Fréttablaðið - 13.09.2010, Page 14

Fréttablaðið - 13.09.2010, Page 14
14 13. september 2010 MÁNUDAGUR Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undan- farin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekk- ingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin – eins og aðrar atvinnugreinar – hefur orðið fyrir verulegum kostn- aðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vöru- tegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarlið- um fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undan- tekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökk- breyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein – ef byggingariðnaður er undanskil- inn –- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Versl- unin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opin- berir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræð- una ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það. Umræða á villigötum Eftir Búsáhaldabyltinguna hefur komið fram sterk krafa um að gerðar verði breytingar á íslensku stjórnarskránni. Breytingarn- ar fara hins vegar eftir því hver hefur orðið hverju sinni. Kröfur stjórnmálamanna um breytingar á stjórnarskránni hafa oftast mótast af því hvort þeir hafa setið í stjórn eða stjórnarandstöðu eins og und- angengin þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave sýndi glöggt. Engum ætti að dyljast að túlkun stjórnar- skrárinnar skiptir miklu en hún hefur oftast verið hagsmunatengd og í litlu samhengi við upphaf- legt inntak hennar. Enn á ný hafa komið fram lítt ígrundaðar tillögur um að breyta stjórnarskránni sem öðru fremur sýna hve litla virð- ingu menn hafa í raun fyrir þessu grundvallarriti íslenskrar stjórn- skipunar. Stjórnarskráin er lifandi rit sem býður upp á mismunandi túlkanir sem gerir það að verkum að hægt er að gera nauðsynlegar umbætur á stjórnskipun landsins án þess að breyta sjálfri stjórnar- skránni. Túlkun í litlu samræmi við inntak Þegar umræða síðustu áratuga um stjórnarskrána er skoðuð sést að inntak hennar er mjög lagatækni- legt. Það kemur til af því að lög- mönnum hefur verið látið eftir að túlka hana, oftast í þeim til- gangi að réttlæta ríkjandi ástand í stjórnskipun landsins. Þessi túlk- un lögmanna hefur oft verið mjög frjálsleg og í litlu samræmi við inntak stjórnarskrárinnar. Þannig hefur skapast ástand sem er ekki í anda stjórnarskrárinnar og þeirr- ar þrískiptingar valdsins sem hún gengur út á og er í raun grundvöll- ur okkar stjórnskipunar. Allan lýðveldistímann hafa stjórnmálaflokkarnir reynst ófær- ir um að endurskoða stjórnskipun- arkaflann í stjórnarskránni, sem er að uppistöðu frá 1920, nánast með þeirri breytingu einni að í stað konungs kom forseti með lýðveldisstofnuninni 1944. Hafi breytingar verið gerðar á stjórnar- skránni hafa þær einskorðast við réttindaþátt hennar eða breyting- ar á kjördæmaskipan. Á sama tíma hafa hagsmunir meirihluta Alþing- is ráðið því að mikil óvissa hefur verið um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Með þeim hætti hefur hann verið útilokaður frá því að hafa teljanleg afskipti af fram- kvæmdarvaldinu sem hann þó fer formlega með samkvæmt stjórn- arskránni. Þessi stjórnskipulega óvissa um valdheimildir forseta hefur í raun orðið þess valdandi að sá megintilgangur stjórnar- skrárinnar, að tryggja þrískipt- ingu valdsins, hefur ekki náðst. Fyrir vikið hefur skapast sú hefð að framkvæmdar- og löggjafar- vald hefur verið á hendi meiri- hluta þingsins hverju sinni þó það sé í augljósri andstöðu við grunn- hugmynd stjórnarskrárinnar um skiptingu valdsins. Sjálfstæðar einingar Stjórnskipulega séð eiga löggjaf- arvald, dómsvald og framkvæmd- arvald að vera sjálfstæðar eining- ar. Það er til þess að tryggja að borgarar landsins séu ekki settir í þá stöðu að sami aðilinn og setur lögin, dæmi eftir þeim og fram- fylgi. Á þessu hefur orðið mis- brestur og í reynd hefur verið sá háttur á stjórnskipun landsins að meirihluti þings hefur haft tök á framkvæmdar- og löggjafarvald- inu. Til að bæta gráu ofan á svart getur einn og sami flokkur komist í þá aðstöðu að geta skipað meiri- hluta dómara á báðum dómstig- um, haldi hann nógu lengi völdum í dómsmálaráðuneytinu. Þannig getur sú fráleita staða skapast að sami aðilinn hafi tök á öllum þrem- ur stoðum stjórnkerfisins og þar með öðlast völd sem aðeins ein- valdskonungar fyrri ára gátu látið sig dreyma um. Færa má fyrir því veigamikil rök að orsök efnahagshrunsins á Íslandi megi meðal annars rekja til sjálfheldu sem íslensk stjórn- skipun er búin að koma sér í með þeirri framkvæmd þingræðisregl- unnar sem hér hefur verið rakin og birtist í því að engin ríkisstjórn getur setið án meirihlutastuðn- ings Alþingis. Það hefur gerst þrátt fyrir að í stjórnarskránni sé skýrt kveðið á um aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdarvalds. Hér á við eins og svo oft áður, að ekki verður bæði sleppt og haldið. Sé það ætl- unin að skilja á milli framkvæmd- arvalds og löggjafarvalds þá getur þingið ekki krafist þess að allar ríkisstjórnir njóti meirihlutafylg- is á þingi. Með því gerir þingið í reynd kröfu til þess að stýra fram- kvæmdarvaldinu sem vinnur gegn grunnhugmynd stjórnarskrárinnar um aðskilnað valdsviða. Þingræðisreglan Þessi krafa meirihluta þingsins til þess að stýra framkvæmdarvald- inu birtist skýrast í þingræðisregl- unni og á hún rætur sínar í sjálf- stæðisbaráttunni. Þingræðisreglan var upphaflega sett fram þegar heimastjórn komst á. Það var til að tryggja að konungur skipaði ekki Dani sem ráðherra heldur Íslend- inga. Síðar hefur þingræðisreglan verið notuð til að réttlæta framsal forseta á framkvæmdarvaldinu til meirihluta þingsins. Það hefur gerst þrátt fyrir að þingræðisregl- una sé hvergi að finna í stjórnar- skránni eða lagasetningu sem byggist á henni. Í eðli sínu er hún andstæð áherslu stjórnarskrárinn- ar á þrískiptingu valdsins. Þing- ræðisreglan er því kennisetning fremur en lög og verður að taka hana sem slíka. Árið 1942 reyndi á þennan skiln- ing stjórnarskrárinnar þegar Sveinn Björnsson, þáverandi rík- isstjóri og umboðsmaður konungs, skipaði utanþingsstjórn í óþökk meirihluta þings. Þessi stjórn var skipuð embættismönnum og mönn- um úr atvinnulífinu og sat í tvö ár. Þarna má segja að hafi reynt á þann skilning á stjórnarskránni að konungur væri í raun hand- hafi framkvæmdarvaldsins og því gæti fulltrúi hans, í þessu til- viki Sveinn Björnsson, skipað rík- isstjórn sem nyti ekki stuðnings þingsins. Allt þetta er merkilegt í ljósi þess að Alþingi kaus Svein síðan mótatkvæðalaust sem fyrsta forseta lýðveldisins 1944. Freist- andi er að líta á það sem staðfest- ingu þess að þingið taldi Svein hafa að fullu farið eftir stjórnar- skránni þegar hann skipaði utan- þingsstjórn tveimur árum áður. Eðlilegt verður að telja að sá rétt- ur sem fulltrúi konungs hafði til að skipa ríkisstjórn hafi færst yfir til forseta. Því má ætla, að telji for- seti að vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu sé rétt að skipa ríkisstjórn utan þings þá hafi hann fullan rétt til þess samkvæmt stjórnarskránni. – Og í raun má með gildum rökum halda því fram að honum sé skylt að gera það til að tryggja þrískipt- ingu valdsins. Túlkunarvandi stjórnarskrárinnarVERÐLAGSMÁL Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon formaður og framkvæmdastjóri SVÞ Stjórnarskráin Guðmundur S. Johnsen stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri Þessi túlkun lögmanna hefur oft verið mjög frjálsleg og í litlu samræmi við inntak stjórnarskrárinnar. Ísland í Evrópu Hádegisfundir á Kaffi Sólon um Ísland í Evrópu á þriðjudögum kl. 12-13 Samfylkingin xs.is Evrópuvakt Samfylkingarinnar kynnir 14. sept. Var Ísland ávallt afskipt og einangrað? Tengsl Íslendinga við umheiminn Óskar Guðmundsson, rithöfundur 28. sept. Landsbyggðin lifir í Evrópu Anna Margrét Guðjónsdóttir, alþingismaður, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands 12. okt. ESB: Stærsta friðarbandalagið eða hernaðarbandalag? Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur, og Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður 26. okt. Evra eða króna? Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra 9. nóv. Evrópusambandið fyrir Ísland? Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður 23. nóv. Evrópusambandsaðild og auðlindir Aðalsteinn Leifsson, lektor í viðskiptafræðideild, og Kristján Vigfússon, aðjúnkt í viðskiptafræðideild 7. des. Endurtekur sagan sig? Sögulegar víddir Evrópuumræðunnar Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, og Torfi H. Tulinius, prófessor í miðaldabókmenntum Allir velkomnir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.