Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 12
20. september 2010 MÁNUDAGUR12
timamot@frettabladid.is
Rauðbrystingur er hnellinn, meðalstór vaðfugl, sem fer um í
stórum hópum á leið milli varpstöðva á Íshafseyjum, Kanada
og NV-Grænlandi og vetrarstöðva í V-Evrópu. Íslenskar fjörur
skipta sköpum fyrir rauðbrystingana, sem og aðra þá fugla
sem kallaðir eru umferðarfuglar eða fargestir. Fyrir utan rauð-
brysting eru þeir helstu blesgæs, margæs, helsingi, sanderla
og tildra. Auk þess fara hér um umferðarfuglar, sem einnig
verpa hérlendis, eins og sandlóa, lóuþræll og steindepill.
Fuglar sem leggja upp í ferð frá Vestur-Evrópu til nyrstu hluta
Kanada, eiga fyrir höndum flug yfir Atlantshafið og Græn-
landsjökul og áfram yfir íshaf og túndrur í Norður-Ameríku.
Vegalengdin sem þeir þurfa að leggja að baki er 4–5000 km.
Þessi farleið væri tæpast svo fjölfarin og jafnvel alls ekki til, ef
Íslands nyti ekki við. Hér eru ákjósanleg skilyrði til hvíldar og
mikið framboð fæðu til uppbyggingar orkuforða til áframhald-
andi flugs. Það má líkja Íslandi við bensínstöð fyrir fargesti.
Sumarið er stutt á varpstöðvum þessara hánorrænu fugla.
Ef þeir koma þangað of snemma getur verið snjór yfir öllu og
enga fæðu að fá. Þeir sem lenda í því geta dáið úr hungri. Ef
þeir koma of seint hafa þeir ekki tíma til að koma ungunum á
legg áður en fer að hausta.
Rauðbrystingurinn fer að sjást hér á landi á vorin um
miðjan apríl og sést fram í júníbyrjun. Haustfarið byrjar um
miðjan júlí og stendur fram í september. Fyrst koma fullorðnu
fuglarnir en ungarnir síðar, þeir þurfa að rata þessa löngu leið
uppá eigin spýtur, óstuddir af foreldrunum. Fullorðnu fuglarnir
eru rauðbrúnir en ungfuglarnir gráir. www.fuglavernd.is
FUGL VIKUNNAR: RAUÐBRYSTINGUR
Gestur á leið milli
varp- og vetrarstöðva
RAUÐBRYSTINGUR Fullorðinn rauðbrystingur í Eyrarbakkafjöru.
MYND/JÓHANN ÓLI
Edmund Gussmann prófessor lést 2.
september síðastliðinn í Gdynia í Pól-
landi.
Edmund Gussmann (f. 1945) var
vel þekktur alþjóðlega sem málvís-
indamaður og sérfræðingur á sviði
hljóðkerfisfræði. Hann ritaði margar
bækur og greinar um þau efni, meðal
annars almenna kennslubók í hljóð-
kerfisfræði fyrir háskóla, sem gefin
var út af háskólaútgáfunni í Cam-
bridge. Einnig kom nýlega út á vegum
háskólaútgáfunnar í Oxford vandað
yfirlitsrit eftir hann um hljóðkerfi
pólskrar tungu. Hann var lengst af
prófessor í ensku og málvísindum við
Háskólann í Lublin í Póllandi og naut
mikillar virðingar jafnt heima sem
erlendis sem vísindamaður og fræð-
ari. Hann hafði víða sýn á tungumál,
var mikill enskumaður og fróður um
enska menningu og lagði einnig stund
á írsku og írsk fræði. Síðustu árin
gegndi hann sérstöku embætti próf-
essors í íslensku við háskólann í Poz-
nan. Hann lét þar af störfum fyrir ald-
urs sakir á þessu ári og var þá óðara
boðin prófessorsstaða við enskudeild
háskólans í Szczecin (Stettín) og hugð-
ist hann hefja störf þar á haustmán-
uðum.
Edmund Gussmann var mik-
ill Íslandsvinur. Hann kom fyrst til
Íslands rétt rúmlega tvítugur árið
1968 til að nema íslensku og eignað-
ist þá strax fjölmarga vini. Á seinni
árum heimsótti hann landið reglulega.
Íslenska var alla tíð eitt af áhugamál-
um hans sem fræðimanns og hann rit-
aði margt og mikið um íslenska hljóð-
kerfisfræði, greinar sem birtust á
alþjóðlegum vettvangi.
Edmond Gussmann látinn
MIKILSVIRTUR FRÆÐIMAÐUR Edmund
Gussman var þekktur alþjóðlega sem málvís-
indamaður og sérfræðingur á sviði hljóðkerf-
isfræði.
1654 Tveir menn eru brenndir á báli fyrir galdur í Trékyllisvík á
Ströndum.
1870 Ítalska konungsríkið hertekur Róm eftir stutt átök við her-
sveitir Páfaríkisins. Borgin er gerð að höfuðborg Ítalíu árið
eftir.
1963 Í borgarstjórn Reykjavíkur er samþykkt að leyfa kvöldsölu
um lúgur til klukkan 22 og borgarráði er heimilað að fram-
lengja söluleyfi til klukkan 23.30 á kvöldin.
1979 Til Íslands koma 34 flóttamenn frá Víetnam sem var
stærsti hópur flóttamanna sem komið hafði til Íslands.
Þennan dag árið 2004 náði Wikipedia milljón
greinum á 100 tungumálum og var þar með orðið
stærsta alfræðirit veraldar. Wikipedia er frjálst
alfræðirit á netinu sem er búið til í samvinnu
með svokölluðu wiki-kerfi. Fyrir utan almennan
alfræðitexta er efnið á síðunni oft tengt í almanök
og landfræðiskrár auk þess sem haldið er utan
um nýlega atburði.
Mest af efnisinnihaldi Wikipedia er komið frá
notendum og er síbreytilegt. Fyrir utan einstaka
tæknilega örðugleika hefur enski hluti Wikipediu
starfað óslitið frá 10. janúar 2001. Nokkuð er hins
vegar á reiki hvenær íslenski hlutinn var stofnaður
en oftast er miðað við 5. desember 2003, þegar
fyrsta viðbótin á íslensku kom inn.
Þennan dag árið 2004 fóru greinar Wikipediu
síðan yfir eina milljón en milljónasta greinin var
skrifuð á hebresku og var um fána Kazakhstan.
ÞETTA GERÐIST: 20 SEPTEMBER 2004
Greinar Wikipediu fara yfir milljón
Kær frændi minn,
Herbert Jónasson Hólm
verður jarðsunginn frá Kapellunni í Hafnarfjarðar-
kirkjugarði þriðjudaginn 21. september kl. 11.00.
Björk Rögnvaldsdóttir.
MOSAIK
LEIKKONAN SOPHIA LOREN ER 76 ÁRA Í DAG
„Ef þú hefur ekki fellt tár geta augu þín ekki verið falleg.“
Alþjóðlega brjóstagjafavikan hefst
í dag og stendur til 26. september.
Þetta er í þriðja sinn sem vikan er
haldin hátíðleg hér á landi en hefur
verið haldin úti í heimi í nítján ár.
„Tilgangur brjóstagjafavikunnar er
að vekja athygli á brjóstagjöf og mik-
ilvægi hennar,“ segir Soffía Bærings-
dóttir hjá íslensku brjóstagjafasam-
tökunum en þau eiga veg og vanda af
hátíðahöldunum hér á landi. Soffía
segir Ísland þó vel á vegi statt varð-
andi brjóstagjöf. „Bæði varðandi tíðni
og viðhorf til hennar en íslenskar
konur eru almennt mjög meðvitaðar
um kosti brjóstagjafar,“ segir hún.
Vikan verður sett í dag með því að
bjóða konum að koma til ljósmyndara
og láta taka mynd af sér með barn
á brjósti. „Þessi liður hefur heppn-
ast vel en konurnar fá síðan að eiga
myndirnar,“ útskýrir Soffía og held-
ur áfram að útlista dagskrána. „Á
fimmtudaginn er kaffispjall stuðn-
ingskvenna íslensku brjóstagjafasam-
takanna en stuðningskonur er sjálf-
boðaliðaþjónusta fyrir konur með
börn á brjósti,“ segir hún. Á föstudeg-
inum er boðið til fjöldagjafar á Kaffi-
tári Borgartúni en hápunktur hátíð-
arinnar er málþing á laugardeginum
sem haldið verður í Mími, Skeifunni
8. „Þar verða fluttir fjórir fyrirlestr-
ar tengdir brjóstagjöf fyrstu vikuna,
fjallað verður um stuðningskonur, 10
skref til velheppnaðrar brjóstagjaf-
ar, kengúrumeðferð nýbura og fyrstu
brjóstagjöfina,“ segir Soffía en mál-
þingið er öllum opið og þátttaka er
gjaldfrí.
Hver brjóstagjafavika hefur eigið
þema. Í ár er þemað Tíu skref til vel
heppnaðrar brjóstagjafar. Eru það
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO)
og UNICEF sem setja fram markmið
til að vernda og hlúa að brjóstagjöf
en einnig að hvetja og styðja konur til
brjóstagjafar.
Hluti af þeirri áætlun eru tíu skref
sem eru ætluð til að nota á fæðingar-
stofnunum til að auðvelda leiðina að
vel heppnaðri brjóstagjöf. „Fæðing-
arstofnanir sem hafa þessi tíu skref
að leiðarljósi hafa flestar öðlast við-
urkenninguna að vera „barnvæn eða
brjóstagjafavæn“ sjúkrahús (baby fri-
endly hospital initiative),“ segir Soff-
ía en bendir á að engin sjúkrastofn-
un á Íslandi hafi fengið þá vottun enn
þá. „Skrefin fela í sér að upplýsa bæði
starfsfólk sjúkrastofnana og verðandi
foreldra um kosti þess að hafa barn
á brjósti, aðstoða móður við að hefja
brjóstagjöf sem fyrst eftir fæðingu
og halda uppi mjólkurframleiðslu
ef móðir og barn eru af einhverj-
um ástæðum aðskilin. Einnig er lögð
áhersla á samveru móður og barns
allan sólarhringinn strax eftir fæð-
ingu,“ útskýrir Soffía. Tíunda skrefið
fjallar síðan um að hvetja til myndun-
ar stuðningshópa um brjóstagjöf, þar
sem mæður með þekkingu og reynslu
af brjóstagjöf aðstoða aðrar mæður
sem þurfa stuðning. Slíkur stuðnings-
hópur var einmitt stofnaður á Íslandi
á þessu ári.
Nánari upplýsingar um dagskrá
vikunnar er að finna á www.brjosta-
gjafasamtokin.org og á www.brjosta-
gjafavika.org solveig@frettabladid.is
ALÞJÓÐLEG BRJÓSTAGJAFAVIKA: HEFST Í DAG
Brjóstagjöfin er svo falleg
MEÐ BRJÓSTAGJÖF AÐ ÁHUGAMÁLI Soffía Bæringsdóttir segir íslenskar konur almennt mjög
meðvitaðar um kosti brjóstagjafar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
76
Merkisatburðir