Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Mánudagur
skoðun 10
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fasteignir.is
Híbýli og viðhald
veðrið í dag
20. september 2010
220. tölublað 10. árgangur
létt&laggott
NÝ
BRAGÐ
TEGUN
D
SKÓGA
RBERJA
NÝR JÓGÚRTDRYKKUR
NEYTENDAMÁL Álagning á hvern
bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðv-
um íslensku olíufyrirtækjanna er
talsvert hærri en gengur og gerist
í Danmörku og Svíþjóð. Var með-
alálagning til dæmis tvöfalt hærri
hérlendis en í Svíþjóð árið 2009.
Samkvæmt tölum frá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, var
meðalálagning íslensku félaganna
31 króna á hvern lítra í fyrra. Sam-
bærileg upphæð í Svíþjóð var 14
íslenskar krónur, samkvæmt upp-
lýsingum þarlendra olíufélaga. Í
Danmörku nam álagning rúmum
20 íslenskum krónum að því er
fram kemur á vef samtaka þar-
lendra olíufélaga en í Noregi var
álagningin 28 krónur.
Ástandið virðist hafa breyst til
hins betra á þessu ári, en meðal-
tal fyrstu níu mánaða ársins er
komið niður í 28 krónur. Það er
með lægra móti þegar litið er til
síðustu missera hér á landi og verð
framreiknað að núvirði.
Þegar litið er aftur til ársbyrj-
unar 2008 sýna tölur FÍB að álagn-
ing á bensín innan þess tímabils
var hæst í nóvember 2008, þegar
olíufélögin tóku til sín 41 krónu á
hvern lítra. Lægst var álagning
á bensínlítrann hins vegar í júní
þessa árs þegar rúmar 24 krónur
runnu til félaganna.
Varðandi fyrstu níu mánuði
þessa árs voru ekki tiltækar tölur
frá Noregi, en álagning dönsku
félaganna virðist standa í stað og
hjá sænsku félögunum hefur álagn-
ing hækkað eilítið, eða upp í 17,5
krónur miðað við 28 krónur hér á
landi, eins og að ofan greinir.
Hermann Guðmundsson, for-
stjóri N1, segir þessar tölur geta
staðist, en flutningskostnaður sé
hærri hér á landi og félögin hér
gefi öll afslætti ofan á listaverð.
„Nettóálagning okkar er töluvert
lægri þegar dæmið er gert upp. Ég
veit ekki hvernig þessu er háttað
í Svíþjóð en held að það sé minna
um afslætti þar en hér á landi.“
Hermann telur að sé það tekið
með í reikninginn, verði álagning-
in svipuð, og það sé í raun óeðlilegt
miðað við stærðarmun á mörkuð-
um hér og í Svíþjóð.
Hann segir aukinn stöðugleika
upp á síðkastið leiða til þess að
álagning sé nú við lægstu mörk.
„Við í FÍB höfum lengi haft þá
skoðun að álagning sé of há hér á
landi í samanburði við nágranna-
löndin,“ segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri FÍB. - þj
Íslensk olíufélög leggja mest á
Álagning á bensínlítrann hérlendis var tvöfalt hærri en í Svíþjóð í fyrra. Olíufélögin hérlendis hafa minnkað
álagningu það sem af er 2010. FÍB vill meiri lækkun en forstjóri N1 vísar til smæðar og flutningskostnaðar.
Einstakur maður
María Sigrún gerir
heimildarmynd um Reyni
Pétur.
fólk 22
Fögur brjóstagjöf
Alþjóðleg brjóstagjafavika
hefst á því að mjólkandi
mæður verða ljósmyndaðar.
tímamót 12
100. TITILLINN Það var mikil gleði á Hlíðarenda í gær þegar kvennalið félagsins í knattspyrnu lyfti
Íslandsbikarnum. Þetta var 100. titill félagsins í meistaraflokki frá stofnun félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
20. september 2010 MÁNUDAGUR
1
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Gott er að setja tvær til þrjár matskeiðar af matar-
sóda í opið ílát og láta það standa inni í ísskápnum
um stund til að losna við vonda lykt úr honum. Þannig
hverfur hún eins og dögg fyrir sólu
Glæsilegar rennibrautir fyrir gler eða timburhurðir.
Útvegum lausnir fyrir skrifstofur og heimili.Glerskilrúm, glerveggja-kerfi, felliveggjakerfi, glersturtuskilrúm og hert eða samlímt gler eftir máli.
Ennfremur ýmsar gerðir af festingum fyrir gler
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is
Hringdu í síma
ef bl ðið
Björn Finnsson, leiðbeinandi hjá ÍTR, kann lagið á origami-listinni
Byrjaði á
bréfbátum H eimili Björns Finnssonar í Breiðholtinu er eins og lítið ævintýraland. Þar blasa við hinar ýmsu fígúrur sem eiga það sam-eiginlegt að vera gerðar úr pappír. Hann segir þetta handverk heita origami og vera austur-lenskt. „Menn kenna origami við Japani því þeir voru einna fyrstir til að setja það á bók 1778. Það hefur samt borist til þeirra frá Kína og um sama leyti með Márunum til Spánar,“ útskýrir Björn en hvenær skyldi hann hafa kynnst því? „Það fyrsta lærði ég að gera sem lítill drengur, það voru bátar, goggar, skutlur og hattar, svona eins og flest börn gera. Ég vissi bara ekki þá að það héti origami “
FASTEIGNIR.IS20. SEPTEMBER 2010
38. TBL.
Fasteignasalan Hraunhamar kynnir glæsilega sérhæð í þrí-býli á besta stað í Hlíðunum.
H æðin er 175,9 fermetrar en þar af er bílskúrinn 19,3 fermetrar.Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbe i, þvottahús, stofu, borðstofu, sólstofu, eldhús með borðkróki og bílskúr. Góður st gi og stigapallur eru að íbúðinni, forstofan er rúmgóð með fataskápum en inn a henni er gott svefnherbergi og þvotta-hús með glugga. Í íbúðinni e gott hol og sérlega rúmgoð stofa og borðstofa. Eldhúsið er fallegt með smekklegri innréttingu úr auð-eik. Hjónaherbergið er rúmgott með fataskápum. Baðherbergið er flísalagt með góðri innréttingu, þar er bæði bað-kar og lokaður sturtuklefi þar sem var gert ráð fyrir gufubaði. Íbúð-inni hefur verið vel haldið við og er í fínu standi.Húsið var byggt árið 1991 og garður er til fyrirmyndar. Stutter í alla þjónustu og þáskóli
Sólstofa og fallegt eldhús
Þarftu að selja fasteign? Seldu fasteignina þína hjá okkur!
20% kynningarafsláttur af söluþóknun Þú hringir, við seljum!512 4900
Sigurður
S. 896 2312lögg. fasteignasali
Friðbert
S. 820 6022Sölufulltrúi
Rúnar
S. 842 5886Sölufulltrúi Þórarinn
S. 770 0309Sölufulltrúi
Magnús
S. 897 8266lögg. fasteignasali
Mjög snyrtileg og vel skipulögð
104,9fm 4ra herb. endaíbúð á 3 hæð
efstu. Eignin skiptist í, forstofu, eldhús,
stofu, borðstofu, baðherbergi og 2
herbergi. Í kjallara er herbergi með
sturtu og aðgangi að salerni, upplagt
til útleigu. Sérgeymsla og sam.þv,hús
er í kj. Endurnýjuð eldhúsinnrétting,
fataskápar og innihurðir. Húsið nýlega
tekið í gegn að utan. V-21,5millj. (6227).Sölumenn taka vel á móti ykkur í dag milli
kl : 18:00 – 18:30.
BOGAHLÍÐ 18 – 105 REYKJAVÍK.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL : 18:00- 18:30.
OPI
Ð H
ÚS
híbýli og viðha dMÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
HÆGVIÐRI EN SVALT Í dag má
búast við hægri norðaustlægri átt,
víða 3-8 m/s. Norðantil má búast
við súld eða slyddu en vestan-
lands þykknar heldur upp.
VEÐUR 4
6
7
4
4
7
SVÍÞJÓÐ Sænska ríkisstjórnin virt-
ist ætla að halda velli samkvæmt
útgönguspá, en kjörstöðum var
lokað klukkan 18 í gærkvöldi.
Spáin gerði ráð fyrir að kosninga-
bandalag mið- og hægriflokka
fengi 49,1 prósent atkvæða og
bandalag vinstriflokka fengi 45,1
prósent. Þá gerði spáin ráð fyrir að
Svíþjóðardemókratar, sem berjast
gegn veru innflytjenda í landinu,
næðu mönnum inn á þing í fyrsta
sinn með 4,6 prósentum atkvæða.
Ef Fredrik Reinfeldt forsætis-
ráðherra verður áfram við stjórn-
völinn eftir kosningar er það í
fyrsta sinn frá því á þriðja ára-
tugnum sem leiðtogi á hægri væng
sænskra stjórnmála nær endur-
kjöri eftir að hafa verið við völd í
heilt kjörtímabil.
Á kosningavöku í gærkvöldi
áréttaði Reinfeldt þá afstöðu sína
að hann myndi ekki leita eftir
samstarfi við Svíþjóðardemókrata
í ríkisstjórn. Slíkt hið sama höfðu
forystumenn annarra flokka einn-
ig gert, en innflytjendur eru um
fjórtán prósent af íbúum Svíþjóð-
ar. Stærsti innflytjendahópurinn
eru Finnar, en einnig eru marg-
ir innflytjendur frá Írak, fyrrum
ríkjum Júgóslavíu og Póllandi.
Fengi Jafnaðarmannaflokkur-
inn þrjátíu prósent atkvæða, eins
og útgönguspáin gerði ráð fyrir,
myndi hann tapa rúmum fimm
prósentum frá síðustu kosning-
um. Flokkurinn er enn sá stærsti
í Svíþjóð en hefur ekki notið jafn
lítils fylgis í tæpa öld. - kg
Bandalag mið- og hægriflokka heldur velli í Svíþjóð samkvæmt útgönguspá:
Reinfeldt talinn halda völdum
Meðalfjárhæð
álagningar
íslensku olíu-
félaganna á hvern bensínlítra.
SKV. FÉLAGI ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA
31kr.
SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt gekk glað-
beittur til kosninga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður og
stóru bankarnir þrír eiga yfir
1.500 fasteignir og fjöldi þeirra
stendur auður. Þar af eru tólf
hundruð einbýlishús, raðhús og
annað íbúðarhúsnæði. Gangi
svartsýnustu spár eftir munu
ÍLS og bankarnir þrír hafa leyst
til sín 1.550 íbúðir um næstu
áramót.
Bankarnir gera ráð fyrir að
eiga fasteignirnar í eitt til fimm
ár. Þeir sem tapa húsnæði sínu
til lánastofnana er oftast gefinn
kostur á að búa í íbúðum sínum
í ákveðinn tíma. Af 822 íbúðum
ÍLS eru 227 í leigu og 202 í rým-
ingu.
Félag fasteignasala hefur ekki
áhyggjur af að lánastofnan-
ir setji margar eignir á mark-
að í einu. Það sé hagur allra að
mjatla eignunum út svo áhrif á
markaðinn verði sem minnst.
Meirihluti yfirtekins íbúða-
húsnæðis Arion banka og Lands-
banka eru á höfuðborgarsvæð-
inu, eða allt að 75 prósent. - jab, shá
Eignir flæða yfir lánastofnanir:
Bankarnir eiga
hundruð íbúða
Blikar í lykilstöðu
Breiðablik er efst fyrir
lokaumferð Íslandsmótsins.
Haukar og Selfoss eru fallin.
sport 18 og 19