Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 4
4 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
20°
18°
19°
20°
21°
18°
18°
24°
20°
27°
35°
33°
17°
22°
25°
17°Á MORGUN
Strekkingur SV-til, annars
mun hægari vindur.
FIMMTUDAGUR
5-13 m/s.
16
13
13
16
15
15
14
14
18
12
8
12
5
8
7
5
2
2
3
3
3
4
14
15
20
20
17
18
2016
16
15
BONGÓBLÍÐA
Þrátt fyrir að haust-
ið sé gengið í garð
þá verður sannköll-
uð sumarblíða um
norðan- og austan-
vert landið næstu
dagana og horfur
á allt að 22°C. Á
suðvesturhorninu
verður hins vegar
frekar leiðinlegt
veður, strekkingur
um tíma og væta.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
MENNTAMÁL Ríkisendurskoðun
efast um að rekstrargrundvöll-
ur sé fyrir Keili, miðstöð vísinda,
fræða og atvinnulífs. Stofnunin
segir að Keilir hafi varið hluta af
ríkisframlagi til annarra náms-
greina en um var samið. Fram-
kvæmdastjóri Keilis er ósáttur við
efni skýrslunnar og ekki síst fram-
setningu hennar.
Ríkisendurskoðun segir í
skýrslu sinni að erfitt sé að meta
faglegan árangur Keilis enda
reynslan af starfsemi mennta-
setursins lítil. Óumdeilt sé þó að
Keilir hafi hleypt lífi í mennta-
mál á Suðurnesjum og samfélagið
á gamla flugvallarsvæðinu. Rík-
isendurskoðun beinir tilmælum
til Keilis í þremur liðum. Að Keili
beri að tryggja eigið rekstrarör-
yggi þar sem stjórnvöld séu ekki
skuldbundin til
að veita einka-
skólum framlög
af almannafé.
Að tryggja að
framlög ríkisins
renni til umsam-
inna verkefna
og efla þurfi
gæðastarf skól-
ans. Sérstak-
lega er nefnt að
efla þurfi stærð-
fræðikennslu og draga úr brottfalli
nemenda.
Á árunum 2007 til 2010 veitti
ríkið Keili alls 685,7 milljónir
króna í beinum og óbeinum fram-
lögum. Í árslok 2009 nam uppsafn-
aður halli af rekstri Keilis 136
milljónum króna en heildarskuld-
ir voru um 463 milljónir. Hjálm-
ar Árnason, framkvæmdastjóri
Keilis, segir að Ríkisendurskoð-
un kveði fastar að orði en ástæða
sé til. „Það er látið í það skína að
við séum að misfara með fé. Öfugt
við það sem má skilja af lestri
skýrslunnar þá hefur allt það fé
sem Keilir hefur fengið runnið til
námsbrauta. Þær námsbrautir eru
allar viðurkenndar af opinberum
aðilum, ýmist menntamálaráðu-
neyti eða flugmálastjórn. Allt sem
við höfum gert er uppi á borðum og
ráðuneytið hefur hælt okkur fyrir
frumkvæði. Á þeim nótum skrifaði
ráðherra undir samning við Keili í
maí og rammaði þar inn það starf
sem hér er unnið.“
Hjálmar segir að margt í skýrsl-
unni veki furðu. Ekki síst fram-
setning skýrslunnar sem sé full
af dylgjum. „Fyrirsagnir eru leið-
andi og villandi. Setningar eins og
„mikilvægt er að minna á að lögum
samkvæmt eru stjórnvöld ekki
skuldbundin til að veita einkaskól-
um framlög af almannafé.“ Hjálm-
ar langar að vita hverju Ríkisend-
urskoðun er að koma á framfæri
eða gefa í skyn. „Við gerðum sér-
staklega athugasemd við þetta.
Auðvitað eigum við að tryggja
okkar rekstur. Það er skylda
stjórnenda hvort sem um einka-
eða ríkisskóla er að ræða. Þetta
eru dylgjur og ekkert annað.“
Mikil umræða hefur verið um
fjölda menntastofnana og mögu-
lega þörf fyrir fækkun þeirra.
Hjálmar segir Keili vettvang fyrir
fjölda fólks sem ekki hefur fundið
sig í skólakerfinu, enda sé námið
bæði á framhalds- og háskóla-
stigi. Í því liggi sérstaða skólans
auk þess sem skólanum er ætlað
að hafa samstarf við frumkvöðla
og fyrirtæki á svæðinu.
svavar@frettabladid.is
Efast um rekstrargrundvöll
Ríkisendurskoðun efast um rekstrargrundvöll menntasetursins Keilis og átelur notkun ríkisframlaga.
Framkvæmdastjóri segir skýrsluna illa fram setta og fulla af dylgjum um reksturinn og faglegt starf.
FRÁ MIÐNESHEIÐI Keilir er hluti af nýju samfélagi á gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll þar sem eitt stærsta frumkvöðla-
setur landsins er staðsett, orkurannsóknasetur, heilsuþorp og alþjóðlegt gagnaver. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HJÁLMAR
ÁRNASON
ÍRAK, AP Nouri al-Maliki, forseti
Íraks, fagnaði því í gær að Írak
væri orðið
sjálfstætt
og fullvalda
ríki, nú þegar
Bandaríkjaher
er horfinn á
braut.
„Samskipti
okkar við
Bandaríkin
eru komin á
nýtt stig milli
tveggja fullvalda ríkja, sem jafn-
ræði er með.“
Frá og með deginum í dag taka
bandarískir hermenn ekki leng-
ur þátt í bardögum í Írak. Allar
bardagasveitir þeirra eru farnar,
þótt enn séu fimmtíu þúsund
bandarískir hermenn eftir í land-
inu. Þeir eiga að sjá um þjálfun
og og ráðgjöf. - gb
Bandaríkjaher frá Írak:
Forseti Íraks
fagnar fullveldi
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn
Reykjanesbæjar hefur grennslast
fyrir um áhuga mögulegra inn-
lendra kaupenda að skuldabréfi
á Geysi Green Energy vegna
kaupanna á HS Orku. Uppreikn-
að virði bréfsins er um sjö millj-
arðar og er langstærsta peninga-
lega eign bæjarfélagsins, sem á
í töluverðum fjárhagskröggum
og hefur ekki getað greitt af 1,8
milljarða erlendu láni sem fall-
ið er í gjalddaga. Nú er unnið að
færslu skuldabréfsins frá Geysi
til Magma Energy.
Böðvar Jónsson, formaður
bæjarráðs, vill ekki tjá sig um
til hvaða aðila hefur verið leit-
að um hugsanleg kaup. Slíkar
þreifingar séu þó ekki komnar á
viðræðustig. Spurður hvort haft
hafi verið samband við Fram-
takssjóð Íslands segir Böðvar:
„Þeir hafa verið að skoða hugs-
anlega aðkomu að HS Orku og við
höfum látið það ganga fyrir áður
en við ræðum um hvort þeir vilja
hugsanlega kaupa þetta skulda-
bréf.“
Böðvar segir þó að engin sér-
stök óvissa ríki um verðmæti
bréfsins, þrátt fyrir mögu-
legt inngrip stjórnvalda í kaup
Magma á HS Orku. „Bréfið og
skilmálar þess standa í sjálfu
sér óhaggaðir,“ segir hann. Verði
hins vegar komið í veg fyrir
kaupin og Geysir ráði ekki við að
greiða af bréfinu muni Reykja-
nesbær einfaldlega eignast sinn
hlut í HS orku að nýju. „Það
getur auðvitað gerst, ef menn
velta fyrir sér hinu versta.“
Eftirlitsnefnd um fjármál
sveitarfélaga sendir líklega bréf
á verst stöddu sveitarfélög lands-
ins í dag þar sem óskað er skýr-
inga á stöðunni. - sh
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar vill frekar að Framtakssjóður Íslands kaupi í HS Orku en skuldabréf:
Leitað að kaupendum að Magma-bréfinu
BÖÐVAR JÓNSSON Hefur ekki gefið upp
alla von um að 1,8 milljarða lánið gjald-
fallna fáist endurfjármagnað.
FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL
NOURI AL-MALIKI
Auðvitað eigum við
að tryggja okkar
rekstur. Það er skylda stjórn-
enda hvort sem um einka-
eða ríkisskóla er að ræða.
HJÁLMAR ÁRNASON
FRAMVÆMDASTJÓRI KEILIS
ORKUMÁL HS Orka tapaði tæplega
tveimur milljörðum króna á
fyrri hluta ársins. Á sama tíma
á síðasta ári skilaði HS Orka 612
milljóna króna hagnaði.
Meðal ástæðna fyrir tapinu
nú, og eru tíundaðar á heimasíðu
fyrirtækisins, er talsverð lækkun
á álverði og þar með hafi fram-
tíðarvirði álsölusamninga lækk-
að um rétt rúma fjóra milljarða á
tímabilinu.
Þá hefur gengi krónunnar einn-
ig haft áhrif. Hækkun krónunn-
ar hefur valdið gengishagnaði
sem nemur tæplega 600 milljón-
um króna samanborið við tæpleg-
an milljarð á sama tíma á síðasta
ári.
Rekstur HS Orku:
Tapaði tveimur
milljörðum
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 31.08.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
197,0312
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,53 121,11
185,8 186,7
152,92 153,78
20,538 20,658
19,073 19,185
16,318 16,414
1,4261 1,4345
181,83 182,91
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Söngfólk óskast!
Kammerkór Mosfellsbæjar getur bætt við
söngfólki í vetur.
Fjölbreytt og áhugavert verkefnaval, m.a.
Flamenco messa og þekktar söngperlur.
htt
p:/
/w
ww
.sim
ne
t.is
/ka
mm
erk
orm
os/
Nánari upplýsingar í síma
895 7634 (Símon)
og 899 6447 (María)
Netfang:
simoni@simnet.is