Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 16
Ný jóganámskeið sem eru annars
vegar ætluð konum á meðgöngu og
hins vegar nýbökuðum mæðrum
hefjast í Baðhúsinu í næstu viku.
Námskeiðin nefnast MammaShanti
og er höfuðáhersla lögð á slökun og
heilbrigðan lífsstíl.
„Shanti þýðir friður á sanskrít og
því gæti lausleg þýðing á nafni nám-
skeiðanna verið hin friðsæla móðir.
Markmið þeirra er að styrkja móð-
urina andlega og líkamlega og skapa
þannig jafnvægi og vellíðan,“ segir
jógakennarinn Eva Rún Þorgeirs-
dóttir. Hún hefur stundað jóga í tíu
ár og fékk hugmyndina að námskeið-
unum um það leyti sem hún var að
klára jógakennaranámið í fyrra. „Þá
átti ég von á seinna barninu mínu
og fann hvað það hjálpaði mér mikið
bæði á meðgöngu og í fæðingunni að
stunda hugleiðslu og jóga.
Eva Rún segir jóga henta óléttum
konum og nýbökuðum mæðrum
sérstaklega vel enda byggir það á
hægum og mjúkum hreyfingum
auk þess sem það hefur jákvæð
áhrif á andlega líðan. Þá segir hún
námskeiðin upplögð til að tengjast
bæði ófæddu og nýfæddu barni. „Á
námskeiðunum gerum við styrkt-
aræfingar fyrir bak og grindar-
botn og svo bætist kviðurinn við
eftir fæðingu. Við gerum teygjur
og í mömmuhópnum eru börnin
með. Mikil áhersla er á slökun enda
er það ekki einungis hreyfing sem
gerir líkamanum gott heldur hefur
reglubundin slökun afar uppbyggi-
leg áhrif,“ segir Eva Rún. „Öndunar-
æfingar eru síðan mikilvægur þátt-
ur í meðgönguhópnum enda hjálpa
þær í fæðingunni og gefa barninu
aukið súrefni.“
Eva Rún leggur mesta áherslu
á heilbrigði og vellíðan. „Margar
konur upplifa þá kröfu frá umhverf-
inu að þurfa að komast í gömlu
gallabuxurnar strax eftir fæðingu.
Það er fullkomlega óþarft og óraun-
hæft. Ég legg áherslu á að konur
njóti meðgöngunnar og fyrstu mán-
aðanna með barninu. Alla hreyfingu
og mataræði ætti því að skoða út frá
því markmiði að auka eða viðhalda
góðri heilsu og vellíðan. Að komast
í gömlu gallabuxurnar er eingöngu
bónus,“ segir Eva Rún sem leggur
mikla áherslu á að konur tileinki sér
þetta viðhorf. Námskeiðin hefjast
6. september en nánari upplýsingar
er að finna á www.mammashanti.is
vera@frettabladid.is
Engar óraunhæfar kröfur
Hin friðsæla móðir er lausleg þýðing á nafni nýrra jóganámskeiða sem hefjast í Baðhúsinu í næstu viku.
Þar verður lögð áhersla á að konur njóti meðgöngunnar og fyrstu mánaðanna með barni sínu til fulls.
Eva Rún fór að þróa MammaShanti-námskeiðin um það leyti sem hún gekk með yngri
dóttur sína Tinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐ HÚÐ C- og E-vítamín og seleníum eru meðal
þeirra efna sem byggja upp kollagen og hjálpa húðinni við að halda
teygjanleika sínum og koma í veg fyrir hrukkumyndun.
8. september frá 17.30-20.00
nánari upplýsingar á www.annarosa.is
ANNA RÓSA GRASALÆKNIR
HELDUR FYRIRLESTUR UM
ÍSLENSKAR LÆKNINGAJURTIR
Hefur þú viljann, þá
hef ég uppskriftina …
vigtarradgjafarnir.is
865-8407
Sjá nánar á www.vigtarradgjafarnir.is
Íslensku
Vigtarráðgjafarnir
4. OG 5. SEPTEMBER 2010
Kl. 15:40 – 16:20
Edda Magnúsdóttir, matvælafræðingur.
Hvað er hráfæði og hvað getur það gert fyrir mig.
Kl.16:30 – 17:00
Gitte Lassen, skólastjóri Heilsumeistaraskólans.
Heimspeki náttúrulækninga. (fyrirlestur á ensku)
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER
Kl.10:00 – 10:05
Preben Jón Pétursson, fundarstjóri.
Kl.10:10 – 10:30
Þuríður S. Árnadóttir, sjúkraþjálfari og höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferðaraðili, CranióSacral félag Íslands.
Hefur höfuðbeina- og spjaldshryggsmeðferð áhrif á mígreni?
Kl.10:40 – 11:20
Kristbjörg Kristmundsdóttir, blómadropatherapisti.
Íslenskir Blómadropar, Jurtir og Jóga
Kl.11:30 – 11:50
Guðný Halla Gunnlaugsdóttir, lithimnufræðingur.
Ilmur móðurinnar á friðarleið.
Kl.13:40 – 14:20
Vilborg Halldórsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun
Lög og reglugerðir er gilda um heilsutengdar vörur og
auglýsingar á þeim hér á landi.
Kl. 14:30 -15:00
Þóra Jenný Gunnarsdóttir PhD, MS, lektor við Hjúkrunar-
fræðideild HÍ.
Afturbati - Healing crisis.
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER
Kl.09:00 – 09:10
Setning: Anne May Sæmundsdóttir, formaður BIG.
Kl.09:10 – 09:50
Sveinn Geir Einarsson, MD, PhD. yfirlæknir svæfingadeild St.
Jósefsspítali.
Eiga aðildarfélög BÍG samleið með öðrum heilbrigðisstéttum.
Kl.10:00 – 10:20
Stefanía Ólafsdóttir, formaður Félag höfuðbeina- og spjald-
hryggsjafnara.
Cranió og blómadropar.
Kl.10:50 – 11:30
Hallgrímur Magnússon, læknir.
Sýru og basa jafnvægi líkamans.
Kl. 11:40 – 12:00
Arnhildur S. Magnúsdóttir, Samband svæða og viðbragðs-
fræðinga á Íslandi.
Andlitsnudd.
Kl. 13:40 – 14:00
Ragnhildur Richter, NLP meðferðaraðili.
NLP – stutt kynning.
Kl. 14:10 – 14:30
Ágústa Andersen, hómópati og nálastungufræðingur, Organon
fagfélag hómópata.
Bara það besta fyrir börnin.
Kl. 14:40 – 15:00
Selma Júlíusdóttir, skólastjóri Lífsskólans, Aromatherpyskóla
Íslands
Inflúensuvírusar.
AFMÆLISDAGSKRÁ DAGS GRÆÐARA
Aðgangseyrir: Laugardagur kr.- 4.000, sunnudagur kr.- 3.500, báðir dagarnir kr.- 6.500