Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 38
14 20. september 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. vísupartur, 6. samanburðart., 8.
að, 9. stormur, 11. svörð, 12. framrás,
14. ránfugl, 16. sjó, 17. aðstoð, 18.
sprækur, 20. fyrir hönd, 21. faðmur.
LÓÐRÉTT
1. land í S-ameríku, 3. tveir eins,
4. gufuskip, 5. skordýr, 7. nýta, 10.
knæpa, 13. fiskur, 15. innyfla, 16.
gras, 19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. stef, 6. en, 8. til, 9. rok,
11. mó, 12. útrás, 14. fálki, 16. sæ, 17.
lið, 18. ern, 20. pr, 21. fang.
LÓÐRÉTT: 1. perú, 3. tt, 4. eimskip,
5. fló, 7. notfæra, 10. krá, 13. áll, 15.
iðra, 16. sef, 19. nn.
... og hér er
reikningurinn
frá fæðingar-
lækninum.
Ekki sitja bara og
pota í matinn, Maggi,
borðaðu!
Er ekki
svangur.
Það er til nóg af fólki
sem ekki fær neitt að
borða. Hefurðu hugsað
út í það?
Þannig að ef ég
borða þetta allt
þá verður allt í
lagi?
Pondus...
segðu
eitthvað.
Brokkólí er
bara ágætt!
Það er nú
bara þannig!
Gemsareikn-
ingurinn kom í
dag, Palli.
Já?
Viltu giska
hversu
hár hann
er?
Uuu,
stærri en
venjulega?
UM 50 ÞÚS-
UND KRÓNUM
STÆRRI EN
VENJULEGA! Ha?
Er yfir
höfuð
hægt að
senda
svona
mörg
SMS?
Veit ekki, ég
skal spyrja
Stanislaw.
Stóri sárs-
aukinn við
barneignir
ÝTA HRINDA SKELLA
ÝTA! HRINDA! SKELLA! HRINDA! Þetta er
ágætis tíma-
punktur til
að fara með
þau að sofa.
Grallaralegt
ævintýri
fyrir stelpur
og stráka
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
GRÍMAN 2010
Barnasýning ársins
JVJ, DV
„Ein besta barna-sýning síðasta árs... skemmtileg tónlist,
fallegt mál, smekkleg umgjörð og góður leikur.“
SG, Mbl.
„Gaman!!!! Listamennirnir slá
hvergi af kröfum sínum.“
EB, Fbl.
í samstarfi við GRAL
Forsala
aðgöngumiða
hafin
Sýningadagar
Lau. 18/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Sun. 19/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Lau. 25/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Sun. 26/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Lau. 2/10 kl. 14
Sun. 3/10 kl. 14
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
Allt sem þú þarft…
Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bíl-
inn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu
fjöll in, hreinustu orkuna og fallegustu kon-
urnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu
lífi, við berum okkur saman við vinnufé-
lagana, fólkið á götunni og nágrannana.
Það verður til þess að við högum lífi
okkar oft á allt annan máta en við
myndum kannski innst inni kjósa.
ÞAÐ ER þetta með fegurðina og
okkur konurnar. Sumir segja að
fegurðin komi að innan, aðrir
telja að slíkt segi aðeins ljót-
ar konur. Hvað sem því líður
þurfum við konurnar að leggja
heilmikið á okkur til að stand-
ast kröfurnar sem gerðar eru
í samfélaginu. Við þurfum
að vera smekklega til fara,
setja upp andlitið og ekki
gleyma að brosa perlu-
hvítum tönnum.
SJÁLF er ég yfirleitt
óttalega tætingsleg.
Líður best í heima-
buxum með ógreitt
hár. Þannig nennti ég
varla í myndatöku fyrir
þennan pistil því það þýddi
að ég þyrfti að hafa mig til.
ÞVÍ ER ekki að furða að mér þyki fjalla- og
hestaferðir sérstaklega heillandi. Þar get
ég verið eins og mér sýnist og allir í kring-
um mig eru ámóta druslulegir. Spóka sig
jafnvel í föðurlandinu í fjallaskálum án
þess að neitt þyki að því.
ÞVÍ ÞÓTTI mér leitt að heyra eina vinkonu
mína segja um daginn að hún treysti sér
ekki í sveitaferð því henni þætti hún alltaf
svo ljót í slíkum ferðum. Er þá ekki fokið
í flest skjól ef maður má ekki einu sinni
vera haldinn ljótunni í náttúrunni?
SAMT sem áður er ég vel meðvituð um að
verða að fylgja hinum samfélagslegu regl-
um. Ég fer ekki í heimabuxum í vinnuna,
ég reyni að setja upp andlitið áður en ég
fer í Kringluna og fer hjá mér ef ég fer í
joggingbuxunum út í matvörubúð og hitti
gamla kunningjakonu, sérstaklega ef við-
komandi er sjálf mjög vel til höfð.
ÉG RIFJAÐI upp skemmtilegan brandara
á dögunum. „Góði guð, gerðu mig granna.
Ef ekki, gerðu þá vinkonur mínar feitar.“
Kannski er það draumur minn að allar
konur verði haldnar ljótunni dag hvern
svo ég geti verið eins og mér líður best. Þá
gætum við líka hætt að metast og farið að
sinna því sem máli skiptir eins og vinskap,
fjölskyldu og hver veit, jafnvel uppbygg-
ingu atvinnulífsins.
Bara ef ljótan væri algild
BAKÞANKAR
Sólveigar
Gísladóttur