Fréttablaðið - 09.09.2010, Side 22
22 9. september 2010 FIMMTUDAGUR
Ferðaþjónustan er á topp þremur
listanum í öflun gjaldeyristekna
hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands
árið 2008 skiptust þannig að 29,7%
voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9%
af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á mál-
efnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur
okkar aukast til muna.
Áætlun um ferðamennsku á hálendinu
Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga
á Alþingi um gerð áætlunar
um ferðamennsku á miðhá-
lendi Íslands þannig að unnt sé
að taka vel á móti þeim aukna
fjölda ferðamanna sem ferðast
um hálendið án þess að ganga of
nærri því. Undirrituð er fyrsti
flutningsmaður tillögunnar, en
þingmenn úr öllum flokkum eru
meðflutningsmenn. Nú verður
það verk iðnaðarráðherra og
umhverfisráðherra að vinna
áætlunina fyrir árslok 2013.
Verkefni þetta er afar aðkallandi
því mikilvægt er að hugað sé
með skipulögðum hætti að nýt-
ingu hálendisins og annarra lítt
snortinna náttúrusvæða fyrir
ferðaþjónustuna. Við viljum taka
vel á móti ferðamönnum, erlend-
um sem innlendum, án þess að
ganga of nærri umhverfinu á
sama tíma.
Milljón ferðamenn 2016
Ísland nýtur vaxandi hylli ferða-
manna. Sé litið til hlutfallslegrar
aukningar síðustu ára má vænta
þess að yfir ein milljón erlendra
ferðamanna sæki landið heim
árið 2016 en í fyrra voru þeir um
500.000 talsins. Hvernig ætlum
við að taka á móti ferðamönnum
svo að sem flestum líki á sama
tíma og við verjumst ágangi á
viðkvæmustu svæðunum? Til
hvaða ferðamannahópa eigum
við að höfða og hvert eigum við
að beina þeim? Er hægt að dreifa
ferðamönnunum á fleiri staði
og á hvaða staði þá helst? Hvaða
ferðamannahópar geta samnýtt
svæði og á hvaða hátt svo ekki
skapist togstreita milli þeirra?
Erum við komin að þolmörkum
einstakra svæða þ.a. verði ferða-
mannafjöldinn meiri þar hnign-
ar svæðunum, þau skemmast
og ferðamenn verða óánægðir?
Hvar liggja áherslur ferðaþjón-
ustufyrirtækja, sveitarfélaga,
ferðamanna og annarra hags-
munahópa? Öllum þessu spurn-
ingum þarf að leita svara við
með öflugum rannsóknum í
ferðamennsku og góðu samráði
þegar áætlunin er unnin.
Hálendið vinsælt
Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt
á grundvelli hreinnar óspilltrar
náttúru þar sem saman fer sér-
stætt og fjölbreytilegt landslag
og ósnortin víðerni. Um 42%
landsins flokkast til ósnortinna
víðerna. Ósnortin víðerni án
jökla eru innan við 31% lands-
ins og brýnt að huga vel að þess-
um landsvæðum svo sérstaðan
glatist ekki. Kannanir Ferða-
málastofu (2006) sýna glögglega
að vel hefur tekist til í kynn-
ingarmálum en 76% erlendra
ferðamanna koma til að upp-
lifa náttúruna. Hálendið skipar
þar mikilvægan sess en sam-
kvæmt könnun Ferðamálastofu
(2008) fara um 26% erlendra
ferðamanna í Landmannalaug-
ar, vinsælustu náttúruperlu
hálendisins. Undirrituð gekk
fjölsóttustu gönguleið landsins
fyrir skömmu, Laugaveginn
milli Landmannalauga og Þórs-
merkur, alls 55 km. leið. Gist var
í skálum Ferðafélags Íslands,
en þar taka liprir skálaverðir
vel á móti göngufólk í lok hvers
göngudags. Þessa stórkostlegu
leið ganga 8.000-10.000 manns
árlega, útlendingar og Íslending-
ar. Land þar sem slíka gönguleið
er að finna og margar aðrar af
sömu gæðum er auðugt, svo ekki
sé minnst á alla hina mikilvægu
áningarstaðina sem ferðamenn
sækja heim um land allt.
Atvinna og gjaldeyristekjur
Ferðaþjónustan veitir mörg kær-
komin atvinnutækifæri m.a. á
landsbyggðinni. Með vaxandi
fjölda ferðamanna skapast ný
og mikilvæg störf. Ferðaþjón-
ustan er á topp þremur listan-
um í öflun gjaldeyristekna hér á
landi. Gjaldeyristekjur Íslands
árið 2008 skiptust þannig að
29,7% voru af stóriðju, 26,3%
af sjávarafurðum og 16,9% af
erlendum ferðamönnum. Ef vel
er haldið á málefnum ferðaþjón-
ustunnar munu gjaldeyristekjur
okkar aukast til muna. Af fram-
angreindu er ljóst að það er allra
hagur að vinna áætlun um ferða-
mennsku á miðhálendinu. Því
fyrr, því betra.
Hálendið
Siv
Friðleifsdóttir
alþingismaður
Föstudaginn 3. september síð-astliðinn var í tilefni Ljósa-
nætur í Reykjanesbæ afhjúpað
listaverk eftir bandaríska lista-
manninn Todd McGrain. Verk
Todd McGrain er því miður neyð-
arleg endurtekning á verki eftir
íslenska myndlistarmanninn
Ólöfu Nordal, verki sem hefur
staðið í 13 ár úti í Skerjafirði og
er í eigu Listasafns Reykjavík-
ur.
Listaverk Ólafar er 120 cm hátt
og er úr áli, það stendur á flæðis-
keri í Skerjafirðinum og horfir til
Eldeyjar, með álverið í Straums-
vík í baksýn. Verk Todds er 157
cm hátt úr bronsi, staðsett við
Valahnúk á Reykjanesi og horf-
ir til Eldeyjar. Grunnhugmynd
verkanna er hin sama, minna á
að tegundin dó út vegna ásókn-
ar manna og hversu viðkvæmt
sampil náttúru og manns er.
Verk Todd McGrain er hluti
af „The Lost Bird Project“ sem
listamaðurinn segist hafa verið
að vinna að undanfarin ár til að
minnast fimm norður-amerískra
fuglategunda sem hefur verið
útrýmt. Í undirbúningsvinnu
sinni hefur hann án vafa rekist
á upplýsingar um verk Ólafar og
myndir af því.
Siðferði í
Höfundarréttur
Harpa Björnsdóttir
myndlistarmaður