Fréttablaðið - 01.09.2010, Qupperneq 16
16 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
M
ögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiði-
stjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar
mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokall-
aðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt
frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni,
sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheim-
ildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í
sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald
fyrir. Þannig verði undirstrikað
að veiðiheimildirnar séu þjóðar-
eign en ekki í einkaeigu og að
kvótinn sé afnotaréttur, ekki
eignarréttur.
Sömuleiðis er þorri nefndar-
manna á því að nauðsynlegt
sé að setja skýrt ákvæði um
þjóðareign á auðlindum í
stjórnar skrána. Þar eru fulltrúar
Landssambands íslenzkra útgerðarmanna þó undantekningin.
Gagnrýnin á fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einkum verið af
tvennum toga. Annars vegar er gagnrýnt að útgerðarmenn hafi í
upphafi fengið kvótann gefins og farið síðan með hann sem sína
einkaeign, margir selt hann aftur og farið út úr greininni með
milljarða í vasanum. Hins vegar hafa menn gagnrýnt frjálsa
framsalið á kvótanum, aðallega út frá hagsmunum einstakra
byggðarlaga, sem hafa misst frá sér kvóta.
Nú er rætt um það að hluti af samningaleiðinni verði að fimm
til tuttugu prósent kvótans fari í pott, sem úthlutað verði úr sam-
kvæmt byggðasjónarmiðum eða öðrum félagslegum sjónarmiðum.
Þá verði framsalið takmarkað með einhverjum hætti.
Verði auðlindagjald hækkað með samningaleiðinni kemur það
til móts við þá gagnrýni að útgerðin hafi fengið kvótann endur-
gjaldslaust. Slík gjaldtaka, sem yrði ekki aðallega til málamynda,
eins og verið hefur undanfarin ár, yrði þó að vera hluti af stærra
samkomulagi um að allar atvinnugreinar sem nýta náttúru-
auðlindir, þar á meðal orkugeirinn, greiði gjald fyrir afnotarétt-
inn. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá gengi í sömu átt. Um það ríkir
í raun býsna breið samstaða meðal stjórnmálaflokkanna, sem
hafa verið sammála um þörfina á slíku ákvæði þótt deilt hafi
verið um orðalagið.
Hinu verða menn að átta sig á að með því að takmarka fram-
sal og taka stærri hluta kvótans frá til úthlutunar á grundvelli
byggða- og félagslegra sjónarmiða, er dregið úr skilvirkni og
hagkvæmni sjávarútvegsins í heild. Þannig er gengið erinda sér-
hagsmuna einstakra byggðarlaga á kostnað heildarhagsmuna og
sjávarútvegurinn gerður líkari þeirri ríkisstyrktu og félagslega
reknu atvinnugrein, sem hann er í mörgum nágrannalöndum
okkar.
Út frá sjónarmiði útgerðarinnar ætti að vera skynsamlegt að
fallast á hækkun auðlindagjaldsins og stjórnarskrárákvæðið, ef
það mætti verða til þess að hagkvæmni fiskveiðistjórnarkerfisins
yrði betur tryggð.
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Borgarmál
Jón Gnarr
borgarstjóri
Daginn eftir frækilegan kosningasigur Besta flokksins fór ég í sund. Ég synti
úr mér kosningastressið. Það er óneitanlega
gaman að sveifla handleggjunum stjórn-
laust svo klórblandað vatnið skvettist í allar
áttir. Þegar ég var orðinn uppgefinn stökk
ég fimlega upp úr lauginni og settist í heita
pottinn. Potturinn var fullur af fólki. Allir
voru búnir að heyra úrslitin og óskuðu mér
til hamingju. Ég reyndi að sýnast hógvær
og sagði að þetta væri nú bara heppni, flest
atkvæðin hefðu verið svokölluð „óánægju-
atkvæði“. Þá stóð upp gamall maður. Allir
þögnuðu og horfðu á hann. Hann horfði
skömmustulegur niður fyrir sig. Hann byrj-
aði að tala. Í fyrstu muldraði hann. Það sem
hann sagði var samhengislaust og ruglings-
legt. Á milli komu langar þagnir. Hann var
greinilega óvanur að tala í margmenni. Ein-
hverjir byrjuðu að ræskja sig óþolinmóð-
ir. Mér varð hugsað til Bandaríkjamanns-
ins Dale Carnegie og hvort hann hefði ekki
getað kennt þessum manni eitthvað. Ég hef
ekki farið á námskeið hjá honum en er svo
heppinn að fyrrverandi samstarfsmaður
minn fór á slíkt námskeið og stóð sig svo vel
að hann var heiðraður með pennagjöf. Þá
var eins og gamli maðurinn læsi um þessa
minningu í fjarrænu augnaráði mínu því
skyndilega hætti hann að stama og muldra
ofan í bringu sér. Hann leit upp og horfði nú
ákveðið í augu mér og sagði hátt og snjallt:
„Ég kaus Besta flokkinn!“
Undrunarkliður fór um pottinn. Einn af
öðrum stóðu svo aðrir gestir pottsins upp
og sögðu hið sama. Ég var orðlaus. Gamli
maðurinn tók í hönd mér, hallaði sér upp
að mér og hvíslaði í eyra mér. Í fyrstu átti
ég erfitt með að greina orðaskil en svo átt-
aði ég mig á því að hann var að segja mér
frá bernsku sinni. Hann sagði frá því að
foreldrar hans hefðu lagt mikla áherslu á
að þau byðu hvert öðru góðan dag. Eftir að
hafa sagt mér þetta settist hann aftur niður.
En hann hafði haft áhrif á mig. Ég fór að
velta því fyrir mér hvort við Reykvíking-
ar værum hættir að kunna að bjóða hver
öðrum góðan daginn. Þykir það kannski
ekki lengur „kúl“? Ég veit það ekki. En ég
veit að ef fátæk en lífsglöð bóndahjón sem
búa á afskekktum bæ ásamt syni sínum,
þar sem ekkert internet er eða 3G sam-
band, geta verið kurteis við hvort annað og
son sinn þá getum við það líka. Þess vegna
ákvað ég að efna til „Góðan daginn“-dags-
ins í dag, 1. september. Á „Góðan daginn“-
daginn segjum við góðan daginn við alla
sem við hittum og eflum þannig náunga-
kærleikann í Reykjavík!
Gleðilegan „Góðan daginn“-dag.
Góðan daginn!
Genginn af trúnni
Það fréttist í gær að Björn Lomborg,
tölfræðiprófessor og heimsþekktur
talsmaður efasemdarmanna um
alvarleika veðurfarsbreytinga af
mannavöldum, sé genginn af trúnni.
Breska blaðið Guardian sagði frá því
að Lomborg vilji nú láta náttúr-
una njóta vafans í loftslagsmál-
um og setja stórfé í að finna
leiðir til að draga úr hlýnun
jarðar. Hún sé eitt alvarlegasta
vandamál samtímans. Er þá
fokið í flest skjól þeirra sem
hafa viljað rökstyðja efasemdir
um hlýnun jarðar með
vísindalegum rökum.
Hið sanna ástand heimsins
Oft hefur verið vitnað í Lomborg
í umræðum um loftslagsmál og
náttúruvernd hér á landi af hálfu
þeirra sem töldu ekki ástæðu til að
hlusta á viðvaranir um loftslagsmál og
umhverfismál.
Það var Fiskifélag Íslands
sem tók að sér fyrir
nokkrum árum að
gefa efasemdir
Lomborgs um hlýnun
af mannavöldum út
á íslensku. Bók hans
hét því kotroskna nafni:
„Hið sanna ástand
heimsins“.
Ólíklegir bókaútgefendur
Stjórnendur Fiskifélagsútgáfunnar
voru þekktir fyrir flest annað en
bókaútgáfu. Þar tóku sig saman Einar
K. Guðfinnsson, síðar sjávarútvegs-
ráðherra, Kristján Loftsson í Hval, Örn
Pálsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda, Kristján
Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ,
Gunnar Tómasson, útvegsmað-
ur í Grindavík, að ógleymdum
helstu forsvarsmönnum samtaka
íslenskra sjómanna, eins og
Helga Laxdal og Sævari Gunnars-
syni.
peturg@frettabladid.is
Tillögur í mótun um breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu:
Grillir í sátt?