Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 12

Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 12
12 9. september 2010 FIMMTUDAGUR Ferðir með Icelandair, kassar af Maltesers súkkulaði og gjafabréf í Eymundsson í vinning. SPURNINGALEIKUR FRÉTTABLAÐSINS OG BYLGJUNNAR ER AÐ HEFJAST SPURNING DAGSINS Lauflétt spurning alla virka daga, nema föstudaga, hjá Ívari og Rúnari á Bylgjunni, úr Fréttablaði hvers dags. Manstu svarið? Hringdu í 567 1111, þú gætir unnið kassa af Maltesers og 5.000 kr. gjafabréf í Eymundsson. HELGARGETRAUNIN Laufléttar spurningar birtast í helgarblaði Fréttablaðsins en svörin leynast í Fréttablöðum liðinnar viku. Þú sendir inn rétt svar á visir.is og gætir unnið tvær ferðir með Icelandair. Dregið úr réttum lausnum í Reykjavík síðdegis og hringt í vinningshafann. Með réttu svari við auka- spurningu tryggir hann sér þriðju ferðina með Icelandair. TAKIÐ EFTIR! MUNDU: Leitin á visir.is vísar líka á efni í Fréttablaðinu FRÉTTASKÝRING Hvað stendur í vegi fyrir því að ECA Program hefji starfsemi á Keflavíkurflugvelli? Þótt Kristján L. Möller, fyrrverandi sam- gönguráðherra, hafi í síðustu viku falið Flugmálastjórn „að hefja nú þegar undir- búning“ að skráningu óvopnaðra her- þotna fyrirtækisins ECA Program hér á landi er langt í land þar til ljóst verður hvort starfsemi fyrirtækisins verði að veruleika hérlendis. ECA vill skrá hér á landi um tuttugu óvopnaðar, rússneskar Sukhoi herþotur og leigja út til þess að taka að sér hlut- verk óvinaflugvéla á heræfingum víða um heim. Forstjóri fyrirtækisins, Melville ten Cate, hefur sagt að það muni aðeins eiga viðskipti við ríkisstjórnir sem hliðhollar eru vestrænum ríkjum. Hann segir að fyrirtækið skilgreini sig sem einkarekið hernaðarfyrirtæki. Aðeins hluti af starf- semi þess verður hér á landi en það hefur hingað til meðal annars annast flutninga- þjónustu á ófriðarsvæðum fyrir heri og alþjóðlegar hjálparstofnanir. Heildarfjárfesting ECA vegna kaupa á herþotunum og tengdum tækni- og hern- aðarbúnaði verður um 200 milljarðar króna, þar um fjórir milljarðar hérlendis. Ten Cate hefur sagt að fjármögnun sé til reiðu af hálfu bandarísks fjárfestingar- banka. Eigendur félagsins eru nokkrir erlendir einstaklingar, sem ekki hafa verið nafngreindir. Frá í febrúar og þar til 31. ágúst lá óhreyfð á borði samgönguráðherra skýrsla Flugmálastjórnar þar sem fram kemur að þótt mögulegt sé að skrá her- þotur ECA í borgaralegan flugflota Íslendinga og starfrækja þær hérlendis sé það ýmsum vandkvæðum háð. Mörg atriði séu óljós og erfiðum spurningum ósvarað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verkefnið sem bíður Flugmálastjórnar eftir ákvörðun ráðherrans um að halda áfram vinnu að málinu bæði óvenjulegt og flókið. Leita þarf svara við fjölmörg- um spurningum hjá erlendum ríkjum og fjölþjóðastofnunum. Flugrekstur, þar sem herþotur, jafnvel óvopnaðar, eru reknar undir borgaralegu flugrekstrarleyfi þekkist ekki í öðrum löndum. Þar er litið eftir rekstri herþotna af hálfu hernaðaryfirvalda án þess að borgaraleg stjórnsýsla eigi hlut að máli. Vilji íslensk stjórnvöld greiða ECA leið þarf því að semja við önnur ríki um undanþágur frá ýmsum meginreglum. Nú eru um sjötíu þotur í íslenska flug- flotanum. Um fjörutíu starfsmenn Flug- málastjórnar annast þá stjórnsýslu sem þessu tengist. Um helmingur kostnað- arins er greiddur beint úr ríkissjóði en helmingur með gjaldtöku frá fyrir- tækjunum. Óljóst er hve mikið þyrfti að þenja út starfsemi Flugmálastofnun- ar vegna Sukhoi-herþotna ECA ef ryðja tekst hindrunum úr vegi. Takist slíkir samningar og öðrum hindrunum yrði úr vegi rutt yrðu stjórnsýsluverkefnin sem tengjast ECA þó „umfangsmikil viðbót“ við starfsemi Flugmálastjórnar, að sögn heimildarmanns. Í bréfi ráðherrans til Flugmálastjórn- ar setur hann fram tólf spurningar sem hann felur stofnuninni að kanna. Þær eru birtar hér til hliðar og eins og þar sést þarf m.a. að kanna viðbrögð alþjóðaflug- heimsins við þessu verkefni og svara því hvort líklegt sé að önnur Evrópuríki kynnu að neita þessum vélum um lend- ingarleyfi í framtíðinni. peturg@frettabladid.is Langt í lendingarleyfi ECA á Íslandi Flugmálastjórnar bíður flókið verkefni við að undirbúa skráningu herþotna ECA. Hún þarf meðal annars að kanna hvort önnur Evr- ópuríki myndu neita óvopnuðum herþotum fyrirtækisins um lendingarleyfi. Semja þarf við ýmis ríki um undanþágur frá reglum. Þær spurningar sem Kristján L. Möller, fráfarandi samgönguráðherra, fól Flugmálastjórn að leita svara við áður en hægt er að taka ákvörðun um að skrá óvopnaðar herþotur ECA hér á landi fara hér á eftir. Margar þeirra bera með sér hve óvenjulegt verkefni hér er á ferð og hve mörgum grundvallar- spurningum um það hvort starfsemin sé raunhæf hér á landi er ósvarað en þoturnar eiga að vera í sífelldum ferðum til að taka þátt í heræfingum víða um heim. ■ Eru ríki sem Ísland á í samstarfi við tilbúin að aðstoða við ECA-verkefnið, til dæmis varðandi skrán- ingu vélanna? Hvaða ríki eru það og hvert er viðhorf þeirra til verkefnisins? ■ Kanna þarf reglur sem gilda í nágrannaríkjum um slíka starfsemi eftir því sem við á. ■ Er reynsla og þekking til staðar á Íslandi á þeim flugvélum sem ECA hefur sótt um flugrekstrarleyfi á? ■ Hver er ábyrgð íslenskra yfirvalda á flugförum ECA við æfingar utan lofthelgi? ■ Hvert er mat Flugmálastjórnar á viðbrögðum alþjóðaflugheimsins vegna verkefnisins? ■ Er líklegt að önnur Evrópuríki kynnu að neita þessum vélum um lendingarleyfi í framtíðinni? ■ Má búast við að hávaði frá þessum vélum trufli samfélagið við völlinn? Er hægt að takmarka hávaðamengun, t.d. þannig að ekki verði notast við eftirbrennara sem yfirleitt valda mestri hávaða- mengun? ■ Hefur þessi starfsemi áhrif á losunarkvóta Íslands á kolvetni? ■ Gerir umsókn ECA einungis ráð fyrir að fyrirtækið starfi fyrir ríki NATO? Ef ekki, tilgreina þá hvaða önnur ríki um er að ræða. ■ Önnur álitamál sem Flugmálastjórn vill koma á framfæri. Áður en ECA fær leyfi Á FUNDI UNCTAD Ingrid Fiskaa, frá utanríkisráðuneyti Noregs, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Supachai Panitchpakdi, framkvæmdastjóri UNCTAD. MYND/FORSETAEMBÆTTIÐ UTANRÍKISMÁL Helstu orsakir íslensku fjármálakreppunnar voru bundnar við óábyrga lánastarfsemi þriggja einkabanka. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarræðu sinni á sérstökum fundi sem haldinn var á alþjóðaþingi Viðskipta- og þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNCTAD, í Xiamen í Kína í gær. „Fundinn, sem fjallaði um ábyrga fjármálastjórn ríkja, sóttu áhrifa- menn í fjármálum og efnahagsmál- um víða að úr veröldinni,“ segir í tilkynningu forsetaembættisins. Ólafur sagði endurskipulagningu alþjóðlega fjármálakerfisins verða að byggja á ábyrgri fjármálastefnu ríkja, samvinnu og stöðugleika. Um leið varaði hann við þeim hættum sem mikil skuldasöfnun hefði í för með sér. Þær hefðu áður fyrr verið bundnar við þróunarríki en settu nú svip á vanda ýmissa Evrópu- ríkja. „Íslenska ríkið hefði ávallt stað- ið við allar sínar alþjóðlegu skuld- bindingar og greitt að fullu þau lán sem það hefði tekið.“ Ólafur sagði mikilvægt að stjórn- völd í öllum löndum legðu nú grunn að traustri og ábyrgri fjármála- stefnu, bæði einkaaðila og hins opinbera. „Það ætti ekki síst við um lánar- drottna sem yrðu að gaumgæfa vel hverjum þeir lánuðu, ganga úr skugga um að tryggingar væru traustar, því ábyrgðin á lánunum væri bæði hjá þeim sem tækju þau og hinum sem veittu lánin.“ - óká Forsetinn varar við aukinni skuldasöfnun Evrópuríkja: Ísland hafi alltaf borgað skuldir sínar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.