Fréttablaðið - 01.09.2010, Page 40
32 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Tómas Joð í þriggja leikja bann
Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, fékk þriggja
leikja bann fyrir að ýta í Örvar Sæ Gíslason
dómara í leiknum gegn KR í síðustu viku.
Tómas fékk tvö gul spjöld með nokkurra
sekúndna millibili og var orðinn ansi heitur
þegar hann gekk að Örvari og ýtti í hann.
Tómas sagði að um uppsafnaðan pirring
hefði verið að ræða. Hann hefur þegar
afplánað einn leikinn og getur aðeins
tekið þátt í tveimur leikjum til viðbótar
í sumar, gegn Haukum og KR. Samherjar
hans, Kristján Valdimarsson og Valur Fannar
Gíslason, voru dæmdir í eins leiks bann í
gær.
Lengi vel leit út fyrir að Alfreð Finnbogason væri á leið til
Póllands. Félag þar í landi, Lechia Gdansk, var í viðræðum
við Blika um að kaupa Alfreð. Félögin sendu tilboð sín á
milli en á endanum var pólska félagið ekki tilbúið til að
borga setta upphæð fyrir framherjann.
„Ég er ekkert svekktur. Ég viðurkenni alveg að
þetta var aldrei neinn draumastaður til að hefja
atvinnumannaferilinn á,“ sagði Alfreð léttur. En
hver er draumastaðurinn? „Manchester Unit-
ed,“ sagði Alfreð strax, sposkur. Það gæti vel
gerst enda United með öllu óútreiknanlegt í
félagaskiptum, það keypti til að mynda nýlega
framherja úr portúgölsku þriðju deildinni sem
var áður heimilislaus, Bebe. „Ef maður lítur á
þetta þannig er það alltaf hægt,“ sagði Alfreð.
„Maður verður jú að eiga drauma,“ sagði Alfreð
réttilega.
Pólska félagið dró lappirnar að því er virðist og eðlilega hefði
Alfreð ekki samið við félagið án þess að fara út og kanna aðstæð-
ur. „Ég fékk eiginlega aldrei tækifæri til að skoða þetta frá Póllandi
almennilega, félögin náðu ekki saman og það er lokapunkturinn.
Maður verður samt ekkert nær afstöðu með því að lesa
netið,“ sagði Alfreð.
Framherjinn segir að það hafi alltaf verið áætlunin að
klára tímabilið með Blikum og hann er ánægður að ná
því. „Nú er bara að klára þetta með stæl. Þetta er í
fyrsta skipti sem við eigum svona góðan möguleika
á titlinum,“ segir Alfreð.
Hann stefnir nú ótrauður á að komast út í janúar-
glugganum á næsta ári. „Ég er ekkert að missa svefn
yfir þessum hlutum. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir
Alfreð.
Næsta verkefni hans er þó að fara með U21 árs
landsliði Íslands til Tékklands í næstu viku.
ALFREÐ FINNBOGASON: FÓR EKKI TIL PÓLLANDS Í ÆVINTÝRALEIT OG KLÁRAR TÍMABILIÐ MEÐ BLIKUM
Pólland var aldrei draumastaðurinn
FÓTBOLTI Jón Guðni Fjóluson
mun halda til viðræðna við AEK
frá Aþenu eftir tímabilið hér á
landi. Félagið var í viðræðum við
Fram í vikunni um kaup á Jóni
Guðna en eftir þær var ákveð-
ið að geyma viðræðurnar í bili.
Þetta staðfestir þjálfari Fram,
Þorvaldur Örlygsson.
„Við ákváðum að bíða fram á
haustið en viðræður munu halda
áfram seinna. Það er ánægjuefni
að Jón Guðni muni klára tímabil-
ið með okkur, en einnig að leik-
maður frá okkur skuli eiga mögu-
leika á að komast að erlendis. En
það er tími og staður fyrir allt,
síðar meir munum við finna tíma
fyrir þetta,“ sagði Þorvaldur.
- hþh
Jón Guðni Fjóluson:
Fer í viðræður
við AEK Aþenu
ÖFLUGUR Jón fer væntanlega í atvinnu-
mennsku í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Óhætt er að segja að
ekki sé slegist um miða á lands-
leik Danmerkur og Íslands í
undankeppni EM sem fram fer á
Parken í Kaupmannahöfn næsta
þriðjudag.
„Það er búið að selja um 15
þúsund miða á leikinn og ég tel
ekki möguleika á að það verði
uppselt á hann,“ segir Suzanne
Aabo hjá danska knattspyrnu-
sambandinu en Parken tekur 38
þúsund manns í sæti.
Síðast þegar Danmörk og
Ísland mættust í undankeppni á
Parken voru 15.393 áhorfendur.
Það hefur gerst ellefu sinnum
að Danmörk hefur leikið leik í
undankeppni fyrir framan færri
en 20 þúsund manns. Aabo býst
ekki við tólfta skiptinu á þriðju-
dag.
„Ég vonast til að áhorfenda-
fjöldinn á leiknum verði milli
25.000 og 28.000,“ segir Aabo.
- egm
Miðasala á Parken:
Ísland trekkir
ekki að á Parken
STUÐNINGSMENN Það gengur illa að
selja miða á Parken. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Stjarnan vann öruggan
sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna
í knattspyrnu í gær. Stjörnustúlk-
ur skoruðu fimm mörk gegn engu
í Árbænum. Katie McCoy og
Inga Birna Friðjónsdóttir skor-
uðu báðar tvö mörk en eitt marka
Stjörnunnar var sjálfsmark.
Með sigrinum er Stjarnan
komin með 25 stig og komst því
upp fyrir Fylki í fjórða sæti
deildarinnar. - hþh
Pepsi-deild kvenna í gær:
Fimm stjörnu
sigur í Árbæ
Leikmaður Tímabil Leikir/mörk
Bjarni Guðjónsson 2000-2003 (161 leikur, sautján mörk)
Brynjar Björn Gunnarsson 1999-2003 (161 leikur, nítján mörk)
Tryggvi Guðmundsson 2005 (enginn leikur)
Þorvaldur Örlygsson 1993-1995 (102 leikir, 21 mark)
Lárus Orri Sigurðsson 1994-1999 (228 leikir, sjö mörk)
Einar Örn Daníelsson 1999-2000 (8 leikir, eitt mark)
Þórður Guðjónsson 2004-2005 (tveir leikir, ekkert mark)
Arnar Gunnlaugsson 2000-2002 (22 leikir, fimm mörk)
Birkir Kristinsson 2000-2001 (18 leikir)
Pétur Marteinsson 2001-2003 (18 leikir, tvö mörk)
Sigursteinn Gíslason 1999-2000 (átta leikir, ekkert mark)
Ríkharður Daðason 2000-2002 (42 leikir, 11 mörk)
Hannes Þ. Sigurðsson 2005-2006 (29 leikir, 1 mark)
Stefán Þórðarson 2000-2002 (65 leikir, 11 mörk)
1994-1995 var Lárus Orri valinn leikmaður tímabilsins og Brynjar
Björn tímabilið 2000-2001. Guðjón Þórðarson stýrði liðinu frá
1999 til 2002.
Íslendingar hjá Stoke
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
gekk frá eins árs löngum lánssamn-
ingi við Stoke seinni partinn í gær,
rétt áður en félagaskiptagluggan-
um lokaði á Englandi. Hann verð-
ur því án félags eftir tímabilið þar
sem hann verður þá samningslaus
hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins
níu leiki fyrir franska félagið, sex
í byrjunarliðinu.
Samkvæmt fréttum frá Eng-
landi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði
og Monaco að ganga frá samning-
um um launamál. Eiður er talinn
fá um 75 þúsund pund í vikulaun
frá Monaco en deilur um hvern-
ig Stoke, eða eitthvert annað félag
sem hefði áhuga á Eiði, og franska
félagið ættu að skipta launagreiðsl-
um á milli sín töfðu samninginn.
Það var ekki fyrr en Eiður gaf
eftir tíu þúsund pund, eða 1,8
milljónir króna, af vikulaununum
að samningar náðust. Ekki náð-
ist í Arnór Guðjohnsen, föður og
umboðsmann Eiðs, til að fá nánari
útskýringar á málinu.
Hugsanlegt er að það sé ástæða
þess að Eiður gekk ekki frá samn-
ingum við neitt félag fyrr en á síð-
asta degi gluggans. Hann flaug
ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr
en í gær en var á Íslandi á mánu-
daginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco
neitaði að tjá sig um málið þegar
Fréttablaðið ræddi við hann í gær-
kvöldi.
Saga Íslendinga hjá Stoke er
mikil. Það var í eigu Íslendinga
frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason
var stjórnarformaður þess en það
kostaði 6,6 milljónir punda. Guð-
jón Þórðarson tók við félaginu og
stýrði því í þrjú ár. Eiður verður
fimmtándi Íslendingurinn til að
spila með Stoke.
„Ég er í skýjunum með að koma
hingað. Þetta er ný áskorun fyrir
mig, stór áskorun, en ég hlakka
mikið til hennar,“ sagði Eiður á
heimasíðu Stoke í gær.
Eiður sagði að hann hefði rætt
við stjórann, Tony Pulis, og sann-
færst um að Stoke væri réttur
kostur fyrir sig.
„Eftir að hafa talað við hann um
félagið og metnað þess sannfærði
hann mig alveg og ég er virki-
lega ánægður með að ganga frá
þessu.“
Pulis sjálfur sagði að Eiður væri
stórkostlegur fengur. „Eiður er
magnaður leikmaður sem hefur
staðið sig vel á meðal þeirra bestu.
Það er hægt að benda á það með
sigri Tottenham hérna í apríl þar
sem hann skoraði meðal annars.
Hann sýndi knattspyrnuheilann
sem hann býr yfir og leikskilning-
inn í hæsta gæðaflokki. Hann mun
búa til fleiri mörk fyrir okkur,“
sagði Pulis.
Eiður sagði sjálfur að hann
myndi vel eftir andrúmsloftinu á
Britannia-leikvangnum. „Ég get
ekki beðið eftir því að byrja að
spila. Stuðningsmennirnir hérna
eru frábærir og ég man alltaf eftir
andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði
hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham,
kannski skulda ég stuðningsmönn-
unum þessvegna eitthvað. Vonandi
get ég skorað nokkur mörk fyrir
þá,“ sagði Eiður.
„Ég er metnaðarfullur leikmað-
ur og þetta er metnaðarfullt knatt-
spyrnufélag. Ég vil hjálpa því að
komast á næsta stig, það er mitt
aðalmarkmið,“ sagði Eiður.
Stoke hefur tapað öllum þremur
leikjunum í deildinni, fyrir Stoke,
Tottenham og Wolves. Félagið
gekk í gær frá samningum við þrjá
aðra leikmenn, Salif Diao, Jerma-
ine Pennant og Marc Wilson.
Eiður hefur á ferlinum leikið
með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolt-
on, Chelsea, Barcelona, Monaco
og Tottenham. Stoke er því níunda
félag Eiðs sem verður 32 ára gam-
all eftir tvær vikur.
hjalti@frettabladid.is
Eiður fórnar 1,8 milljónum á viku
Eiður Smári Guðjohnsen gekk í gær í raðir Stoke frá Monaco á eins árs löngum lánssamningi. Eiður tók á
sig launalækkun til að komast til Stoke. Hann verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke.
MEÐ OG MÓTI Eiður er hér í leik með Tottenham gegn Stoke á síðasta tímabili. Hann
skoraði einmitt í leiknum og gantaðist með það í gær að hann skuldaði stuðnings-
mönnum Stoke mark í staðinn. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Garðar
Jóhannsson gekk frá fjögurra mán-
aða löngum samningi við norska
úrvalsdeildarfélagið Strømsgodset
í gærkvöldi. Verið var að ganga frá
lausum endum þegar Fréttablaðið
ræddi við Garðar.
„Það er verið að ganga frá þessu.
Þetta var ekki klárað fyrr en núna
í kvöld en það er nokkuð síðan við
byrjuðum að ræða saman. Þetta er
að verða klappað og klárt,“ sagði
Garðar þar sem hann beið tíðinda
í gærkvöldi.
„Þetta hentar mér fínt. Ég þekki
ágætlega til félagsins og spilaði
meðal annars á móti þjálfaran-
um. Hann hlýtur því að vita hvað
maður getur,“ sagði Garðar sem
lék þrjá leiki með Stjörnunni í
sumar.
„Það var fínt að vera hjá Stjörn-
unni, þetta var skemmtilegur
tími,“ sagði Garðar sem útilokar
ekki að koma aftur heim eftir leik-
ina í Noregi. Strømsgodset á átta
leiki eftir í deildinni og er komið í
undanúrslit bikarsins.
„Það eru bara tveir mánuðir
eftir af tímabilinu. Ég hefði ekki
farið út ef ég væri ekki ánægður
með samninginn en ég verð ekki
áfram úti nema eitthvað bitastætt
bjóðist,“ sagði Garðar.
Emil Hallfreðsson hefur gengið
frá samningi við Verona í ítölsku
C-deildinni. Hann verður lánaður
til liðsins frá Reggina.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
mun leika með Fredrikstad í Nor-
egi þaðan sem hann er lánaður
frá Esjberg í Danmörku. Aron
Jóhannsson, markahæsti leikmað-
ur 1. deildarinnar á Íslandi, fór til
AGF í Árósum.
Þá er Eiður Smári Guðjohn-
sen kominn til Stoke og Gylfi Þór
Sigurðsson til Hoffenheim. - hþh
Nokkrir Íslendingar gengu frá samningum fyrir lok félagaskiptagluggans í gær:
Tveir mánuðir hjá Strømsgodset
Í BARÁTTUNNI Garðar náði að koma við
sögu í þremur leikjum með Stjörnunni í
ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÖGNUÐUR Stjörnustúlkur gátu fagnað í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON