Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 28
9. september 2010 FIMMTUDAGUR4
Finnur Guðni Þórðarson hefur
getið sér gott orð frá því að hann
lauk sveinsprófi í gullsmíði frá
Iðnskólanum í Reykjavík árið
2004. Hann lærði hjá Dýrfinnu
Torfadóttur á Akranesi frá árinu
2001 til 2004 og vann hjá henni
eftir það til 2007 þegar hann
ákvað að fara út í sjálfstæðan
rekstur. „Í kjölfarið opnuðum við
sameiginlega vinnustofu og versl-
un að Stillholti 16-18, en erum þó
með aðskilinn rekstur,“ segir
Finnur. Hann vinnur mest með
silfur en notar líka gull og alls
kyns steina. „Ég hef síðan tals-
vert verið að vinna upp úr gömlu
gulli en þá kemur fólk með gam-
alt skart og lætur vinna upp úr
því nýtt,“ segir Finnur og mun
það hafa aukist eftir kreppu.
Hömruð áferð er nokkuð ein-
kennandi fyrir skartgripi Finns
en þó má sjá ýmsu öðru bregða
fyrir. „Stórir aðilar á erlendri
grund geta margir látið tvær línur
á ári duga en það gengur ekki
á Íslandi og þarf að bjóða upp á
alla flóruna.“ Finnur segir starfið
krefjandi en um leið skemmtilegt.
„Ég handsmíða allt og er ekkert
farinn að fjöldaframleiða eins
og sumir kollegar mínir.“ Finn-
ur tekur líka að sér viðgerðir en
þá gildir að vanda vel til verka
enda er hann oft með viðkvæma
hluti, sem hafa persónulegt gildi,
í höndunum.
Finnur er með gripina sína í
umboðssölu á Ísafirði, þaðan sem
hann er ættaður, og á Selfossi en
er auk þess að þreifa fyrir sér
í Reykjavík og jafnvel á Akur-
eyri. „Þá opnaði ég facebooksíðu
í fyrra og hafa viðtökurnar verið
vonum framar.“ Skartgripina er
hægt að skoða nánar á www.finn-
ur.is. vera@frettabladid.is
Silfur og gamalt gull
Gullsmiðurinn Finnur Guðni Þórðarson lætur æ meira að sér kveða en hann hóf sjálfstæðan rekstur á
því herrans ári 2007. Hann vinnur mest með silfur og handsmíðar allt sem hann gerir.
Finnur hóf sjálfstæðan rekstur á Akranesi fyrir þremur árum. MYNDIR/ ÖRN ARNARSON
Finnur gerir hringa, hálsmen,
eyrnalokka og armbönd ásamt
því að bjóða talsvert úrval
skartgripa fyrir karlmenn.
Hér er annað dæmi
um það nýjasta úr
smiðju Finns.
Hér má sjá hálsmen úr
nýjustu línu Finns.
Hömruð áferð er nokkuð ein-
kennandi fyrir skargripi Finns.
Linzi Stoppard fiðluleikari
klæddist íburðarmiklum kjól
þegar hún stillti sér upp með
hermönnum í fullum skrúða í
Hyde Park í London á dögunum.
Uppátækið var ætlað til að vekja
athygli á góðgerðasamkomu.
Breski tískuhönnuðurinn Jasper
Conran hannaði íburðarmikinn
kjól fiðluleikarans Linzi Stoppard,
sérstaklega fyrir fjáröflunar-
kvöldverð sem fram fer 26.
október næstkomandi þar sem
safna á fyrir breska hermenn
sem eiga um sárt að binda.
Við það tækifæri munu yfir
fimmtíu breskir fatahönnuðir
sýna hönnun sína, þar á meðal
Matthew Williamson, Victoria
Beckham, Julien Macdonald
og Paul Smith. Þá verða boðnir
upp munir gefnir af stjörnum
á borð við Dame Helen Mirren,
Stephen Webster og Stephen
Fry og sérstök útgáfa af Range
Rover jeppa af árgerð 2011 til
Tíska til fjáröflunar
Linzi Stoppard vekur athygli á fjáröflunar-
kvöldverði í Hyde Park í London.
Sofia Coppola er
þekktust sem leikstjóri
kvikmynda á borð við
Lost in Translation og
Marie Antoinette. Hún
hefur einnig hannað
töskur fyrir hátísku-
merkið Louis Vuitt-
on. Nýjasta töskulína
hennar kemur
í verslanir í
október á
þessu ári.
stylefrizz.com
Sími 694 7911
Eikjuvogur 29, 104 Rvk.
Opið
mán.fim 12–18, fös. 12–16,
lau. lokað
Haust og vetrar-
línan komin.
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504
Þú færð Fréttablaðið
á kostnaðarverði á 90 stöðum
um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing