Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 11. ÁGÚST 2010 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Fjöldi fjárfesta hefur sýnt áhuga á að gerast hluthafi í
olíuversluninni N1 en orðið lítið ágengt. Þar á meðal er
erlendur fjárfestir, samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins. Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins,
segir hlut í félaginu ekki til sölu og hafi engin breyting
orðið á eignarhaldi þess síðastliðin fjögur ár.
Eignarhaldsfélagið BNT er móðurfélag N1. Helm-
ing í því eiga bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssyn-
ir, löngum kenndir við Engeyjarættina. Hlutinn eiga
þeir í gegnum fjárfestingafélögin Mátt og Hafsilfur
eignarhaldsfélag. Staða félaganna veiktist verulega
eftir bankahrunið, ekki síst eftir að Íslandsbanki tók
hlut Máttar í Icelandair Group upp í skuldir í maí í
fyrra.
Rekstur N1 hefur hins vegar gengið vel þrátt fyrir
efnahagsþrengingar en félagið hagnaðist um tæpar
280 milljónir króna í fyrra samanborið við rúmlega
1,1 milljarðs króna tap árið á undan. Á móti hefur fé-
lagið verið nokkuð skuldsett síðan BNT yfirtók rekst-
urinn árið 2006.
Tilkynnt var til Kauphallarinnar um miðjan júlí
að hluti af lánum BNT, móðurfélags N1, sé kominn
á gjalddaga og hafi ekki verið greitt af þeim á þessu
ári. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu um
þessar mundir.
Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Íslandsbanki
fari óformlega með stjórn N1 í krafti yfirtöku á helm-
ingshlut í BNT. Hermann vísar því á bug. „Ég vil ekk-
ert spá um framtíðina. En ég get þó sagt að allir hlut-
hafar eru þeir sömu og í upphafi árs 2006. Engin teikn
eru á lofti um að það breytist á næstu dögum,“ segir
hann.
Ekkert til sölu í N1
Móðurfélag N1 er í fjárhagslegri endurskipulagningu. Forstjórinn segir
enga breytingu hafa orðið á eignarhaldi þrátt fyrir sögusagnir um annað.
Umtak, félag N1 sem á fasteignir olíuverslunarinnar,
tapaði rúmum 464 milljónum krónum í fyrra sem er
viðsnúningur frá rúmlega 2,4 milljarða króna hagnaði
árið 2008. Niðurfærsla á fjárfestingaeignum, úr rúmum
fimmtán milljörðum króna í sex hundruð milljónir,
skýrir viðsnúninginn að miklu leyti.
Félagið skuldar 27 milljarða króna. Meginþorri
skuldanna, 25,4 milljarðar, eru stökkbreytt lán sem
Kaupþing veitti félaginu í evrum. Á móti eru eignir
bókfærðar á 29,9 milljarða króna. Eigið fé í lok síðasta
árs nam rúmum 2,7 milljörðum króna.
Í skýringum við ársuppgjörið í fyrra kemur fram að
fall krónunnar liti uppgjörið og sé eiginfjárhlutfall nú
rétt innan við tíu prósent. Hins vegar standist öll lána-
skilyrði lánasamninga og hafi langtímalán félagsins
verið í skilum um áramótin.
Dótturfélagið tapaði
hálfum milljarði
HERMANN GUÐMUNDSSON Forstjóri N1 segir fjárfesta
hafa sýnt áhuga á kaupum á hlut í félaginu. Ekkert sé til sölu.
MARKAÐURINN/STEFÁN
Verð hlutabréfa Norsk
Hydro féll um rúm
fjögur prósent eftir að
upplýst var að starf-
semi hefði stöðvast í
Quatalum-álverinu í Katar
á mánudag. Norsk Hydro á
álverið til helminga á móti Quat-
ar Petroleum.
Bilun í raforkukerfi Katar
olli fimm stunda rafmagnsleysi
á mánudag. Við það lækkaði svo
hitastig í bræðsluofnum álvers-
ins að ekki var hægt að hefja
framleiðslu að nýju.
Álverið er nýtt og hafði náð 60
prósentum af áætlaðri nýtingu
upp á 585 þúsund tonn. Full
nýting átti að nást á þessu
ári, en frestast um ófyrirséð-
an tíma. Atvikið er talið koma
til með að hafa neikvæð áhrif á
hagnað Norsk Hydro 2011, þótt
of snemmt sé að segja til um
hversu mikil.
- óká
Hlutabréf í Hydro falla
Bandaríska flugfélagið Delta
Airlines ætlar að opna flugleið frá
New York til Íslands frá og með
júníbyrjun á næsta ári. Frá því er
greint á ferðavef AOL (America
Online) að við þetta verði flugfé-
lagið það eina af bandarísku flug-
félögunum til að bjóða beint flug
þaðan til Íslands.
Félagið ætlar að nota Boeing 757-
200 þotu í flugið, en í henni verða
15 „business class“-sæti og 155 al-
menn. Flogið verður milli John F.
Kennedy-alþjóðaflugvallarins og
Keflavíkurflugvallar. - óká
VIÐ ÞOTU DELTA Flugfélagið Delta
Airlines ætlar eitt amerískra flugfélaga að
bjóða reglubundið flug hingað til lands.
Delta flýgur til Íslands
Hafðu samband
símiVerðbréfaþjónusta Arion banka
er söluaðili sjóða Stefnis.
Stefnir - Ríkisvíxlasjóður.
Traustur kostur fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán
Stefnir - Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum
sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu
í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir.
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
*Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö
daga. C Bundinn í einn mánuð. D Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25%
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
3,80%A
13,85% 13,50%
Vaxtaþrep
4,55%
13,50% 13,25%
Vaxtareikningur
4,90%B
13,75% 13,75%
MP-1 11,75 til
5,25%C
13,25% 13,25%
PM-reikningur
4,85%
14,15% 14,90%
Netreikningur
5,05% D
14,75% 14,20%
Sparnaðarreikningur
4,20%
13,10% Ekki í boði.
Bláar ninjur hafa í sumar birst víða
um land án nokkurrar skýringar. Ný-
lega kom í ljós að um markaðsherferð
fyrir fartölvur hjá Nýherja er að ræða.
Herferðin var unnin af auglýsingastof-
unni Kapital en starfsmenn hennar segj-
ast lengi hafa beðið eftir tækifæri til að
gera eitthvað þessu líkt.
„Við teljum okkur vera að fara ótroðn-
ar slóðir á Íslandi. Það hefur lítið verið
gert af því hér að nota samfélagsmiðla
í herferðum í þeim mæli sem við höfum
gert. Við höfum aðallega byggt á Face-
book og Youtube,“ segir Davíð Már
Bjarnason, framkvæmdastjóri Kapital.
Davíð segir að þeir hafi þurft að sníða
herferðina eftir því hve auglýsingatíma-
bilið áður en skólar byrja aftur er stutt.
„Markmiðið var að vekja athygli og búa
til vörumerki yfir sumarið og skipta svo
á smekklegan hátt yfir í þennan hefð-
bundna auglýsingafasa nú í ágúst með
því að afhjúpa ninjurnar sem auglýsingu.
Ég held það hafi tekist ágætlega.“ - mþl
Nýjung í markaðsmálum á Íslandi
Bláu ninjurnar vöktu athygli. Vildu nota samfélagsmiðla meira en áður.
STARFSMENN KAPITAL Bláar ninjur á vegum
Kapital fóru víða um land áður en hulunni var
svipt af þeim.