Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 18
 31. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fyrsti leiklistarskóli Vestfjarða hefur starfsemi sína á Ísafirði í september. „Hugmyndin um að koma upp leiklistarskóla á Ísafirði kviknaði í vor. Það virkar oft að gera bara eitthvað nógu brjálað,“ segir Elfar Logi Hannesson, stofnandi Leik- listarskóla Kómedíuleikhússins, fyrsta leiklistarskóla Vestfjarða. Leiklistarskólinn er til húsa í Norðurtanga, gömlu frystihúsi á Ísafirði. „Sem er farið að lifna af list núna,“ segir Elfar og bætir við að námskeiðin séu hugsuð fyrir alla aldurshópa. „Við erum að taka fyrir grunninn og undirstöður leik- listarinnar. Það er spuni og fram- sögn, látbragðsleikur og persónu- sköpun. Við förum líka í trúðalist- ir og bara allra handa listir,“ segir Elfar brosandi. Sérnámskeið verða einnig hald- in við leiklistarskólann. „Við erum til dæmis með framsagnarnám- skeið sem eru tilvalin fyrir þá sem eru að koma fram, til dæmis kenn- ara. Þau eru samt hugsuð fyrir alla,“ útskýrir Elfar sem segir að fólk alls staðar af landinu geti sótt námskeiðin. „Það er náttúrlega allt opið í því. Það er alveg tilvalið fyrir fólk að skella sér bara í helg- arferð vestur því þessi námskeið eru einmitt haldin um helgar. Það er ekkert langt að skreppa á Ísa- fjörð.“ En er nógu mikill áhugi á leik- list á Ísafirði til að stofna heilan leiklistarskóla þar? „Já, ég hef trú á því. Ísafjörður er mikill menn- ingarbær. Það er til dæmis afskap- lega öflugt áhugaleikhús þarna sem heitir Litli leikhópurinn en ég er einmitt að fara að leikstýra þeim núna. Tónlistin stendur líka mjög traustum fótum,“ upplýsir Elfar áhugasamur. „Við stökkvum bara í djúpu laugina og vonumst til að þetta verði kómískt og skemmti- legt og eigi eftir að ganga vel.“ Námskeiðin hefjast 20. sept- ember. „Við verðum með opið hús í listakaupstað 11. september og þá hefjast skráningar. Fólk getur líka kynnt sér aðstöðuna sem við erum að koma upp. Fólk er þegar búið að hafa samband og vill skrá sig og það er allt í lagi. Við byrjum bara að skrá.“ Nánari upplýsingar á www.komedia.is. martaf@frettabladid.is Frystihúsið lifnar af list Elfar Logi Hannesson segir að farið verði í trúðalistir. „Og bara allra handa listir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýlega var dönskum framburði bætt við dönsku orðabókina á vef- síðunni ordabok.is. „Þetta var að- allega gert til þess að auðvelda nemendum í dönsku að átta sig á framburði,“ segir Matthías Magn- ússon, maðurinn á bak við orda- bok.is. Danskri orðabók var bætt við ordabok.is á síðasta ári og fljót- lega fóru Matthíasi að berast fyrir- spurnir um að setja inn framburð tungumálsins. „Ég man nú bara þegar ég var sjálfur í dönsku, ég vissi ekki hvernig ég ætti að bera orðin fram,“ segir Matthías og bætir við að hann hafi oft orðið þess var að framburð- urinn hafi fælt fólk frá dönskunni. Hann segir að mörgum muni ef- laust koma á óvart hversu lítil fyrir- höfn er að ná tökum á framburðin- um með þessu hjálpartæki á orda- bok.is. „Fólk getur jafnvel fengið áhuga á að reyna sjálft af því þetta er ekki svo erfitt.“ Matthías telur að auðveldara sé að eiga við dönskuna heldur en mörgum finnist. „Danskan er mjög lík íslenskunni fyrir utan fram- burðinn. Mér fannst kominn tími til að ráðast á þennan garð sem fram- burðurinn er,“ segir Matthías sem fékk til liðs við sig nokkra dönsku- kennara. Þeir lásu inn samtals þrjá- tíu þúsund orð í hljóðveri síðla árs 2009. Aðgangur að vefnum er í gegn- um áskriftir en allir grunn- og framhaldsskólar á landinu fá að- ganginn þó endurgjaldslausan. - mmf Auðveldar danskan framburð „Danskan er mjög lík íslenskunni fyrir utan framburðinn,“ segir Matthías Magnús- son. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 3 - 5 á r a u n g t f ó l k 6 - 12 á r a sími 551-1990 á skrifstofutíma mán-fim kl.13-17 og fös kl.13-16 BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ w w w . m y n d l i s t a s k o l i n n . i s K O R P Ú L F S S T A Ð I R 6 - 16 ára ALMENN NÁMSKEIÐ k e r a m i k m á l u n - v a t n s l i t u n l j ó s m y n d u n i n d e s i g n - p h o t o s h o p VETRARNÁMSKEIÐ INNRITUN stendur yfir www.myndlistaskolinn.is t e i k n i n g f o r m - r ý m i þriðjud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Korpúlfsst. Brynhildur Þorgeirsd. miðvikud. 15.00-17.15 10-12 ára Korpúlfsst. Brynhildur Þorgeirsd. fimmtud. 16.00-19.00 13-16 ára Korpúlfsst Teikning - Málun - Skúlptúr Kristín Reynisdóttir föstud. 16.00-19.00 13-16 ára Teikning - Málun Þorbjörg Þorvaldsd.og J.B.K.Ransú föstud. 16.00-19.00 13-16 ára Leirmótun Guðný Magnúsdóttir laugard. 10.00-13.00 13-16 ára Myndasögur Myndskreyt.-Bókagerð Þórey M. Ómarsdóttir mánud. 09.00-11.45 Teikning 1 morgunt. Eygló Harðardóttir mánud. 17:30-21:30 Teikning 1 Eygló Harðardóttir miðvikud. 17:30-21:30 Teikning 1 Kristín Reynisdóttir fimmtud. 09.00-11.45 Teikning 2 morgunt. Katrín Briem þriðjud. 17:30-21:30 Teikning 2 Þóra Sigurðardóttir mánud. 17:45-21:30 Módelteikning Þorbjörg Þorvaldsdóttir miðvikud. 18:00-22:00 Grundvallaratriði í keramiki - KEV173 Guðný Magnúsdóttir og Guðbjörg Káradóttir þriðjud. 17.30-20.25 Leirmótun og rennsla Guðný Magnúsdóttir mánud. 17.30-20.15 Leirkerarennsla Guðbjörg Káradóttir mán. og lau. tími breytilegur Ljósmyndun stafræn Vigfús Birgisson lau. og þri. tími breytilegur Ljósmyndun svart / hvít Erla Stefánsdóttir og Vigfús Birgisson má-þr-mi-fi-la tími breytilegur InDesign-Photoshop Magnús Valur Pálsson 2010 - 2011 laugard. 10:15-12:00 3 - 5 ára Sigríður Helga Hauksdóttir laugard. 12:30-14:15 3 - 5 ára Sigríður Helga Hauksdóttir þriðjud. 15.15-17.00 3 - 5 ára Elsa Dórótea Gísladóttir fullbókað fullbókað fullbókað fimmtud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Kolbeinn H. Höskuldsson fimmtud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Björk Guðnadóttir laugard. 10:15-12:00 6 - 9 ára Ástríður Magnúsd.Hildur Steinþórs. mánud. 15:15-17:00 6 - 9 ára Ína Salóme Hallgrímsdóttir miðvikud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Björk Guðnadóttir þriðjud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Ína Salóme Hallgrímsdóttir fimmtud. 15.00-17.15 8 - 11 ára Rennsla og mótun Guðbjörg Kárad. mánud. 15.15-17.00 8 - 11 ára Arkitektúr Ástríður Magnúsdóttir fimmtud. 15.00-17.15 10-12 ára Teikning - Málun Katrín Briem laugard. 10.00-12.15 10-12 ára Leir og Skúlptúr Guðbjörg Kárad./Anna Hallin mánud. 15.00-17.15 10-12 ára Myndasögur og hreyfimyndir Kolbeinn H.Höskuldsson miðvikud. 15.00-17.15 10-12 ára Handverk - Hönnun - Myndlist Þorbjörg Þorvaldsdóttir miðvikud. 15.00-17.15 10-12 ára Hreyfimyndagerð Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir fullbókað fullbókað miðvikud. 17:30-20:40 Gróðurhús hugmyndanna. Hildigunnur Birgisdóttir, Hildur Steinþórsdóttir og Eygló Harðardóttir NÝTT : þriðud. 17:30-21:40 Litaskynjun Eygló Harðardóttir föstud. 15:00-17:30 Tilraunastofa í myndlist fyrir hreyfihamlaða Margrét H.Blöndal föstud. 13.15-16.00 Frjáls málun Sigtryggur B.Baldvinsson föstud. 09.00-11.45 Málun 1 morgunt. Þorri Hringsson þriðjud. 17.30-20.15 Málun 1 Þorri Hringsson fimmtud. 17.30-20.15 Málun 2 Sigtryggur B. Baldvinsson föstud. 08.45-11.30 Málun 2 morgunt. Sigtryggur B. Baldvinsson miðvikud. 17:30-20:15 Málun 3 Einar Garibaldi Eiríksson miðvikud. 09.00-11.45 Málun 3 morgunt. Einar Garibaldi Eiríksson fimmtud. 17.30-20.15 Málun 4 / Mynd af mynd - frjáls úrvinnsla Einar Garibaldi Eiríksson laugard. 10.00-12.45 Málun 4 Módel- og Portrettmálun. Birgir Snæbj.Birgisson og Karl Jóh. Jónsson miðvikud. 09.00-11.45 Vatnslitun -Teikn.morgunt. Hlíf Ásgrímsdóttir miðvikud. 17.30-20.15 Vatnslitun byrjendur Hlíf Ásgrímsdóttir þriðjud. 17.30-20.15 Vatnslitun framhald Hlíf Ásgrímsdóttir NÝTT : NÝTT : fullbókað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.