Fréttablaðið - 13.09.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 13.09.2010, Síða 18
Margrét Ósk Árnadóttir hann- yrðakona fékk bútasaumsbakterí- una þegar hún fór á námskeið með systur sinni hjá Heimilisiðnaðar- félaginu fyrir 30 árum. „Ég var svo sem ekkert spennt þá, en það æxlaðist svo að ég hélt áfram en systir mín hætti,“ rifj- ar Margrét upp. Hún segist hafa notað bútasauminn aðallega til að skreyta föt barna sinna til að byrja með en hún saumaði föt bæði á sjálfa sig og börn sín þegar þau voru lítil. „Ég gerði ekki mikið af stórum teppum en þó saumaði ég eitt og annað fyrir heimilið. Ég sauma frekar smærri nytjahluti eins og veski. Það er svo gott að eiga slíkt til tækifærisgjafa,“ segir Margrét og telur bútasauminn ekki sein- legan heldur þvert á móti mjög skemmtilegan og skapandi. „Þetta er alls ekki seinlegt þegar æfingin er komin. Ég sauma mest í vél og svo eru alltaf að koma fram nýjar aðferðir og aukahlutir til að flýta fyrir. Það er jafnvel hægt að sauma heilt rúmteppi á einni helgi.“ Mar- grét er ein stofnenda Íslenska bútasaums- félagsins. Hún komst í kynni við búta- saumskonur á Norðurlöndunum gegnum internetið og þær komu í heimsókn hingað til lands. Í fram- haldinu boðuðu Margrét og fleiri til stofnfundar í Norræna húsinu, þangað sem mættu 120 konur. „Sú tala fór fljótlega upp í 400 og hefur haldist í kringum það síðan. Meðlimir eru um allt land. Félagið hefur haldið opna sýningu hér í Reykjavík annað hvert ár,“ útskýr- ir Margrét en í fyrra stóð félagið fyrir sýningunni Hafið í Sjóminjasafn- inu við góðar undirtekt- ir. „Forstöðumaðurinn sagði aðsóknina að safn- inu hafa tvöfaldast þennan tíma. Sér- staklega var gaman að sjá hversu marg- ir karlmenn komu og voru yfir sig hrifnir.“ Þessa dagana stend- ur yfir sýning félags- ins í Perlunni þar sem gefur að líta bútasaumsverk félagskvenna af öllu landinu. Á morgun opnar svo önnur sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Innt eftir því hvort það sé þá ekki bara drukkið kaffi í sauma- klúbbum segir Margrét það af og frá. „Þetta eru alvöru sauma- klúbbar þar sem við hittumst með saumavélarnar og saumum. Félagsskapurinn er svo skemmti- legur og við ferðumst til útlanda saman. Það mættu auðvitað vera fleiri yngri konur í félaginu en þær eru eldhressar þessar eldri. Þetta áhuga- mál tengir fólk svo vel saman að aldurinn skiptir engu máli.“ heida@frettabladid.is Alvöru saumaklúbbar Margrét Ósk Árnadóttir hannyrðakona situr við bútasaum hverja stund. Hún er ein stofnenda Íslenska bútasaumsfélagsins og segir saumaklúbba félagsins ekki snúast um kaffi og kökur Þessa dagana stendur yfir sýning félagsins í Perlunni þar sem gefur að líta búta- saumsverk félagskvenna af öllu landinu. Á morgun opnar svo önnur sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Margrét Ósk Árnadóttir segir bútasaum skemmtilegt og skapandi áhugamál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Japanska hönnunarstúdíóið Nendo kynnir á næstunni nýja línu af húsgögnum í Saatchi Galleríinu í London. Línan kallast Thin Black Lines, eða mjóar svartar línur, og eru húsgögnin úr svörtum vír. Eileen Gray hannaði Nonconformist-stólinn árið 1924. Nafnið vísar til þess sem fer ótroðnar slóðir. Stóllinn hafði aðeins einn armpúða og var hannaður til að laga sig að uppáhalds lesstellingu eigandans. Gray var vinsæll arkítekt á þriðja og fjórða áratugnum og var með hönn- unarstofu í París. Gray tilheyrði módernistum sem aðhylltust þá skoðun að húsgögn skyldu ákveðin út frá tilgangi og efni. architecture.about.com Margar konur dreymir um fataher- bergi og eins og allir vita þá geta draumar stundum ræst. Skósöfnun- arárátta virðist nokkuð útbreidd og má ímynda sér að sönnum skósafn- ara þætti mikið til þess koma að hafa heilt herbergi undir skósafnið. En skórnir eru ekki eingöngu fótaprýði, þeir geta lífgað upp á umhverfið. Fyrir forfallna safnara sem geta ekki tekið heilu herbergin undir skópör- in gæti skápur með glerhurðum verið lausnin. Skópörin njóta sín og geym- ast auk þess betur en ef þau væru öll í belg og biðu í forstofunni. - ve Draumar geta ræst SKÓPÖR GETA VERIÐ ANNAÐ OG MEIRA EN FÓTAPRÝÐI. Skóskápur með glerhurðum er lausnin fyrir þá sem ekki hafa heilu herbergin undir skósafnið. Listin að lifa - Art of Living - Öndunartækni og hugleiðsla sem hjálpar til við að lifa í núinu. Umsjón Lilja Steingrímsdóttir. Kl. 13 -14 Hugræn athyglismeðferð - Helstu atriði HAM kynnt. Einfaldar æfingar í smærri hópum með áherslu á jákvæðar hugsanir og staðhæfingar. Skráning nauðsynleg. Umsjón: Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur. Kl. 14:30 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Skiptifatamarkaður kl. 14 - 16 ATH breyttan tíma Borgartúni 25 | Reykjavík | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Reykjavík Vikan 13. - 17. september Mánudagur 13. september Heimanámsaðstoð - Kynning - Þarf barnið þitt aðstoð við heimanám? Viltu gerast sjálfboðaliði í heimanámsaðstoð? Kynning á verkefni Reykjavíkur- deildar Rauða krossins. Umsjón: Þór Gíslason, verkefnastjóri. Kl. 14:30 -15:00 Þriðjudagur 14. september Miðvikudagur 15. september Fimmtudagur 16. september Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Vinir í bata - 12 spora kerfið. Lífið skoðað í víðu samhengi eftir sporunum til að bæta samskipti ofl. Umsjón: Steinunn Frímannsdóttir. Kl.13-14 Föstudagur 17. september Qi-Gong - Fáðu leiðsögn í Qi-Gong æfingum sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Umsjón: Viðar H. Eiríksson. Kl. 12 -13 Bowen tækni - kynning á Bowentækni sem getur lagað kvilla og bætt líðan. 20 mín. prufutími. Skráning nauðsynleg. Umsjón: Guðmann Elíasson, Bowen tæknir. Kl.13-15 Hollustusúpa - Lærðu að búa til holla linsubaunasúpu. Allir fá að smakka. Umsjón: Hrafnhildur Gísladóttir. Kl. 13 -14 Prjónað til góðs - Prjónað í góðum félagsskap og látum gott af því leiða. Allt efni á staðnum. Umsjón: Erna Lúðvíksdóttir. Kl. 13 -16 Naglaskreytingar - Lærðu að mála og skreyta neglur og sláðu í gegn á árshátíðinni eða í saumaklúbbnum. Umsjón: Dúna Árnadóttir. Kl. 14 -16 Útileikfimi og sjósund í Nauthólsvík Kl. 10 Hláturjóga kl.15-16 Gönguhópur - hvernig sem viðrar Kl. 13-14 Ljósmyndaklúbbur kl. 13 -14 Prjónahópur kl. 13 -15 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur - Skráning æskileg. Kl. 14 -16 Saumasmiðjan Kl. 13-15 Jóga Kl. 15-16 TVEIR FLOTTIR Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lau 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. BARBARA - push up í BCD skálum á kr. 7.680,- teg. BARBARA - fyrir þær stærri í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.