Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 46
22 20. september 2010 MÁNUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN Hljómsveitin múm spilaði á einni stærstu tónlistarhátíð Póllands, Sacrum Profanum, í Kraká um síð- ustu helgi ásamt hópi íslenskra tón- listarmanna. Þrjú þúsund manns voru í salnum og voru tónleikarn- ir teknir upp. Þeir þóttu heppnast mjög vel enda verða þeir gefnir út á mynddiski á næsta ári. „Við spiluðum í tvo og hálfan tíma fyrir framan þrjú þúsund manns og þetta var mjög gaman,“ segir Örvar í múm. Sannkölluð elíta tónlistarmanna, að stórum hluta úr 101 Reykjavík, steig einn- ig á svið, þar á meðal hljómsveitin Amiina, Högni Egilsson úr Hjalta- lín, Benedikt Hermann Hermanns- son, Jóhann Jóhannsson, Mugison, Sindri úr Seabear, Gyða Valtýs- dóttir og pólski útvarpskórinn sem Daníel Bjarnason stjórnaði. Tónleikarnir voru haldnir undir yfirskriftinni „múm og vinir þeirra“. Eftirpartí var síðan haldið að þeim loknum og þar tróðu upp stuðboltarnir í FM Belfast. - fb Múm og 101-elítan í Kraká MÚM OG VINIR Múm ásamt hópi íslenskra tónlistarmanna sem spilaði með þeim á tónleikunum. Á myndina vantar Jóhann Jóhannsson. „Við erum ekki að sjónvarps væða útvarpsþáttinn Leynifélagið en við verðum sömu karakterar og í útvarpinu,“ segir Kristín Eva Þórhallsdóttir. Hún og Bryn- hildur Björnsdóttir hafa um árabil stjórnað barna- og unglingaþættinum Leyni- félagið á Rás 1 við mikl- ar vinsældir. Og nú munu þær stjórna morgunsjón- varpi barnanna á laugar- dagsmorgnum milli átta og tíu. „Það hefur verið smá hlé á þessu frá því að Birta og Bárð- ur sáu um hana,“ segir Kristín en fyrsti þátturinn fer í loftið laugar- daginn 2. október. Kristín viðurkennir að það verði eflaust mikil breyting fyrir þær að vera með þátt fyrir börn í sjón- varpi. „Maður þarf kannski að venja sig af því að segja „sjáðu“ því fólkið sér hlutina í sjónvarpinu sínu,“ útskýrir Kristín og tekur fram að Leynifélagið á Rás 1 sé ekki að hætta. Það verði áfram á sínum stað. -fgg Leynifélagið á skjáinn Í SJÓNVARP Kristín Eva og Brynhildur stjórna morgun- stund barnanna á laugardags- morgnum í vetur á RÚV. „Við erum að leita aftur til upp- runa fyrirtækisins með því að opna vinnufatabúð fyrir almenn- ing,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og eig- andi 66° norður, en hann er stadd- ur hér á landi til að undirbúa opnun nýrrar búðar sem nefnist Vír og verður á Grensásvegi 8 í vikunni. „Síðan ég kom inn í fyrirtækið fyrir sex árum hefur verið meiri áhersla lögð á útivistarfatnað en vinnufatnað en gamla Sjóklæða- gerðin var alltaf í miklum við- skiptum við vinnufatagerðina Vír og þess vegna má segja að við séum að leita til fortíðarinnar með opnun þessarar búðar,“ segir Sigurjón en hann er þess fullviss að almenningur taki vinnufata- verslun af þessu tagi fagnandi. „Það er ekki mikið úrval á land- inu af fatnaði sem er bæði tísku- vara og vönduð vinnuföt. Smiðir eiga að geta farið í sömu buxun- um í vinnuna og á barinn en það er svona hugmyndin á bak við búðina,“ segir Sigurjón en hann er nýkominn til landsins frá Ástr- alíu þar sem hann var að klára tökur á sinni nýjustu mynd sem ber nafnið The Killer Elite og skartar stjörnuleikurunum Jason Statham, Robert De Niro og Clive Owen í aðalhlutverkum. „Þetta gekk tíðindalítið fyrir sig sem þýðir í þessum bransa að allt gekk vel. Það var gríðarlega gaman að gera svona alvöru spennumynd,“ segir Sigurjón en myndin verður frumsýnd á næsta ári. - áp Opnar vinnufataverslunina Vír VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi opnar nýja búð á Grensásvegi í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fréttakonan María Sigrún Hilm- arsdóttir er um þessar mundir að vinna að heimildarmynd um hinn landskunna göngugarp Reyni Pétur Ingvarsson, en aldarfjórð- ungur er liðinn frá því að hann gekk svo eftirminnilega hringinn í kringum landið. „Ég hafði gengið með hugmynd- ina að myndinni í svolítinn tíma en vildi bíða eftir réttum tíma- punkti til að gera hana. Reynir Pétur er einstakur maður og það muna flestir eftir þessum tíma enda fylgdi þjóðin honum vel eftir á göngunni,“ segir María Sigrún. Ákveðið var að ráðast í gerð mynd- arinnar í sumar þar sem aldar- fjórðungur er liðinn frá því Reyn- ir Pétur gekk hringinn, auk þess sem Sólheimar fagna áttatíu ára starfsafmæli sínu í ár. María Sigrún segir Reyni Pétur afskaplega jákvæðan mann með yndislega sýn á lífið sem hún telur að eigi erindi við landsmenn í dag. „Þar sem ég vinn á RÚV hef ég greiðan aðgang að öllu efninu sem tengist göngu Reynis Péturs og fannst því kjörið að gramsa svo- lítið í þeirri gullkistu og tvinna saman við efnið sem við erum að taka upp núna,“ segir hún. Tökum lýkur í október og verður mynd- in frumsýnd í Sjónvarpinu síðar í vetur. Myndina vinnur María Sig- rún í samstarfi við tökumanninn Guðmund Bergkvist, en þau gerðu saman heimildarmyndina Börn til sölu, sem fjallaði um mansal á stúlkubörnum í Kambódíu. María og Guðmundur voru boðin í mat til Reynis Péturs og unnustu hans að loknum einum tökudeginum. María segir gerð myndarinnar hafa verið mjög ánægjulega. „Ég kem alltaf end- urnærð heim frá Sólheimum,“ segir hún. Fréttablaðið náði einnig tali af Reyni Pétri og spurði hann út í verkefnið og segist hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Auð- vitað líst manni vel á þetta. Ég kom meira að segja með tillögu að nafngiftinni; Reynir Pétur, gengur betur, ég skaut þessu að Maríu og hún sagði að það gæti vel verið að þetta yrði tekið til greina,“ segir hann og hlær. Fréttakonunni lýsir hann sem einstaklega huggulegri og vingjarnlegri stúlku. Hann seg- ist jafnframt vera mjög ánægður með að myndin af þeim í Frétta- blaðinu verði í lit. Reynir Pétur hefur verið í sam- búð með Hanný Maríu síðastliðin 26 ár og að hans sögn er unnust- an engu minna spennt fyrir verk- efninu en hann. „Það sem hún er ánægðust með er að hún fær að smella sér með inn í myndina, en það er auðvitað ég sem á senuna,“ segir göngugarpurinn að lokum og hlær dátt. sara@frettabladid.is MARÍA SIGRÚN HILMARSDÓTTIR: ÞETTA ER EINSTAKUR MAÐUR Ég kem alltaf endurnærð heim frá Sólheimum GÓÐ SAMVINNA Reynir Pétur Ingvarsson og María Sigrún Hilmarsdóttir skemmta sér vel við gerð heimildarmyndar um göngu Reynis Péturs í kringum landið. Ég horfi mest á sjónvarpsþætt- ina The Wire en það eru góðir og vandaðir þættir. Svo finnst mér Entourage og Sons of Anar- chy líka vera góðir. Kristinn Steindórsson, knattspyrnumaður í Breiðablik. vhs spólu í kolaportinu Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna eða 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Sóknarmaður Hauka, Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugs- son, hefur átt mjög gott tímabil í sumar. Þrátt fyrir að Haukar séu í fallbaráttu hefur hinn 37 ára kappi spilað eins og unglamb og skor- að hvert markið á fætur öðru, auk þess að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Umræða hefur nú skotið upp kollinum á Facebook um að Arnar sé einn af mönnum Íslandsmótsins og eigi skilið sæti í landsliðinu fyrir frammistöðuna. Aldur hans eigi ekki að hafa nein áhrif á val Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Á meðal þeirra sem blanda sér í umræðuna eru fótboltasérfræð- ingurinn Hjörvar Hafliðason, sjón- varpsmaðurinn Helgi Seljan og Egill „Gillzenegger“ Einarsson, sem hefur miklar mætur á Arnari. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.