Fréttablaðið - 13.09.2010, Side 4

Fréttablaðið - 13.09.2010, Side 4
4 13. september 2010 MÁNUDAGUR SKÝRSLA ÞINGMANNANEFNDAR: Niðurstöður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Meirihluti níu manna þingmanna- nefndar telur að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi síð- ustu mánuðina fyrir hrun bank- anna í október. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar telja að Geir H. Haarde forsætisráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra séu sek um van- rækslu. Þau beri að ákæra sam- kvæmt því og draga fyrir Lands- dóm. Líklegt sé að þau verði sakfelld þar. Að auki vilja þrír síðastnefndu flokkarnir ákæra Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra. Um ákæruatriðin segir meðal annars í þingsályktunartillögu Vinstri grænna, Framsóknar- flokks og Hreyfingarinnar að ráðherrarnir fyrrverandi séu kærðir fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyld- um sínum andspænis stórfelldri hættu sem vofað hafi yfir íslensk- um fjármálastofnunum og ríkis- sjóði. Sérstaklega er nefnt sinnu- leysi gagnvart því að tryggja að Icesave-reikningum Landsbank- ans yrði komið yfir í dótturfélag ytra. Andstætt rannsóknarnefnd Alþingis telur meirihluti þing- mannanefndarinnar að Ingbjörg Sólrún Gísladóttir hafi gerst sek um vanrækslu í starfi sem utan- ríkisráðherra. Í áðurnefndri þingsályktunartillögu segir að Ingibjörg Sólrún hafi vorið 2008 haft „allar forsendur til að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að aðhafast“ og hún hafi brotið gegn stjórnarskránni með því að beita sér ekki fyrir því „að fyrirsjáan- leg hætta fyrir heill íslenska ríkis- ins, sem sífellt óx, skuli ekki hafa verið rædd á ráðherrafundi“. Tveir fulltrúar Samfylkingar- innar, flokkssystkin viðskipta- ráðherrans fyrrverandi, segja að varðandi Björgvin verði að taka „tillit til þeirrar verkstjórnar og raunverulegrar verkaskiptingar sem var viðhöfð innan ríkisstjórn- arinnar“ og „þeirra takmörkuðu upplýsinga“ sem fyrrverandi við- skiptaráðherra hafi búið yfir. Ekki sé hægt að fullyrða að athafnir eða athafnaleysi Björgvins falli undir vanrækslu í skilningi laganna. Tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í þingmannanefndinni vilja engan ákæra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. gar@frettabladid.is Ráðherrar úr hruninu komi fyrir Landsdóm Fulltrúar fjögurra flokka í þingmannanefnd vilja þrjá ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir landsdóm vegna vanrækslu í starfi fyrir hrunið. Þrír flokk- anna vilja bæta fjórða ráðherranum við. Sjálfstæðismenn vilja engar ákærur. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÁRNI MATHIESEN INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIRNS OG GEIR H. HAARDE Oddvitar ríkisstjórnarinnar sem fór með völd í aðdraganda bankahruns- ins eru sekir um vanrækslu að sögn meirihluta þingmannanefndar sem telur líklegt að ráðherrarnir fyrrverandi verði sakfelldir í Landsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 19° 19° 18° 18° 15° 18° 18° 24° 19° 28° 26° 34° 18° 21° 18° 17° Á MORGUN Allhvasst eða hvassviðri. MIÐVIKUDAGUR Fremur stíf norðanátt. 10 10 10 10 12 12 6 8 11 11 11 6 7 10 6 3 7 6 3 7 3 8 7 14 8 8 10 6 6 8 7 12 KÓLNANDI VEÐUR Það eru horfur á allhvassri norðan- átt á landinu á morgun með talsverðri rigninu norðanlands en sunnan heiða verð- ur þurrt og bjart með köfl um. Hitinn lækkar heldur er líður á vikuna. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Þingsályktun VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar: Fjórir verði ákærðir Kæruatriði Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir brot framin á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár, af ásetningi eða stórkostlegu hirðu- leysi. A. Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem for- sætisráðherra andspænis stór- felldri hættu sem vofði yfir íslensk- um fjármálastofn- unum og ríkis- sjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunn- ugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerð- um, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. B. Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. C. Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efna- hagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutn- ingi Icesave-reikninga Landsbank- ans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. D. Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjár- málastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. E. Fyrir að hafa á framan- greindu tímabili látið farast fyrir að fram- kvæma það sem fyr- irskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins um skyldu til að halda ráðherra- fundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráð- herrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað form- lega um hann á ráðherrafund- um og ekkert skráð um þau efni á fund- unum. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum eftir fund hans, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, Árna M. Mathie- sen og formanns stjórnar Seðlabank- ans 7. febrúar 2008, eftir fund hans og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur með bankastjórn Seðlabankans 1. apríl 2008 og í kjölfar yfirlýsingar til sænsku, dönsku og norsku seðla- bankanna sem undirrituð var 15. maí 2008. Forsætisráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bank- anna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið. Samkvæmt þingsályktunartil- lögu VG, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar á að ákæra þau Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðhera, Árna Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra og Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi viðskiptaráð- herra í meginatriðum fyrir sömu atriði og fyrrverandi forsætisráð- herra, þó ekki lið D hér að ofan. Þingsályktun Samfylkingar Efnisatriði þingsályktunartillögu Samfylkingar eru í samræmi við ofangreinda tillögu að því und- anskildu að ekki er gerð tillaga um ákæru á hendur Björgvini G. Sigurðssyni. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is ® • Hólagarði • Spöng • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri www.apotekid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.