Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 21
skólar og námskeið ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2010 5 Friðrik Tryggvason ljósmyndari heldur á næstunni út til Kan- ada til að nema afbrotafræði. „Ég er blaðaljósmyndari og hef unnið bæði sjálfstætt og líka fyrir Blaðið og Morgunblaðið. Undanfar- ið hefur umhverfið fyrir ljósmynd- ara ekki verið beysið og því ákvað ég að finna mér eitthvað nýtt að gera,“ segir Friðrik Tryggvason sem hyggur á næstunni á nám í af- brotafræði í Vancouver í Kanada. „Ég vil hafa smá aksjón í gangi og fannst þetta vera eitthvað fyrir mig.“ Hann segist sjálfur ekki tengj- ast afbrotaheiminum að neinu leyti nema því að hafa myndað lög- reglu að störfum í vinnunni sinni. „Reyndar var afi lögregluþjónn og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ segir Friðrik glettinn. En hvað lærir maður í afbrota- fræði? „Þetta er mikil aðferða- fræði, lögfræði, sálfræði, félags- fræði og ýmis sagnfræði í kringum afbrot,“ svarar hann. Afbrotafræð- in er minnst tveggja ára nám en að sögn Friðriks er að því loknu hægt að sérhæfa sig enn frekar á svið- inu. „Maður getur til dæmis valið að vinna í lögreglunni, vinna með afbrotamönnum eða unglingum,“ segir hann og hlakkar til að takast á við þetta spennandi nám. „Ég legg annaðhvort af stað eftir nokkra daga eða ekki fyrr en í jan- úar, það fer eftir því hvenær ég fæ vegabréfsáritun fyrir námsmenn,“ segir Friðrik glaðlega en hann stefnir á að halda út með konu sína, ungan son og hundinn. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvað taki við eftir árin tvö. „Ég ætla að sjá hvað setur en ég tel að þetta geti verið skynsamlegt nám enda ólíklegt að sérstakur skortur verði á afbrota- mönnum í framtíðinni.“ - sg Fræðist um af- brot í Kanada ● TÁLGUN OG ÚT- SKURÐUR Tréútskurður, myndristutækni og gerð tré- skúlptúra og fígúra er á meðal þess sem kennt er á nám- skeiðum í tálgun og útskurði á vegum Handverkshússins. Námskeiðin eru ætluð byrjend- um og lengra komnum og eru öll í umsjón leiðbeinenda sem búa yfir yfirgripsmikilli þekk- ingu á sínu sviði. Námskeiðin eru haldin á annarri hæð í hús- næði Handverkshússins við Bol- holt 4 í Reykjavík og í Kaupangi á Akureyri. Nánari upplýsing- ar á vefsíðu Handverkshússins www.handverkshusid.is. Þar sem lítið var að gera fyrir blaðaljósmyndara hér á landi, ákvað Friðrik að venda kvæði sínu í kross og fara í spennandi nám í útlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Grensásvegur 16 - s ím i 553 7300 - Opið mán- fös k l . 14–19. Laugd. k l . 12–17 SOHO / MARKET Á FACEBOOK ÚTSALA 50–70% AFSLÁTTUR 9.990 kr. kr. áður NÚ 7.450 kr. kr. áður NÚ 6.950 kr. kr. áður NÚ 7.990 kr. kr. áður NÚ 5.250 kr. kr. áður NÚ 5.950 kr. kr. áður NÚ 7.450 kr. kr. áður NÚ 4.450 kr. kr. áður NÚ BOLIR - KJÓLAR - LEGGINGS - KLÚTAR - PILS - TÖSKUR - SKART - JAKKAR - PEYSUR OG MFL GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR SUÐURNES Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 7 stöðum á Suðurnesjum og 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík 10-11, Keflavík N1 verslun, Keflavík Olís, Básinn, Reykjanesbæ 10-11, Leifsstöð Eymundsson, Leifsstöð Bónus, Fitjum, Njarðvík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.