Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 24
MARKAÐURINN 11. ÁGÚST 2010 MIÐVIKUDAGUR6 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Ú R F O R T Í Ð I N N I Leiti maður að notuðum forstjóra- bíl er vandfundinn vænlegri kand- ídat en Lexus GS430 Luxury. Bíll- inn er af 2005 árgerð, en í raun eins og nýr, enda ekki ekinn nema tæpa 36 þúsund kílómetra. Ekki verður annað sagt en að Lexus hafi tekist vel upp í að sam- eina hér í einum bíl kosti sport- bílsins og lúxuskerrunnar. Bíllinn er lipur og léttur, enda kannski ekki mikið mál fyrir hestöflin 282 að vippa bílnum um göturnar. Í valborði við hliðina á bílstjórasæt- inu eru hnappar þar sem valið er um hefðbundna- eða sportfjöðr- un, og um hvernig inngjöfin tekur við sér (kraftinngjöf, venjuleg, eða mýkri), auk þess sem þar er hægt að hita og kæla framsætin. Með stillt á venjulega inngjöf og fjöðrun líður bíllinn um lunga- mjúkur og ökumaðurinn getur látið eftir sér að njóta í hægindum allra annarra þæginda sem bíll- inn hefur upp á að bjóða: sóllúgu, kraftmikils sex diska hljómkerf- is með afbragðsgóðum tóngæðum, já, eða upplýsingaskjás bílsins þar sem upp er gefin staðsetning hans í GPS-hnitum og ef til staðar er kortadiskur, þá má sjá þar nánari útfærslu, gefa raddskipanir og fá upplýsingar lesnar úr leiðakerfi. Þá er vert að minnast á að upp- lýsingaskjár bílsins bregður líka upp mynd af því sem fyrir aftan bílinn er þegar sett er í bakkgír og því hægur leikur að bakka vand- kvæðalaust. Bíllinn er endalaus uppspretta smáþæginda sem of langt mál yrði að tína til. Þó má nefna að lykil- inn þarf aldrei að taka upp úr vas- anum, skynjari í hurðum nemur höndina og aflæsir þegar maður vill opna, og bíllinn er ræstur með hnappi í mælaborði. Sólhlíf í aft- urglugga rennur sjálfkrafa frá þegar maður bakkar, skriðstillir- inn (cruise control) er haganlega staðsettur í stýrinu þar sem einn- ig er hægt að stýra hljómflutn- ingstækjum og hringja úr inn- byggðu handfrjálsu GSM-kerfi bílsins eftir að búið er að virkja bluetooth-tengingu milli bílsins og farsíma ökumanns. Allt er þetta mjög skemmtilegt og bíllinn fallegur, kolsvartur og rennilegur, með svarta leðurinn- réttingu. Hjá undirrituðum falla hægindin hins vegar í skuggann af því hversu skemmtilegur bíll- inn er í akstri, sér í lagi þegar smellt er á sportfjöðrun og kraft- inngjöf. Þá líður manni eins og í lúxuskappakstursbíl og helsta vandamálið að halda sig innan lögbundinna marka og fara ekki of nálægt öðru hundraðinu þurfi maður að taka fram úr. (Jafnvel á leiðinni upp Kambana.) Fátt er hægt að finna að þessu afbragðstæki. Meira að segja bensíneyðslan er hóflegri en maður hefði búist við. Í blönduð- um reynsluakstri, þar sem ekki var alltaf verið að spara inngjöf- ina, fór eyðslan rétt upp fyrir ell- efu lítra á hundraðið. Í forstjóra- legri akstri væri maður líklega í kringum níu lítrana í bland- aða akstrinum. Eina álitamálið er kannski verðmiðinn, en á bíl- inn eru settar tæpar 5,4 milljón- ir króna. En ef maður er á annað borð á höttunum eftir forstjórabíl (og ekki þannig gerður að bíllinn verði að vera jeppi) þá ætti það nú kannski ekki að vera fyrirstaða. Lexus GS430 Luxury fellur klár- lega í flokk forstjórabíla. Virðulegur en á sér villta hlið Lexus GS430 Luxury, árgerð 2005 Ásett verð: 5.390.000 krónur Ekinn: 35.700 km Lengd: 482,5 cm Breidd: 182,0 cm Litur: Svartur Sætafjöldi: 5 Þyngd: 1.715 kg Burðargeta: 445 kg Slagrými: 4.293 cm3 Afl: 282 hö Eldsneyti: Bensín H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R LEXUS GS430 LUXURY Í hnotskurn mætti segja að bíllinn hér fyrir ofan sé stórglæsilegur lúxuskaggi hlaðinn aukabúnaði. Og þótt hann sé stór og rúmgóður að innan er hann lipur og léttur í akstri. MARKAÐURINN/GVA YFIR HEIÐINA MEÐ ÓLA KRISTJÁNI Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is A4 Bréfsefni með 25% afslætti 23.033kr500stk. 30.710kr 25 afsláttur í ágúst Verð er gefið upp án vsk. og aksturs. Verð getur breyst án fyrirvara. Rétt verð má sjá á www.oddi.is. Allir uppgefnir vinnslutímar miðast við samþykki lokaprófarkar og afhendingu vöru inn á afgreiðslulager Odda. Vinnslutímar geta tekið breytingum. Birt með fyrirvara um prentvillur. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. Prentbúnaðu r Canon prents miðju- og skr ifstofulausnir · Lexmark pren tarar · Heidel berg prentsmiðjul ausnir BETRA VERÐ Nýherji kynnir verðlækkun á Canon-prenturum fyrir skrifstofuna. Nú er rétti tíminn til að endurnýja tækjakostinn. Afkastamiklir prentarar á frábæru verði. Nýherji hf. Borgartún 37 Kaupangur, Akureyri Sími 569 7700 www.netverslun.is LBP7750CDN Afkastamikill litalaserprentari. 30 bls. á mín. í lit og 30 bls. í svarthvítu PCL5c/6 & UFR II stuðningur Innbyggð nettenging Tvíhliða prentun Aðeins 119.900 kr. Áður 154.900 kr. MF8030CN Fjölnota litalaserprentari og skanni fyrir minni skrifstofur. Skannar beint á minnislykil eða yfir í tölvu Innbyggð nettenging Aðeins 69.900 kr. Áður 89.900 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 9 1 0 LBP6650DN Fullkominn laserprentari. 33 bls. á mínútu með PCL5e/6 stuðningi Innbyggð nettenging Tvíhliða prentun 250 bls. pappírsskúffa Aðeins 64.900 kr. Áður 84.900 kr. 22% LÆKKUN 23% LÆKKUN 22% LÆKKUN Þakkar stuðninginn MARKAÐURINN/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Nítján ár eru síðan utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháens komu hingað til lands til að semja um gagn- kvæm viðskipti við stjórnvöld. Hér má sjá Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, stíga inn í bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til lands- ins. Utanríkisráðherrarnir þrír voru þakklátir íslenskum stjórnvöldum fyrir að styðja við sjálfstæðisbaráttu land- anna, sem áður heyrðu undir ægivald Sovétríkjanna. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.