Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 52
36 9. september 2010 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Jólatónleikar Björgvins
Halldórssonar verða með
glæsilegasta móti í ár en
þrír erlendir gestir munu
troða upp og flytja jólalög
með sínu nefi. Tilkynnt
hefur verið um Alexander
Rybak og Paul Potts en síð-
asta púslið er breska óperu-
söngkonan Summer Watson.
Summer Watson er rísandi stjarna
í óperuheiminum og hefur sung-
ið í mörgum af stærstu óperuhús-
um heims. Fréttablaðið náði tali af
henni í Los Angeles í stutta stund
í gær. „Ég hef aldrei komið til
Íslands áður, ég hef alltaf heyrt að
fólkið þar sé ákaflega vingjarnlegt
og opið og að hverirnir séu einstak-
lega heilnæmir,“ segir Summer og
á þar væntanlega við Bláa lónið.
Summer kveðst líka hafa heyrt að
landslagið á Íslandi sé einstakt og
hún hlakkar mikið til að koma og
syngja nokkur jólalög fyrir íslenska
áhorfendur.
Summer er þekkt fyrir að vera
mikil ferðamanneskja, hefur ferð-
ast um Evrópu, Afríku, Asíu, Ástr-
alíu og sungið víðs vegar um Amer-
íku. Þar að auki sigraðist hún á
Mount Blanc-fjallinu og hyggst
heimsækja Norðurpólinn á þessu
ári. Hún segist því ekki hafa þurft
að hugsa sig lengi um þegar boð
um að koma til Íslands barst henni.
„Ísland hefur alltaf verið ofarlega
á lista yfir þau lönd sem mig hefur
langað til að heimsækja þannig að
það þurfti ekki mikið til að sann-
færa mig,“ segir Summer.
Breska óperusöngkonan segist
hafa fylgst ágætlega með íslensku
tónlistarlífi. Björk er þar auðvitað
fyrst á lista en Summer hefur unnið
töluvert með upptökustjóranum
Marius de Vries sem hefur tekið
upp með íslensku söngkonunni.
„Og svo voru Sykurmolarnir auð-
vitað frábærir. Ég hins vegar elska
Sigur Rós og þá sérstaklega Hopp-
ípolla-lagið þeirra. Draumur minn
væri að halda tónleika og vinna að
einhverri tónlist með þeim.“
freyrgigja@frettabladid.is
...ég sá það á Vísi
Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita
um lítil og stór brúðkaup, veislurnar, borðbúnaðinn, kransakökurnar, og
veislugestina – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr
Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð.
Vísir er með það.
„Brúðkaup“
> KAUPIR HÚS Í BRETLANDI
Söngvarinn Robbie Williams hefur fest
kaup á einbýlishúsi í Bretlandi aðeins
einu ári eftir að hann fluttist til
Bandaríkjanna því hann kærði sig
ekki um veðurfarið á Bretlandi.
Hann og eiginkona hans Ayda Fi-
elds voru ekki hrifin af köldu veðri
og sóttu því í sólina til Los Ang-
eles. Nú virðast skötuhjúin vera
komin með leiða á sólinni og
hyggjast setjast að á herragarði í
bænum Kent í Suður Englandi.
Óperudíva syngur með Bó
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum
stendur til að mynda, enn á ný, ævintýrið
um skytturnar D‘Artagnan, Atos, Portos og
Aramis sem Alexander Dumas gerði ódauð-
lega í samnefndri bók. Þeir Matthew Mac-
fadyen, Logan Lerman, Luke Evans og Ray
Stevenson fá það erfiða hlutskipti að lyfta
sverði og hrópa: „Einn fyrir alla og allir
fyrir einn.“ Þótt þeir séu vissulega ungir
og óreyndir verða þeir dyggilega studd-
ir af Óskarsverðlaunahafanum Christoph
Waltz og Orlando Bloom auk Millu Jovov-
ich.
Milla sagði við fjölmiðla nýverið að
þessi Skyttumynd væri ekki í líkingu við
neitt sem fólk hefði áður séð. „Við höfum
verið í mjög stífum æfingum og búin að
prófa heilan helling af búningum og
hárgreiðslum. Þetta mun líta stór-
kostlega út,“ segir Milla sem leik-
ur M‘lady De Winter í myndinni.
Milla bætir því við að áhættuat-
riðin eigi eftir að koma fólki í
opna skjöldu. „Mér er það til
efs að fólk hafi einhvern tím-
ann séð konu í korseletti í jafn-
miklum loftköstum og í þess-
ari mynd. Þetta á eftir að vekja
mikla athygli,“ bætir Milla við
en myndin verður væntanlega
frumsýnd á næsta ári.
Í SKYTTUMYND Milla Jovovich og
Christoph Waltz leika bæði í nýrri
Skyttumynd sem verður frumsýnd
á næsta ári.
Leikmunadeild Þjóðleikhússins hefur verið önnum
kafin að undanförnu við að útbúa gervihrossakjöt
fyrir verkið Finnski hesturinn sem verður frum-
sýnt 15. október.
„Við erum búin að vera að stúdera hrossakjötið.
Leikmunadeildin fór í heimsókn í sláturhús á Sel-
fossi. Þar var stöðvarstjórinn svo almennilegur að
leyfa okkur að skoða,“ segir Ásta Sigríður Jónsdótt-
ir úr leikmunadeildinni en henni til halds og trausts
hefur verið Högni Sigurþórsson. „Við fengum að
spjalla aðeins við fólkið og fengum að sjá hvernig
þetta er unnið.“
Hún segir að vinnan við gervikjötið hafi geng-
ið mjög vel og verið virkilega skemmtileg. Notað
hafi verið sílikon við „framleiðsluna“ en í leikritinu
drepast fimm hestar. Því þurfa leikararnir að með-
höndla kjötið í mörgum atriðum. Ásta viðurkennir
að vinnan hafi verið fremur subbuleg. „En það er nú
ýmislegt subbulegt sem maður gerir í þessu starfi.“
Finnski hesturinn gerist á bóndabæ í afskekktri
sveit í Finnlandi og með helstu hlutverk fara Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson. -fb
Hrossakjötsnám í sláturhúsi
MEÐ GERVIHROSSAKJÖTIÐ Ásta Sigríður Jónsdóttir meðhöndl-
ar gervihrossakjötið vegna sýningarinnar Finnski hesturinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Óskarsverðlaunaleikkonan Helen
Mirren segist ekki eiga orð yfir
það hversu hæfileikaríkur landi
hennar, Russel Brand, sé. Þau tvö
leika á móti hvort öðru í kvik-
myndinni Arthur en hún er end-
urgerð á hinni sígildu Dudley
Moore-mynd frá árinu 1981.
„Brand hefur ótrúlegan grín-
heila og hefur næmt auga fyrir
smáatriðum,“ segir Mirren og
bætir því við að hún hafi verið
mikill aðdáandi gömlu myndar-
innar en hún fjallar um metnað-
arlausan erfingja sem á í erfið-
leikum með áfengi.
Ótrúlegur Brand
GÓÐIR GESTIR
Paul Potts, Alexander Rybak
og Summer Watson eru þeir
erlendu gestir sem heiðra Björgvin
Halldórsson á Jólagestum í ár.
Auk þeirra koma meðal annars
fram Sigríður Thorlacius og Högni
Egilsson úr Hjaltalín og Jóhanna
Guðrún sem mun syngja dúett
með norsku Eurovision-stjörnunni.
Milla lofar góðum Skyttum