Fréttablaðið - 13.09.2010, Side 37

Fréttablaðið - 13.09.2010, Side 37
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 3 ● VIÐHALD Á HAND- VERKFÆRUM Ef verkfæri á að endast þarf að meðhöndla það með umhyggju. • Geymdu eggverkfæri aldrei í verkfærakassa nema á því sé egghlíf. Notaðu slíðrið sem fylgdi verkfærinu. • Til að koma í veg fyrir að verk- færi ryðgi verður að geyma það á þurrum stað. Gott er að bera dálitla olíu á stál til að vernda það burtséð frá því hvar verk- færin eru geymd. Settu nokkra dropa í tusku og strjúktu þunnt lag á. Heimild: Verk að vinna. Drífa Bjarnadóttir, líffræðingur og fiskeldisfræðingur, stendur í fjörugum framkvæmdum í Vík í Mýrdal þar sem hún, ásamt eiginmanni sínum, byggir tveggja hæða einbýlishús og hyggst auk þess reisa fiskeldisstöð. Drífa Bjarnadóttir er menntaður líffræðingur og fiskeldisfræðingur en hún ólst upp í Vík í Mýrdal. Eftir að hafa búið í Reykjavík í nokkur ár flutti hún aftur heim fyrir um tveimur árum, enda fáir jafn góðir staðir eins og Vík til að ala upp börn að hennar sögn en Drífa á þrjú börn. Hún byggir nú tveggja hæða einbýl- ishús í Króktúni í Vík ásamt eigin- manni sínum og enn sem komið er húsið eina húsið í götunni. „Það er gert ráð fyrir fleiri húsum við götuna og vonandi verða þau það. Nokkur uppbygging hefur verið á staðnum síðustu ár, en í Vík búa um 370 manns. Auk minna framkvæmda er verið að byggja tvö önnur hús hér á staðnum,“ segir Drífa. „Við byrjuðum af krafti í apríl en grunnurinn var grafinn í byrjun desember í fyrra. „Lengst af vorum við bara tvö til þrjú að vinna saman í húsinu en erum búin að vera sex í sumar. Eins og stend- ur er neðri hæðin komin og verið að steypa gólfplötuna á efri hæðinni, og um leið og það er búið verður húsið fljótt orðið fokhelt.“ Planið er að flytja inn í húsið fyrir jól, sem einverjir telja bjart- sýni að sögn Drífu, en það er í nægu að snúast þar sem hún ætlar auk þess að koma fiskeldisstöð á lagg- irnar í haust sem hún mun starf- rækja með fjölskyldu sinni. „Við ætlum að byrja í haust að byggja hús undir þá starfsemi í Meðalland- inu en við þurfum að leggja vatn Finnst skemmtilegast að steypa Drífa Bjarnadóttir við fyrstu skóflustunguna. Hún segir engan hissa á framkvæmdagleði hennar í Vík, þar gangi allir í öll verk. Húsið stendur við Króktún í Vík. Útsýnið frá húsinu er óviðjafnanlegt. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI og vinna alla grunnvinnu sjálf því eins og stendur er ekkert þarna. Við stefnum að því að hafa alla starf- semina innandyra.“ Drífa gengur í öll verk sjálf og finnst það gaman en auk fram- kvæmdanna vinnur hún fullan vinnudag. „Ég þyrfti helst að geta sleppt því að sofa en mér finnst gaman að vita að maður hefur tekið þátt í ferlinu sjálfur. Ætli mér finn- ist ekki skemmtilegast að steypa í ferlinu, þá finnst manni verkinu nærri lokið og sér varanlegan ár- angur. Nei, það er enginn hissa á því að maður standi í þessu hér í Vík, allir eru allt í öllu og vanir að ganga í ýmis verk.“ Drífa segir kostina við að byggja marga. „Við létum teikna húsið upp eftir okkar hugmyndum og vitum því hverju við göngum að. Húsið stendur á hæð og byggingin miðar að því að maður njóti útsýnisins til fulls. Fullnægjan er mikil að vita að maður var með puttana í þessu sjálfur. Ætli maður verði ekki líka sparsamari, maður veit hvað hver naglapakki og spýta kostar.“ - jma Með örlítlu hugviti og hugmynda- auðgi er hægt að breyta látlausri kommóðu í hið mesta stofustáss. Á vefsíðunni www.diyideas.com er að finna fjölda hugmynda og leið- beininga um hvernig hægt er að gera hlutina sjálfur á heimilinu. Bæði má þar finna einföld verkefni og flókin og meðal annars er þar sagt og sýnt hvernig breyta má látlausri komm- óðu á þrenns konar máta. Með skemmtilegu veggspjaldi til að mynda í anda Andy War- hol verður kommóðan kúl og töff. Einnig má láta stækka uppáhalds- ljósmyndir úr myndaalbúminu og ljá kommóðunni persónuleg- an stíl. Næsta hugmyndin sem mælt er með á vefsíðunni er að gefa komm- óðunni ríkulegan blæ með því að líkja eftir leðri. Með því að mála kommóðuna í leðurbrúnum lit og teikna „sauma“ meðfram hornum með gullpenna verður kommóðan líkt og leðurklædd. Antík heillar marga og auðveld- lega er hægt að láta nýja kommóðu líta út fyrir að vera gömul með sér- stakri málningu og nokkrum gam- aldags handföngum sem víða fást. - sg Kommóða á þrjá vegu Á vefsíðunni www.diyideas.com er sýnt hvernig má breyta látlausri kommóðu. ● VIÐHALD GAMALLA TIMBURHÚSA Iðan fræðslu- setur held- ur mörg námskeið í bygginga- og mann- virkjagerð. Eitt ber yf- irskriftina Viðhald og viðgerðir gamalla timburhúsa. Á því öðlast þátttakendur þekk- ingu á undirstöðum og burð- arvirki eldri timburhúsa. Gömul hús sem hafa verið endurbyggð eru skoðuð og farið yfir frágang bæði innanhúss og utan. Þátt- takendur öðlast leikni í að meta varðveislugildi húsa og breyt- ingar sem hafa verið gerðar á þeim frá því að þau voru byggð. Námskeiðið hefst 15. októb- er og er haldið í samvinnu við Húsafriðunarnefnd og Minjasafn Reykjavíkur. Kennsla fer fram í Árbæjarsafni. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.