Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 10
10 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
E
vrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland
og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta
sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeyt-
in gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf
vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum.
Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noreg-
ur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra
til hlutdeildar í veiðunum þegar
stofninn breytir hegðun sinni og
neitar að halda sig þar sem hann
er vanur, eins og makríllinn gerir
nú. Að lokum munu menn þó
verða knúnir til samninga.
Evrópusambandið og Noreg-
ur eru ekki í neinni stöðu til að
amast við veiðum Íslendinga,
nú þegar makríllinn veður um alla íslenzku fiskveiðilögsöguna og
veiðist meira segja á stöng í höfnum landsins. Réttur Íslands sem
strandríkis til að veiða úr þeim fiskistofnum, sem finnast innan
lögsögunnar, er ótvíræður. Stjórnvöldum í ESB og Noregi ferst að
tala um óábyrga umgengni við auðlindina; sjálf hafa þau ekki farið
eftir tillögum vísindamanna um heildarafla.
Hitt er svo annað mál að til lengri tíma litið gengur ekki að ákveða
einhliða ríflegan makrílkvóta, þvert á ráð vísindamanna um skyn-
samlegan heildarafla. Það gæti stefnt stofninum í hættu og allir
væru verr settir. Ísland er hins vegar í þeirri kunnuglegu stöðu að
verða að taka sér stærri hlut úr stofninum en líklegt er að myndi
semjast um í viðræðum um stjórn makrílveiðanna, í því skyni að
knýja hin ríkin að samningaborðinu. Enn sem komið er hafa hin
löndin ekki viðurkennt rétt Íslands og ekki viljað semja um skiptingu
veiða úr stofninum. Nú þegar makríllinn stendur með Íslendingum
í deilunni er líklegt að þar verði breyting á. Öll strandríkin bera þá
ábyrgð að ná sanngjörnum samningum, sem hindra ofveiði.
Þetta er svipuð staða og var uppi á síðasta áratug, þegar norsk-
íslenzki síldarstofninn breytti göngumynztri sínu og styrkti fyrir
vikið kröfur Íslendinga um stærri hlutdeild í veiðum úr stofninum.
Þegar samningar náðust var hlutdeild Íslendinga minni en sá afli,
sem íslenzku skipin höfðu náð á meðan ekki hafði tekizt samkomu-
lag. Á móti kom að þar var horft til langtímasjónarmiða um upp-
byggingu stofnsins og allir græddu á samkomulaginu.
Hótanir ESB um að hætta að skiptast á veiðiheimildum við Ísland
og Færeyjar eru innantómar hvað Ísland varðar, þar sem slík veiði-
heimildaskipti eru hverfandi. Kröfur útgerðarmanna í Noregi og
ESB-ríkjum um löndunar- eða viðskiptabann á Ísland og Færeyjar
væru líka brot á alls konar alþjóðasamningum og litlar líkur á að á
þær verði hlustað.
Bæði í einstökum ESB-ríkjum og hér á Íslandi hafa menn vilj-
að tengja makríldeiluna við viðræður um aðild Íslands að ESB. Í
sumum ESB-ríkjum vilja menn hóta því að tefja aðildarviðræður,
haldi Ísland makrílkvótanum til streitu, og hér heima telja sumir
að ekkert vit sé í að sækja um aðild að ríkjasambandi, sem kemur
svona illa fram við litla fiskveiðiþjóð.
Makríldeilan kemur aðildarferlinu hins vegar ekki nokkurn skap-
aðan hlut við. Og það eina sem hún segir okkur um hugsanlegt hlut-
skipti okkar í ESB, er hvað framkvæmdastjórnin myndi verða fylgin
sér og ósvífin fyrir okkar hönd ef kæmi til fiskveiðideilna við t.d.
litla fiskveiðiríkið Noreg. Það þætti einhverjum ekki slæmt.
ERTU AÐ FARA
Í SUMARFRÍ?
Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins,
nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing
Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman.
Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst
á netfangið dreifing@posthusid.is
HALLDÓRÓlafur Þ. Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur
seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið
sig í Evrópu. Markmið var að koma á var-
anlegum friði í álfunni eftir margra alda
róstur. ESB byggir á grunngildum lýð-
ræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og
réttláts ríkisvalds.
Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið,
Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland,
Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að
taka sameiginlegar ákvarðanir í mál-
efnum kola- og stáliðnaðarins sem voru
mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel
tókst til að fáum árum síðar var ákveð-
ið að koma á sameiginlegum markaði
ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á
afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls
viðskipti og stuðning við þá sem þurfa
þótti, eins og bændur og sjómenn.
Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka
sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum
eins og í umhverfis- og uppbyggingarmál-
um. Þau hafa talið að samvinna á þessum
sviðum skili meiru en sundrung.
ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlun-
arverk sitt að tryggja frið innan sinna
vébanda heldur hefur því tekist að stuðla
að auknu lýðræði og aukinni virðingu
fyrir mannréttindum í álfunni allri. Sam-
vinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk
þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir
almenna borgara og gert Evrópu sam-
keppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar
sóttust til að mynda fljótlega eftir inn-
göngu í sambandið þegar ljóst var að
hagur ríkja innan sambands var mun
betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu.
Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í
sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert
það stefna flest að inngöngu.
Það er líka ESB að þakka að við Íslend-
ingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar
sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta
gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í
samvinnu ríkja innan sambandsins mun
enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varð-
ar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu
fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga
samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir
þetta sem og fjöldinn allur af rannsókn-
um sem gerðar hafa verið. Við munum
einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er
af sambandinu hér á landi. Í dag er það
óvinnandi vegur vegna skipulags EES.
Þegar þingmaður líkir ESB við ríki
nasista og segir það byggja á hugmynda-
fræði Hitlers setur mann hljóðan.
Hugmyndafræði Hitlers?
Makríllinn stendur með Íslendingum.
Ósvífni ESB
Evrópumál
Baldur
Þórhallsson
prófessor í
stjórnmálafræði
við Háskóla
Íslands
Erfðabreytt matvæli
Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra
tilkynnti í gær að sett verði reglu-
gerð á næstunni þess efnis að allar
matvörur sem innihalda hráefni úr
erfðabreyttum lífverum og eru seldar
hér á landi verði merktar sérstaklega.
Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu
kemur fram að hér sé um mjög
mikilvægt neytendamál að ræða, sem
unnið verði að í góðu samráði við
Neytendasamtökin.
Neytendasjónarmið
Undanfarna daga hefur
frumvarp ráðherra um
breytingar á búvörulögum
sætt gagnrýni en Sam-
keppniseftirlitið, Neytendasamtökin
og Samtök verslunar og þjónustu
hafa öll ráðist að frumvarpinu með
þeim rökum að það komi í veg fyrir
samkeppni og komi neytendum illa.
Til þessara aðila var þó ekki leitað
þegar frumvarpið var samið og er
ekkert tillit tekið til þessara sjónarmiða
í frumvarpinu sjálfu. Það er því ljóst að
neytendasjónarmið eiga bara upp á
pallborðið á ákveðnum
sviðum en ekki öðrum.
Kvótakerfið fest
í sessi
Með frumvarpi
landbúnaðarráðherra
er verið að festa enn
frekar í sessi greiðslumarkskerfið sem
mjólkurframleiðsla á Íslandi byggir
á. Báðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í landbúnaðarnefnd skrifuðu undir
nefndarálit þar sem lagt er til að frum-
varpið verði samþykkt. Það verður að
teljast forvitnilegt ef ályktun lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins 2009 er
skoðuð. Þar kemur til dæmis fram að
stefna eigi að því að leggja kvótakerfi í
landbúnaði niður í áföngum
og að landbúnaður á
Íslandi skuli stundaður
á grundvelli frelsis til
athafna. Erfitt er að sjá
hvernig stuðningur við frum-
varpið fellur að þessari ályktun.
magnusl@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871