Fréttablaðið - 01.09.2010, Side 23

Fréttablaðið - 01.09.2010, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 1. september 2010 3 Reiðhjól eru mikið notuð sam- göngutæki og nauðsynlegt er að huga vel að ljósabúnaði þeirra nú þegar skuggsýnt er orðið á kvöldin. Steingrímur Sigurjónsson bygg- ingafræðingur er á nýju hjóli og hefur búið það endurskinsmerkjum og glitaugum í bak og fyrir. Þannig er hann alveg til fyrirmyndar og vill líka vera það. „Ég vil að hjól- reiðamenn séu sem öruggastir og þar eru endurskinsmerkin þýð- ingarmikil. Þeir verða að sjást í myrkri og þegar skyggni er slæmt. Það eru orðnir svo margir á hjól- um og þetta eru atriði sem þarf að hafa í huga,“ segir hann. Steingrímur kveðst hafa búið í Danmörku í tíu ár og í Svíþjóð í sex ár. Þar hafi hann hjólað um allt. „Ég hef líka hjólað mikið hér á landi undanfarið,“ segir hann og kveðst mikill áhugamaður um öryggi almennt enda búinn að vera björgunarsveitarmaður síðan 1965. „Ég er að berjast fyrir því að svona glitaugu og endurskinsmerki séu sett líka á hina ýmsu burðarvagna aftan í dráttarbílum. Það eru svo margir gamlir vagnar í umferð sem perur fást ekki í lengur,“ segir hann til skýringar. - gun Sést vel í myrkri „Ég vil að hjólreiðamenn séu sem öruggastir,“ segir Steingrímur, sem sjálfur er vel sýnilegur á hjólinu þótt tekið sé að dimma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útivist stefnir á vinnuferð í Dala- kofann 10. til 12. september. Þar leggja sjálfboðaliðar hönd á plóg við endurgerð veglegs fjallaskála sem mun nýtast ferðalöngum á hálendi Íslands. Ferðafélagið Útivist hefur síð- ustu þrjú árin unnið að uppbygg- ingu skála á Syðra-Fjallabaki sem kallast Dalakofinn. „Þessi skáli var byggður í kringum 1971 af Rudolf Stolzenwald,“ segir Þór- hallur Másson, í stjórn jeppa- deildar Útivistar. „Einn veturinn varð hann bráðkvaddur á leið heim úr skálanum og skál- arnir komu í eigu afkomenda hans,“ útskýrir Þórhallur en fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að Útivist fengi afnot af skálanum gegn því að gera þá upp. „Ástæðan var sú að fáa skála er að finna þarna megin á Fjalla- baki,“ segir Þórhallur en Dala- kofinn er staðsettur norðan við Laufarfell á Fjallabaksleið syðri, um tíu kílómetra suðvestan við Hrafntinnusker. „Þegar hafist var handa kom í ljós að húsin, sem eru tvö, voru mun verr farin en talið var í upp- hafi,“ segir Þórhallur, en í stað þess að gefast upp var ákveð- ið að gera enn betur og byggja millibyggingu milli húsanna. „Við fengum byggingarleyfi og hófumst handa árið 2007.“ Félagsmenn Útivistar hafa unnið að endurbyggingu Dalakof- ans smátt og smátt enda allt unnið í sjálfboðastarfi. „Mjög margt er komið, búið er að byggja milli- bygginguna og setja upp rotþró en enn er nokkur frágangur eftir á gólfefnum auk þess sem við erum ekkert byrjaðir á minna húsinu.“ Helgina 10. til 12. september verð- ur farin vinnuferð í Dalakofann en þá er ætlunin að ganga frá öllum vatnslögnum í skálann. Menn eru stórhuga og er stefnt á að koma hitaveitu í húsið enda eru hverir rétt neðan við skál- ann. Stefnt er að því að Dalakof- inn verði kominn í fulla notkun næsta sumar. „Meiningin hjá Útivist er síðan að búa til nýjar göngu- leiðir út frá skálanum,“ segir Þórhallur og bendir á að fáir hafi gengið á þessu svæði og því eigi fólk margt eftir ókannað. Öllum áhugasömum er vel- komið að taka þátt í vinnuferð- inni 10. til 12. september en Úti- vist býður sjálfboðaliðum í mat auk þess sem hópurinn mun gera sér glaðan dag í lok góðs vinnu- dags. Nánar á www.utivist.is. - sg Leggja lokahönd á Dalakofann Mikil vinna hefur verið lögð í Dalakofann. Stærra húsið hefur verið tekið alveg í gegn en aðeins fjórar sperrur standa eftir af upprunalega húsinu. MYND/ÚR EINKASAFNI Salsa Kennum Kúbu-salsa Krakkar Frábær 14 vikna námskeið fyrir ykkur. Yngst 5 ára. Freestyle Allt það nýjasta. Yngst 9 ára. Einnig námskeið fyrir 18+ Reykjavík og Mosfessbær Innritun og upplýsingar www.dansskoliheidars.is og í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 20 til 12. sept. Kennsla hefst mánudaginn 13. sept. Systkinaafsláttur 2. barn hálft gjald 3. barn frítt Reykjavík og Mosfellsbær styrkja dansnám barna Konusalsa Sjóðheitt námskeið. Hentar öllum konum, ungum og öldnum, liðugum og stirðum. Skemmtileg hjóna- og paranámskeið Byrjendur og framhald. Salsa-merenge, gömlu dansarnir, samkvæmisdansar og upprifjunarnámskeið. Keppnisdansar Hinn frábæri danskennari Svanhildur Sigurðardóttir sér um þjálfunina. Mæting 2x eða 3x í viku. AFMÆLI BANDALAGS ÍSLENSKRA GRÆÐARA Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 4. OG 5. SEPTEMBER 2010 GLÆSILEG AFMÆLISDAGSKRÁ UM ÝMISLEGT SEM VIÐKEMUR BÆTTRI HEILSU Fjölbreyttir og áhugaverðir fyrirlestrar báða dagana. Allir velkomnir. Aðgangseyrir: Laugardagur 4.000 kr. Sunnudagur 3.500 kr. Báðir dagarnir 6.500 kr. NÁNAR UM DAGSKRÁNA ER Á www.big.is ÖRNÁMSKEIÐ 3. september eru haldin örnámskeið um ýmislegt sem viðkemur heilsu. Námskeiðið er frá kl. 13 til kl. 17 og kostar 5000 kr. Fyrir framan ráðstefnusalinn verða upplýsingaborð frá aðildar félögum BIG, með fróðleik og kynningu á starfsemi þeirra. Einnig verða sölu– og kynningarborð með vörum sem tengjast heilsu og heilbrigði og verður það svæði opið öllum, aðgangur ókeypis. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.