld Gunnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Berg Bergsteinsson, Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést 30. júlí á Hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Steinunn Stefánsdóttir Sigurbergur M. Ólafsson Ragnhildur Bergþórsdóttir Sigríður V. Ólafsdóttir Hafþór Halldórsson Kristján G. Ólafsson Stefán Oddsson barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Felixson húsasmiður, Andrésbrunni 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 3. ágúst. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543 1159. Fríða Freymóðsdóttir Erla Helgadóttir Tómas Guðmarsson barnabörn og barnabarnabörn. PEREZ MUSHARRAF ER 67 ÁRA Í DAG „Munið að hugarfari verð- ur ekki breytt með valdi og þvingunum. Engri hug- mynd verður troðið upp á nokkurn mann með valdi.“ Perez Musharraf er pakist- anskur stjórnmálamaður sem var tíundi forseti Pakistans á árunum 2001 til 2008. Hann sagði af sér 18. ágúst 2008. Minnisvarði um Gísla Jónsson, alþingismann og athafnamann, var afhjúpað- ur nýlega á Bíldudal. Honum var valinn staður á túninu fyrir ofan Matvælaiðjuna sem Gísli stofnaði á sínum tíma og framleiddi meðal annars hinar landsfrægu Bíldudals grænar baunir. Það voru Nanna Sjöfn Pét- ursdóttir skólastjóri, Jón Þórðarson framkvæmda- stjóri og Jón Kr. Ólafsson söngvari sem einkum stóðu fyrir því að heiðra með þess- um hætti minningu þessa merka manns. Gísli var fæddur á Álfta- nesi 17. ágúst 1889 og flutti með foreldrum sínum vest- ur í Arnarfjörð 12 ára gam- all. Eftir það sló hjarta hans fyrir Bílddælinga, eins og Margrét Haraldsdóttir, kennari og sonardóttir Gísla, orðaði það í ávarpi sínu við afhjúpun minnisvarðans. Gísli nam járnsmíði og vél- stjórn og starfaði sem kynd- ari og vélstjóri á sjó. Hann var skipaður umsjónar- maður skipa og véla árið 1924 og sá um smíði nýsköp- unartogara ríkissjóðs á árunum 1945 til 1950. Einn- ig stofnsetti hann fyrirtæk- in Gísli Jónsson & co og Bifreiða- og landúnaðarvél- ar. Þá rak hann verslun og útgerð á Bíldudal og reisti þar rækjuvinnslu og fiski- mjölsverksmiðju. Gísli var sjálfstæðismað- ur og sat á þingi fyrir Barð- strendinga og Vestfirðinga. Hann lést árið 1970. Heim- ild/www.vesturbyggd.is -gun Í minningu athafnamanns VIÐ MINNISVARÐANN Tveir Gíslar sem báðir eru afkomendur Gísla Jónssonar afhjúpuðu minnisvarðann. MYND/MAGNÚS ÓLAFS HANSSON MERKISATBURÐIR 1794 Sveinn Pálsson læknir gengur á Öræfajökul við annan mann. Var það í fyrsta sinn sem gengið var á jökulinn. 1938 Baden-Powell, upphafs- maður skátahreyfingar- innar, kemur til Reykjavík- ur ásamt hópi skátafor- ingja frá Englandi. 1973 Austurstræti í Reykja- vík gert að göngugötu til reynslu. Það var opnað aftur að hluta 1. desem- ber 1991. 1979 Flaki af Northrop-flugvél lyft upp úr Þjórsá, þar sem vélin nauðlenti vorið 1942. Hún fór á safn í Noregi. Bud Billiken-skemmtigangan var haldin í fyrsta sinn 11. ágúst árið 1929. Hún hefur verið haldin árlega í Chicago síðan og er elsta og stærsta skemmtiganga blökkumanna í Bandaríkjunum. Hún er einnig önnur stærsta skemmtiganga sem haldin er þar í landi. Hugmyndina að göng- unni fékk Robert S. Abbott, stofnandi dagblaðsins Chicago Defender. Bud Billiken var persóna sköpuð af Abbott sem hafði verið að velta fyrir sér að bæta við kafla fyrir yngri lesendur dagblaðsins. Persónan varð vinsæl í teiknimyndaþætti blaðsins. Þrátt fyrir að persónan hafi verið sköpuð árið 1923 varð skemmtigangan ekki að veru- leika fyrr en 1929 þegar David Kellum hratt henni af stað. Var það gert til að fagna einingunni í fjölbreytileika barna í Chicago. Viðburðurinn hefur síðan vaxið og dafnað og er í dag sjónvarp- að á heimsvísu. Í Bud Billiken-skemmtigöng- unni hafa ýmsir tekið þátt í gegnum tíðina, meðal annars stjórnmálamenn, fegurðar- drottningar og tónlistarmenn. Meðal frægra má nefna Billie Holiday, Michael Jordan, Oprah Winfrey og Harry S. Truman. ÞETTA GERÐIST: 11. ÁGÚST 1929 Bud Billiken-gangan haldin fyrst BILLIE HOLIDAY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.