Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 4
4 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Maður hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtæki meindýraeyðis 38 þúsund krón- ur fyrir að eyða veggjalús á heimili hins fyrrnefnda. Meindýraeyðirinn kom á heimilið að beiðni móður manns- ins. Þar hitti hann, auk hennar, konu mannsins sem er frá Asíu og skildi ekki vel íslensku. Rúm eða dýnur voru borin út og föt sem átti að frysta sett í poka. Ekki hafði verið tekið úr fata- skápum og kvað meindýraeyð- irinn sér hafa verið sagt að hús- ráðandi myndi hringja og þá gæti hann klárað verkið. Sá síð- arnefndi tjáði honum síðar í sím- tali að hann hefði verið ósáttur við vinnu hans og myndi ekki borga. - jss Meindýraeyðir fær sitt: Skal borga fyrir veggjalúsina AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 30.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,3184 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,31 120,89 187,13 188,03 152,88 153,74 20,527 20,647 19,202 19,316 16,288 16,384 1,42 1,4284 181,68 182,76 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Í HÆTTU STÖDD Yfir 20 milljón manns eru nú heimilislaus vegna flóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ / AP HJÁLPARSTARF Yfir eitt hundrað þúsund barnshafandi konur eru í bráðri hættu á flóðasvæðunum í Pakistan, að sögn samtakanna Barnaheilla. Margar kvennanna munu þurfa að fæða börn sín í bráðabirgðaskýlum, án aðgangs að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og oftar en ekki umkringdar af menguðu flóðvatni, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Barnaheill hafa dreift matvæl- um, tjöldum, hreinlætisbúnaði og fleiru á hamfarasvæðunum og hafa starfsmenn samtakanna aðstoðað bágstaddar konur og börn þeirra. Hægt er að leggja því hjálparstarfi lið í síma 904 1900 eða 904 2900. - sh Hræðilegt ástand í Pakistan: 100.000 óléttar konur í hættu SAMGÖNGUR Helgin 16.–18. júlí var mesta umferðarhelgin í sumar. Um þrjú prósent meiri umferð var þá helgi en um verslunar- mannahelgina. Óhætt er að lýsa því yfir að hinni eiginlegu sum- arhelgarumferð er lokið, segir á heimasíðu Vegagerðarinn- ar. Helgarumferðin er nú komin undir það sem hún var í upphafi júní. Athygli vekur hversu jafnar og stórar síðasta helgin í júní og tvær næstu helgar þar á eftir eru. Eru þessar helgar mjög svipaðar verslunarmannahelginni. - shá Ferðasumarið 2010: Umferðin mest um miðjan júlí UTANRÍKISMÁL Stefán Skjaldar- son, sendiherra í Vín, afhenti fyrir helgi forseta Makedóníu, Gjorge Ivanov, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Makedóníu með aðsetur í Vín. Athöfnin fór fram í forseta- höllinni í höfuðborginni Skopje og í samtölum Stefáns við for- setann og utanríkisráðherrann kom fram að samskipti landanna tveggja væru afar vinsamleg, þótt ekki væru þau mikil, að því er segir í frétt á vef utanríkis- ráðuneytisins. Þó hafi komið fram áhugi af hálfu beggja aðila til að auka og styrkja þessi samskipti frek- ar, ekki síst á sviði viðskipta og jarðhitanýtingar. - sh Stefán Skjaldarson sendiherra: Afhenti trúnað- arbréf í Skopje EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs mun hækka um nærri eitt prósent í október, samkvæmt bráðabirgða- spá greiningardeildar Íslandsbanka. Ástæða hækkunarinnar er að lang- stærstum hluta hækkun Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrá sinni og eru bein áhrif hennar metin um 0,39 pró- sent. Hækkunin mun hægja á hjöðn- un verðbólgunnar næstu mánuði en ekki koma í veg fyrir hana. Má enn reikna með því að verðbólgan nái verðbólgumarkmiði Seðlabankans snemma á næsta ári, segir í Morg- unkorni greiningardeildarinnar frá því í gær. Fyrir þau heimili sem kaupa veitu- þjónustu OR nemur hækkunin 0,7 prósentum af heimilisútgjöldum. Auk beinu áhrifanna má gera ráð fyrir talsverðum óbeinum áhrifum sem koma munu fram í vísitölunni á næstunni. Í Morgunkorni bankans segir að aðrir orkusalar séu „marg- ir hverjir líklegir til að grípa gæs- ina og hækka orkuverð til notenda utan sölusvæðis OR“. Eins segir að ekki megi líta fram hjá því að raf- orka er allstór kostnaðarliður hjá mörgum þeim fyrirtækjum sem framleiða innlendar neysluvörur og selja almenningi þjónustu. Veruleg- ur hluti þeirra fyrirtækja „á vart aðra kosti en að ýta hluta þessarar kostnaðarhækkunar út í verðlagið“. - shá Íslandsbanki metur bein og óbein áhrif gjaldskrárhækkunar OR um eitt prósent: Hægir á hjöðnun verðbólgu ORKUVEITUHÚSIÐ Bein áhrif hækkunar OR er metin 0,39 prósent en um eitt prósent í heild. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 26° 18° 18° 19° 18° 18° 18° 25° 20° 27° 35° 33° 18° 21° 20° 18°Á MORGUN 10-15 m/s SV-til, annars hægari vindur. FIMMTUDAGUR Strekkingur V-til en annars 3-8 m/s. 14 9 13 12 13 14 12 14 11 10 13 78 4 4 3 3 4 4 3 10 5 15 14 16 16 10 15 15 18 16 11 HITABYLGJA! Sept- ember heilsar með hlýindum. Næstu daga má búast við allt að tuttugu stiga hita um norðan- vert landið. Áfram verða SA-áttir með lítils háttar vætu sunnan og vestan- til en björtu veðri norðan- og austan- lands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DANMÖRK Fjöldi starfsmanna á danska ríkisútvarpinu, DR, hefur ákveðið að leggja niður störf. Ástæðan er óánægja með að sam- starfsmönnum þeirra var sagt upp vegna niðurskurðar. Alls missa 104 vinnuna í hagræðingaraðgerð- um stofnunarinnar, sem tilkynntar voru í gær. Af þeim var 67 manns sagt upp en starfslokasamningur var gerður við 37. DR er gert að spara 70-80 millj- ónir danskra króna í ár. Það jafn- gildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. - jhh DR gert að hagræða: Fara í verkfall vegna uppsagna FRÉTTAVIÐTAL Hjörleifur B. Kvaran, fyrrverandi for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur „Þessar tillögur sem nú á að grípa til þýða að það þarf væntanlega að segja upp tugum eða hundruðum starfsmanna Orkuveitunnar. Boðuð er tveggja milljarða króna hag- ræðing á ári á sama tíma og lítið svigrúm er til að spara í öðrum rekstrarkostnaði en launum,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Meðalkostnaður við hvern starfs- mann Orkuveitunnar er sex og hálf milljón króna á ári þegar allt er talið. Hundrað starfsmenn kosta fyrirtækið því 650 milljónir á ári. „Á sama tíma er búið að taka gríð- arlega til í fyrirtækinu, eða allt frá hruni. Það er nánast búið að snúa öllu við og verið gengið mjög langt. Það er í raun ekkert eftir nema launin,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir að Orkuveitan eigi ekki mikið af eignum en hluti af hagræðingartillögum nú er eignasala. „Það er helst hluturinn í HS veitum sem hefur ekki verið að skila miklum arði. Sá hlutur er metinn á einn og hálfan milljarð. Mér sýnist af fréttum af Reykja- nesinu að það sé ekki líklegt til árangurs að bjóða þeim hlutinn til kaups.“ Hjörleifur segir að stefna Orku- veitunnar gangi þvert á það sem hann lagði til. „Mér var falið að gera tillögur um að bæta rekst- urinn. Þær féllu nýjum stjórnar- formanni ekki í geð. Ég lagði til hóflegar gjaldskrárhækkanir og að þeim yrði dreift á þrjú ár. Þessar tillögur voru ekki þókn- anlegar starf- andi stjórnar- formanni sem vildi taka þetta í einu stökki og ganga hart fram í uppsögnum. Það sagði hann í samtölum við mig. Þess vegna starfa ég ekki fyrir Orkuveituna lengur.“ Hjörleifur segir að það hafi verið sitt mat og framkvæmdastjóra innan OR að þriggja ára áætlunin dygði til að sýna lánardrottnum að verið væri að taka til í rekstrinum. Það væri hægt með því að taka tillit til fyrirtækisins en ekki síður við- skiptavina þess. Aðallega er horft á tvo gjalddaga; á næsta ári og árið 2013. „Ég tel að við höfum haft alla burði til að endursemja um þau lán út frá þeim hagræðingaráformum sem við höfðum og hvernig við ætl- uðum að auka tekjur.“ Hjörleifur segir að ekkert hafi verið horft til gengis krónunnar við mótun hagræðingarhugmynd- anna. Ekki hafi verið talið ráðlegt að treysta á styrkingu krónunn- ar. Hins vegar myndi það skipta sköpum fyrir fyrirtækið ef krón- an myndi styrkjast umtalsvert. Aðgerðirnar nú gangi hins vegar þvert á hagsmuni fyrirtækisins í því ljósi. svavar@frettabladid.is Uppsagnir eru eina leiðin til að hagræða Fjöldauppsagnir eru fyrirsjáanlegar hjá Orkuveitunni, að mati fyrrverandi for- stjóra fyrirtækisins. Laun eru eini hagræðingarkosturinn. Hundrað starfsmenn kosta 650 milljónir en boðaður er niðurskurður upp á tvo milljarða. HJÖRLEIFUR B. KVARAN ORKUVEITUHÚSIÐ Hjörleifur segir að frá hruni hafi verið gengið mjög hart fram í niðurskurði. Ekkert sé í raun eftir nema launakostnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.