Fréttablaðið - 01.09.2010, Page 18
18 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaum-
ræðunni að undanförnu, ekki síst
um eignarhald á orkufyrirtækjum.
Sitt sýnist hverjum um þetta efni.
Sumir eru þeirrar skoðunar að
eignarhaldið eigi alfarið að vera í
höndum opinberra aðila. Aðrir telja
sjálfsagt að einkaaðilar eigi orku-
fyrirtækin – ríkið eigi hvergi að
koma þar nærri. Minna hefur farið
fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðl-
unum, vangaveltum um skynsam-
legar leiðir sem annars staðar hefur
náðst ágætt samkomulag um.
Umræður um Magma
Þessi umræða hefur kristallast
í átökunum um kanadíska fyrir-
tækið Magma. Sú umræða hefur
ekki verið þjóðinni til framdrátt-
ar eða sóma, hvorki á innlendum
vettvangi né erlendum. Enginn
vafi er á því að umfjöllunin hefur
dregið úr áhuga erlendra fjárfesta
á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna
fagmennsku og vera sjálfum sér
samkvæm við afgreiðslu og frá-
gang mála af þessu tagi. En nóg
um Magma.
Umræðan um eignarhaldið hefur
verið erfið hér á landi og einkennst
af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar
þjóðir sem við lítum til hafa leyst
þetta mál í ágætri sátt með eign-
arhaldsstefnu sem er árangursrík
og í raun nær óumdeild. Nærtæk-
ast er að líta til Norðurlandanna
sem hafa komið þessum málum í
farsælan farveg.
Noregur stendur okkur nærri í
þessu efni enda þáttur orkunnar í
efnahagslífinu um margt áþekkur
því sem gerist hér. Norðmenn hafa
í aðalatriðum valið þá leið að láta
opinbera aðila vera ráðandi í helstu
orkufyrirtækjum landsins. Þannig
á norska ríkið og tengdir aðilar í
stærsta orkufyrirtæki landsins,
Statoil, en fyrirtækið er þó alfar-
ið rekið á markaðssjónarmiðum,
er skráð á hlutabréfamarkað í Nor-
egi og í New York. Ríkið hefur hins
vegar tögl og haldir í eignarhaldi
fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfest-
ar, sem og norskir, hafa því greið-
an aðgang að fyrirtækinu á hluta-
bréfamörkuðum.
Sama gildir um ýmis önnur
mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi.
Þannig á norska ríkið (og lífeyr-
issjóður ríkisins) tæplega helm-
ingshlut í Hydro en það sem eftir
stendur dreifist á margar hendur
og enginn annar hluthafi á stærri
en 5% hlut.
Í Finnlandi á ríkið ríflega
helmingshlut í Fortum, stærsta
orkufyrirtæki landsins. Fortum
rekur m.a. fjölmörg vatnsorku-
ver í Svíþjóð og Finnlandi. Félag-
ið er skráð í NASDAQ OMX kaup-
höllina í Helsinki og hluthafar eru
nærri hundrað þúsund talsins.
Þá hefur fjárfesting útlendinga í
sænska orkugeiranum vaxið hröð-
um skrefum undanfarin 15 ár.
Við þurfum því ekki að leita
langt yfir skammt að eigenda-
stefnu sem ætti að geta náðst við-
unandi sátt um. Eins og sjá má frá
reynslu nágranna okkar er hún
hvorki flókin né krefst sérlausna
af ýmsu tagi. Stefnan felur einfald-
lega í sér að ríkið ræður í höfuð-
atriðum ferðinni en einkaaðilum
– hvaðan sem þeir koma – er vel-
komið að fjárfesta í umræddum
fyrirtækjum að því marki að eign-
arhald hins opinbera þynnist ekki
svo mikið að stefnu hins opinbera
verði teflt í tvísýnu.
Fyrirtæki í orkugeiranum og
opinberir aðilar standa nú frammi
fyrir fjármögnunarvanda sem
m.a. má rekja til mikillar erlendr-
ar skuldsetningar á undanförn-
um árum. Framangreind eigenda-
stefna um sameiginlegt eignarhald
ríkis og einkaaðila hefur það í för
með sér að þörfin fyrir erlent láns-
fé verður mun minni en ella og þar
með er dregið úr þeirri áhættu sem
óhjákvæmilega fylgir lánsfjár-
mögnun. Erlent áhættufjármagn
á þeim forsendum sem að framan
eru nefndar gæti jafnframt greitt
götu orkuframkvæmda sem að
öðrum kosti gæti þurft að fresta
enn frekar en orðið er.
Gæti hentað vel á Íslandi
Enginn vafi er á því í mínum huga
að norræna leiðin gæti hentað vel á
Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði
til að mynda stærsta orkufyrir-
tæki landsins, Landsvirkjun, breytt
í hlutafélag og það skráð á hluta-
bréfamarkað hér á landi og t.d. á
NASDAQ OMX í New York. Ríkið
eða opinberir aðilar ættu helming
til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu
fyrir vikið för (Statoil fyrirmynd-
in). Fjárfestum um allan heim yrði
boðið að koma að eignarhaldinu að
þeim mörkum sem sátt næðist um
að miða við. Í þessu fælist að opin-
berir aðilar þyrftu ekki að binda
jafn gríðarlega mikið fjármagn
í áhættusömum rekstri og nú er
raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég
vera eftirsóknarvert fyrir Lands-
virkjun og verðskuldi gaumgæfi-
lega skoðun. Það gæti einnig átt vel
við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki
í landinu.
Sátt um eignarhald
á orkufyrirtækjum
– norræna leiðin
Orkumál
Þórður Friðjónsson
forstjóri NASDAQ OMX
Iceland
Eignarhald norrænna ríkja í þremur orkufyrirtækjum
Fyrirtæki Land Eignarhlutur ríkisins
Statoil Noregur 67%
Hydro Noregur 49,94%
Fortum Finnland 50,76%
AF NETINU
Starfslok óreiðumanns
Sé ekki heila brú í að afhenda
Jóhannesi í Bónus níutíu milljónir og
tólf mánaða laun fyrir að fara. Gjald-
þrota menn verða bara gjaldþrota án
slíks. Hef bara aldrei heyrt um slíkt
áður. Satt að segja er þetta glórulaust
og sýnir, að stjórnendur Arion-banka
eru tossar. Allt er athugavert við
meðferð bankans. Fyrri eigendur
fyrirtækja fá ekki starfslokasamning.
Þeir eru ekki manna færastir til að
reka fyrirtæki, þeir hafa sannað hið
þveröfuga. Banki skuldar óreiðu-
mönnum ekki eina krónu umfram
það, sem þeir hafa áður haft af bank-
anum. Stjórnendur Arion eiga að vera
á fjalli með hinum bjöllusauðunum.
jonas.is
Jónas Kristjánsson
Harðvítug hagsmunagæsla
Merkilegt hefur verið að fylgjast
með harðvítugri hagsmunagæslu
útvegsmanna en þrátt fyrir fróm og
sumpart fríð fyrirheit í sykursætum
stefnuskrám og settlegum stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarflokkanna virð-
ast handhafar kvótans enn hafa tögl
og hagldir í sjávarútvegsráðuneyti
Jóns Bjarnasonar. Fyrir einhverjum
árum hefði það kannski komið ein-
hverjum á óvart að enginn munur
yrði á VG-liðanum Jóni Bjarnasyni
og erkisjálfstæðismanninum Einari
K. Guðfinnssyni. En þannig er það
nú samt.
pressan.is
Eiríkur Bergmann
2 fyrir 1 í bíó
fyrir Námufélaga
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
3
6
9
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-0
2
8
0
.
*
G
ild
ir
í L
au
g
ar
ás
b
íó
i,
S
m
ár
ab
íó
i,,
H
ás
kó
la
b
íó
i o
g
B
or
g
ar
b
íó
i m
án
.-
fim
. s
é
g
re
it
t
m
eð
N
ám
uk
or
ti
Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör,
betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári,
Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda.
NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000
Það er leikur að læra með Námunni.
Kíktu á Námuna á Facebook
Lausn: Dómari
Sara Snædís Ólafsdóttir,
Námufélagi og nemi í
lögfræði
Opið bréf til Elvu Daggar Þórð-ardóttur, formanns fram-
kvæmda- og veitustjórnar Árborg-
ar.
Sæl Elva
Sem gamall Sunnlendingur og
unnandi Ölfusár hrökk ég við
þegar þú kynntir nýlega áform
bæjarstjórnar Árborgar um virkj-
un í Ölfusá rétt við Selfoss. Líklega
eru fá dæmi um að stjórn sveitar-
félags taki sjálf frumkvæði að því
að höggva í sína stærstu náttúru-
perlu, en fá bæjarfélög hér á landi
geta státað af slíkri náttúrufeg-
urð í hjarta bæjarins, sem Ölfusá
er. Tignarleg streymir hún undir
brúna, sveipast í hringiðum fram
hjá kirkjunni, veltur niður Selfoss-
inn og rennur út í Sandvíkina.
Í þessu sambandi velti ég fyrir
mér afstöðu Selfyssinga til árinn-
ar, en bærinn heitir jú eftir fossi
eða flúðum í ánni og sveitarfélagið
Árborg er beinlínis kennt við ána.
Lengi vel fór allt skólp á Selfossi
og frárennsli frá iðnaði beint í ána
innan bæjarmarka Selfoss. Eftir
stofnun hins nýja sveitarfélags
Árborgar, var hins vegar allt frá-
rennsli leitt í einu stóru ræsi niður
fyrir þéttbýlið á Selfossi út í Sand-
víkina, sem er fyrir landi fyrr-
um Sandvíkurhrepps. Þessi fram-
kvæmd var styrkt með tugum
milljóna frá umhverfisráðuneyt-
inu, sem vissi ekki betur en að frá-
rennslið yrði hreinsað með við-
eigandi hætti. Árborg fékk hins
vegar undanþágu og frest að mig
minnir til ársins 2009 til að fara
að reglum og koma hreinsibúnaði
á hina stóru skolplögn. Því hefur til
skamms tíma mikil mengun verið í
ánni við ræsið og fyrir neðan það.
Áin lyktar jafnvel af skolpi vel yfir
kílómetra fyrir neðan ræsið og
klósettpappír, smokkar og dömu-
bindi fljóta með straumnum.
Því spyr ég þig Elín. Finnst þér
þessi meðferð á Ölfusá sæmandi
fyrir Árborgarbúa og þá einkum
Selfyssinga, sem hafa lagt metnað í
að byggja upp fallegan og hreinleg-
an bæ? Hver er staðan nú varðandi
hreinsibúnað fyrir skólpið og hvað
hyggst Árborg gera á næstunni til
að hreinsa frárennsli í ána með við-
unandi hætti?
Fyrst bæjarstjórn Árborgar
hefur áhuga á að framleiða orku
langar mig einnig að benda á þann
möguleika að framleiða rafmagn úr
metani frá skólpinu sem nú rennur
í ána, en fréttir hafa borist frá Hol-
landi um að þar sé verið að byggja
orkuver sem framleiða rafmagn
úr skít frá dýrum og fólki. Með
slíkri orkuframleiðslu mætti með
umhverfisvænum hætti afla tekna
fyrir sveitarfélagið um leið og ánni
er hlíft. Árborgarbúar gætu þannig
vísað veginn fyrir önnur sveitar-
félög í landinu. Reyndar er þegar
hafin framleiðsla á metangasi úr
kúamykju á sveitabæ skammt fyrir
ofan Selfoss og geri ég ráð fyrir að
sú mykja sé í grunninn ekki ólík
þeirri mykju sem Selfyssingar gefa
nú frá sér beint út í Ölfusá.
Hve lengi tekur Ölfusá við?
Umhverfismál
Benedikt
Jóhannsson
frá Stóru-Sandvík