Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 2
2 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR DÝRAHALD Íbúar á Vopnafirði eru margir hræddir við hundinn Brúnó, sem er af gerðinni franskur mastiff. Þetta kemur fram í fundargerð heil- brigðisnefndar Austurlands. Heilbrigðisnefndin hafði, í bréfi til eigendanna, hvatt til þess að hundur- inn yrði aflífaður eftir að hann glefs- aði í hinn 22 ára gamla Daða Peters- son. Eigendurnir voru jafnframt beðnir um að hafa múl á hundinum þegar hann væri utandyra á meðan þeir íhuguðu beiðni nefndarinnar. Nú er annað hljóð komið í strokk- inn. Heilbrigðiseftirlitið ætlar ekki að fylgja tilmælunum eftir og Brúnó er ekki með múl. Það þykir fórnar- lambinu slæmt. Rúnar Guðjón Einarsson, eigandi Brúnós, segir málið hafa verið blásið upp. Brúnó sé ljúf skepna sem eng- inn þurfi að óttast. „Ég fer alltaf með hundinn niður á bryggju þegar ég er í landi. Þetta var á sjómannadaginn þegar strák- ur sem var í koddaslag kemur haug- blautur, með handklæði vafið um sig, upp úr sjónum. Hann gengur í áttina að mér þar sem ég stóð með hundinn í taumi. Ég vara strákinn við, segi honum að hundurinn sé hræddur við hann, en hann hlustar ekki og það endar með því að hundurinn glefsar til hans,“ segir Rúnar. „Þá hringdi einhver í lögregluna.“ Rúnar segist vel skilja að fólk geti verið hrætt við Brúnó, hann sé stór hundur. „En það er ekki til blíðari skepna. Hann gerir engum mein. Við eigum tvo páfagauka og einn kött og þeim lyndir vel við Brúnó.“ Að sögn Helgu Hreinsdóttur, starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Austurlands, ætlar eftirlitið ekki að fylgja tilmælum um aflífun eftir, enda hafi aðeins verið um tilmæli að ræða. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og benti á Þorstein Steinsson, sveitarstjóra á Vopna- firði. Þorsteinn var nýkominn úr fríi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann sagðist ætla að fara yfir málið með eigendunum fari þeir ekki að tilmælunum. „Við leyf- um hundahald með ákveðnum skil- yrðum og við lítum það alvarlegum augum séu þau ekki virt,“ segir Þor- steinn. Frásögn Daða af atvikinu er í flestu samhljóða frásögn Rúnars. Daði segist hafa orðið skíthræddur við hundinn eftir atvikið. „Hann er álíka stór og hestur,“ segir Daði sem hlaut þó ekki skaða af glefsinu. Hann hafði ekki heyrt af því að heilbrigðisnefndin ætlaði ekki að fylgja tilmælunum eftir. „Mér finnst það slæmt,“ segir Daði sem óttast að Brúnó geti valdið öðrum skaða. kristjan@frettabladid.is Brúnó vekur hræðslu meðal Vopnfirðinga Hundur glefsaði í mann á Vopnafirði. Heilbrigðisnefnd Austurlands vildi láta aflífa dýrið en snerist hugur. Fórnarlambinu er brugðið og óttast að hundurinn eigi eftir að valda öðrum skaða. Ekki til blíðari skepna, segir eigandinn. ATVINNULÍF Verulega hefur hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega á þessu ári, segir á vef Samtaka atvinnulífsins (SA). „Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.842 hinn 1. júlí síðastlið- inn en hann var 15.677 í ársbyrj- un þannig að fjölgunin á árinu nemur 165 einstaklingum á fyrri hluta ársins. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum þar sem örorkulífeyrisþegum fjölgaði um 500 til 1.300 árlega á árabilinu 2004-2009,“ segir á vefnum. Þar segir jafnframt að í ljósi mikils langtímaatvinnuleysis hefði mátt búast við aukningu í nýgengi örorku, en þess sjái ekki enn stað. „Ef til vill má rekja þessa þróun til forvarnarstarfs Starfsendurhæfingarsjóðs.“ - óká Minni áhrif af atvinnuleysi: Hægari fjölgun í hópi öryrkja UMHVERFISMÁL Heildarmagn úrgangs hér á landi hefur síð- ustu ár aukist umfram íbúa- fjölgun, að því er fram kemur í drögum Umhverfisstofnunar að landsáætlun um úrgang til árs- ins 2020. „Árið 1995 var magn úrgangs rúm 1.500 kílógrömm á íbúa á ári en var komið í tæp 1.800 kíló á íbúa árið 2007. Hrein aukning á magni úrgangs á þessum 13 árum, þar sem magnaukning vegna fólksfjölgunar kemur til frádráttar, var því um fimmt- ungur,“ segir í drögunum. Nýjustu gögn eru hins vegar sögð benda til að heildarmagn úrgangs hafi dregist verulega saman frá síðustu mánuðum ársins 2008 og endurspegli það breytt efnahagsástand og neyslumunstur. - óká Dregið hefur aftur úr rusli: Úrgangur hefur aukist umfram íbúafjölgun RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, klifr- aði í gær upp í flugstjórnarklefa í flugvél sem notuð er í baráttunni við eldana miklu þar í landi og tók virkan þátt í slökkvistarfinu sem aðstoðarflugstjóri vélarinnar. Pútín hefur verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum þar sem hann tekur þátt í baráttunni við eldana, sem kostað hafa tugi manns lífið undanfarnar tvær vikur og eyðilagt heimili þúsunda manna. Tjónið er metið á hundruð milljóna króna. - gb Enn brennur í Rússlandi: Pútín kemur til bjargar Rússum PÚTÍN Í FLUGSTJÓRNARKLEFANUM For- sætisráðherrann í eldlínu átakanna. NORDICPHOTOS/AFP Blíðir og viðkvæmir Franskir Masstiff hundar eru á vefnum hvuttar.net sagðir af frönskum ættum, blíðir og viðkvæmir sem myndi sterk bönd við eigenda sinn og séu yfirleitt mjög góðir með börnum. „Franski Masstiff er [...] almennt ekki árásargjarn [...] Hann geltir lítið sem ekkert. „Áslaug, ætlarðu að hjóla í þjófana?“ Já, ég ætla að grilla þá. Áslaug Snorradóttir, kokkur og sjónvarps- kona í þættinum Fagur fiskur í sjó, sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu varð fyrir því leiðinlega óláni í síðasta mánuði að uppáhaldshjóli hennar var stolið. Reið- hjóli sonar hennar var stolið á sama tíma. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra, segist ósammála Samkeppniseftirlit- inu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráð- herra sé skaðlegt samkeppni. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, tekur undir gagnrýni Samkeppniseftirlitsins á frumvarpið. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkis- stuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjár- munir nýtist með skilvirkum hætti,“ segir Steingrímur. Gylfi Magnússon var stjórnarformaður Sam- keppniseftirlitsins í fimm ár. Hann segir sínar skoðanir í þessum málum ekki fjarri því sem Samkeppniseftirlitið hefur haldið fram en það gerði alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Ýmsir Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir óánægju með frumvarpið en báðir fulltrúar flokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd studdu nefndarálit þess efnis að samþykkja bæri frum- varpið. Annar fulltrúinn, Einar K. Guðfinnssson segir frumvarpið ekki fela í sér neinar grund- vallarbreytingar á landbúnaðarkerfinu, heldur úrræði til að fylgja eftir gildandi lögum. Ólína Þorvarðardóttir, sem var sá eini af þremur full- trúum Samfylkingarinnar í nefndinni sem skrif- aði undir álitið, segir að efasemdir séu uppi um frumvarpið innan þingflokks Samfylkingar- innar. Hún segir þó að engin eðlisbreyting fylgi þessu frumvarpi frá gildandi lögum og að inni í frumvarpinu séu ýmis atriði til bóta, það þurfi þó að skoða nánar. - mþl Kurr innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar vegna frumvarps til búvörulaga: Deilt um ágæti mjólkurfrumvarps MJÓLK ER GÓÐ Frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörulög hefur sætt gagnrýni út frá samkeppnis- og neytendasjónarmiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Neytendasamtökin birtu í gær umsögn þar sem þing- menn eru hvattir til þess að fella nýtt frumvarp til búvörulaga og það sagt vinna gegn hagsmunum bænda og neytenda. Samtök verslunar og þjónustu höfðu áður tjáð sig um frumvarpið en í áliti þeirra sagði að með frum- varpinu væri verið að innleiða algjöra einokun við vinnslu og markaðssetningu á mjólkurafurð- um á Íslandi. - mþl Gagnrýna mjólkurfrumvarp: Mjólkurfrum- varpið gagnrýnt BRÚNÓ Rúnar Guðjón segir að Brúnó sé ljúfur. Maðurinn sem Brúnó glefsaði í óttast að hundurinn, sem hann segir vera á stærð við hest, eigi eftir að valda öðrum skaða. MYND/ÚR EINKASAFNI STJÓRNSÝSLA Aðallögfræðingur seðlabankans, Sigríður Logadótt- ir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskipta- ráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneyt- isins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. Hins vegar hafi lögfræðiálit Lex um þetta ekki átt að fara víðar en til lögfræðings viðskiptaráðu- neytisins, enda tíðkist ekki að utanaðkomandi álit sé notað af öðrum en þeim sem pantar það. Bæði í minnisblaðinu og lögfræði- álitinu er reifað að bann sé við því að verðtryggja skuldbinding- ar í íslenskum krónum á grund- velli gengis erlendra gjaldmiðla. Þetta kom einnig fram í tölvu- póstinum, að sögn Sigríðar. Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra sagði um lögfræðiálit- ið á RÚV í gær að það væri „mjög óvenjulegt fyrirkomulag“ að Seðla- bankinn hafi ákveðið „að upplýsa ekki ráðherra um þetta og afhenda lögfræðingi í viðskiptaráðuneyt- inu þetta með þessum formerkj- um“. Sjálfur hafi hann ekki heyrt af því fyrr en síðsum- ars eða um haustið. Arnór Sighvatsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, segir að hann og aðallögfræðingur hafi verið sammála um það á sínum tíma að senda álitið til viðskipta- ráðuneytisins: „Það var aldrei ákveðið að upplýsa ekki. Það var ákveðið að upplýsa með þessum hætti.“ Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði í gær óeðlilegt að upplýsingarnar hefðu ekki verið kynntar henni. Hún hefur óskað eftir skýring- um bankans vegna þessa. Seðlabankastjóri, Már Guð- mundsson, segir að hann hafi ekki verið í bankanum á þessum tíma en muni kanna málið nánar og svara forsætis- ráðherra. - kóþ Aðstoðarbankastjóri vildi að upplýsingar um gengislán færu til ráðuneytisins: Engin leynd yfir tölvupósti ARNÓR SIGHVATSSONGYLFI MAGNÚSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.