Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 20
 31. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur sitt fyrsta starfsár í haust. Honum er tekið fagnandi af íbúum á Tröllaskaga, sem áður þurftu að sjá á eftir börnum sínum eftir 10. bekk. „Ungt fólk á Tröllaskaga fór ýmist í fram- haldsskóla á Akureyri, Sauðárkróki eða til Reykjavíkur eftir 10. bekk; það er að segja þeir sem fóru. Því það er einfaldlega þannig að nemendur eru misjafnlega í stakk búnir að fara að heiman sextán ára gamlir. Sumum reynist það auðvelt og gengur vel, meðan aðrir þurfa stuðning að heiman. Það þekki ég vel frá kennaraárum mínum við Menntaskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólanum við Ár- múla, en segja má að nemendur sem kveðja þurfa heimahaga sína og fjölskyldu til að fara í framhaldsskóla skiptist í þrjá hópa: þá sem njóta sín, þá sem eru einmana, líður illa og flosna úr námi, og svo þá sem sleppa sér í djammi, búa ekki yfir nægum sjálfsaga til að hafa stjórn á sér annars staðar og missa fót- anna,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari í Menntaskólanum á Tröllaskaga, sem hefur starfsemi sína í glæsilegum húsakynnum mitt í fögrum fjallasal Ólafsfjarðar. „Það hefur lengi staðið til að stofna mennta- skóla á Tröllaskaganum og verið áhugamál heimamanna lengi, en með tilkomu Héðins- fjarðarganga stækkar upptökusvæðið því nemendur frá Siglufirði komast í skólann líka. Við áætluðum að vera með 45 nemend- ur á þessu fyrsta starfsári en erum nú komin með 73 nemendur. Flestir koma beint úr 10. bekk, meðan aðrir hafa aldrei farið í fram- haldsskóla, og margir koma til að ljúka námi til stúdentsprófs hér heima,“ segir Lára og staðfestir að ekki ríki aðeins hamingja meðal framhaldsskólanema um hinn nýja mennta- skóla heldur séu heimamenn himinglaðir yfir að hafa unga fólkið lengur heima. „Áður var ástandið þannig að unga fólkið yfirgaf samfélagið eftir 10. bekk og bæirn- ir voru tómir yfir vetrartímann. Því heyrir maður marga tala um hve gaman er að sjá unga fólk- ið úti á fótbolta- velli eða labba um bæinn, því áður hvarf þetta aldursskeið úr bænum,“ segir Lára. Hú n s e g i r varða við mann- réttindi ungl- inga að geta lokið framhaldsskóla- námi nærri sínum nánustu, ekki síst þar sem framhaldsskólamenntun sé nauðsyn- legur lykill til framtíðar nú til dags. „Menntaskólinn starfar samkvæmt nýju námsskránni frá 2008, en í henni felst meiri fjölbreytni og svigrúm. Allar brautir eru til stúdentsprófs en við bjóðum líka þriggja anna nám til framhaldsskólaprófs. Það er góður grunnur út á aðrar brautir en líka útgönguleið fyrir þá sem ætla sér ekki í háskóla en vilja njóta lífsins með prófgráðu og meiri þekkingu í veganesti.“ Námsbrautir í Menntaskólanum á Trölla- skaga eru: Ferðir og útivist, fisktækni, fé- lags- og hugvísindi, listir og náttúruvísindi. Á ferða- og útivistarbraut geta nemendur sér- hæft sig í málum tengdum ferðamennsku eða útivist og íþróttum. Á listabraut geta nem- endur valið fagurlistir, listljósmyndun eða tónlist, og í tengslum við fisktæknibraut er sótt menntun og verkþekking úr heimabyggð, sem tengist öflugri og tæknilegri fiskvinnslu, meðal annars á Dalvík. „Allir nemendur skólans þurfa einnig að ljúka skylduáfanga í listum, þar sem þeir kynnast listasögu, tónlist og ljósmyndun, en það er einlæg skoðun mín að grunnmennt- un í listum sé veikburða í íslenska mennta- kerfinu og því eigi menn erfitt með að njóta lista,“ segir Lára sem prófaði að gamni að sjá til hversu langur tími myndi líða þar til nem- endur sæktu fast að öflugu félagslífi innan skólans. „Það liðu ekki nema tveir dagar þar til þau komu áköf til að ræða þátttöku í söngva- og spurningakeppnum framhaldsskólanna. Þetta er því opinn og skapandi skóli, krakkarnir er ánægðir og brosmildir í skólanum og öllum létt að geta farið heim að loknum skóladegi. Það er svo bónus fyrir samfélagið að unga fólkið kemur nú með hugmyndir varðandi um- hverfi sitt, því nú eru þau ekki lengur að fara, og þau sjá meiri framtíð og nýsköpunarmögu- leika heima.“ - þlg Mikill léttir að fá börnin heim ● BREYTTAR ÁHERSLUR Í LÝSINGARFRÆÐI „Við erum í fyrsta skipti að fara eftir tillögum al- þjóðlegra samtaka lýsingarhönnuða, PLDA, í lýsingarfræðinni,“ segir Anna Vilborg Einarsdóttir, skólastjóri End- urmenntunarskóla Tækniskól- ans. Lýsingarfræðin er kennd í dreifnámi og með staðbundn- um lotum. Nám í lýsingarfræði hent- ar meðal annars starfsfólki úr ýmsum iðngreinum, iðnmeistur- um, tækniteiknurum og sjóntækja- fræðingum en einnig starfsfólki í list- og hönnunargreinum. Umsækj- endur þurfa að hafa lokið starfsnámi eða stúdentsprófi. Er mikill áhugi á náminu? „Ég var lengi vondauf en það eru fjórtán búnir að skrá sig núna. Sem þykir nú bara gott,“ segir Anna. Innritun stendur enn yfir í Tækniskólanum og enn eru pláss laus. Skólasetning verður á fimmtudag. - mmf Lára Stefánsdóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Tröllaskaga. MYND/GÍSLI KRISTINSSON Kátar stelpur í glæsilegu anddyri Menntaskólans á Tröllaskaga. MYND/GÍSLI KRISTINSSON Nánari upplýsingar má finna á www.salfraedingur.is bjorgvin@salfraedingur.is Sími: 571 2681 Slappaðu af! Árvekni gegn streitu - Mindfulness-Based Stress Reduction - Sex vikna námskeið í árvekni - sérsniðið gegn streitu Um námskeiðið sér Björgvin Ingimarsson sálfræðingur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 51 17 0 08 /1 0 Skór Fatnaður Töskur Mikið úrval

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.