Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 8
8 20. september 2010 MÁNUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 13 19 0 9/ 10 Voltaren gel 15% verðlækkun Gildir út september 2010 100 g 3.249 kr. Verð nú 2.762 kr. 50 g 1.998 kr. Verð nú 1.698 kr. - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Fær inni í Miðbæjarskóla Kvennaskólinn í Reykjavík mun nýta húsnæði Miðbæjarskólans við Tjörn- ina undir starfsemi sína á komandi ári. Reykjavíkurborg afhendir hús- næðið 1. febrúar árið 2011. Starfsemi Kvennaskólans í húsinu ætti því að geta hafist haustið 2011. Starfsemi Reykjavíkurborgar í húsinu flyst í hús- næði borgarinnar við Höfðatorg. REYKJAVÍKURBORG STJÓRNMÁL Sturla Böðvars- son, fyrrverandi samgönguráð- herra og forseti Alþingis, hvet- ur til þess að horft verði fram á veg fremur en að staldra um of við liðna atburði. Í niðurlagi bréfs til þing- mannanefnd- ar um skýrslu rannsóknar- nefndar Alþing- is segir Sturla: „Þjóðin þarfnast uppbyggilegra aðgerða. Þess ber að gæta að orka þings og þjóðar fari ekki öll í upprifjun mistaka og leit að sökudólgum. Öll þjóðin var meira og minna þátttakandi í þeim leiðangri sem farinn var á fölskum forsendum þeirra sem fóru offari og mátu ranglega getu sína og þjóðarinnar til að takast á við það verkefni að byggja hér upp alþjóðlega fjármálamiðstöð. Því fór sem fór.“ - bþs Sturla Böðvarsson um hrunið: Flestir tóku þátt STURLA BÖÐVARSSON LÖGREGLUMÁL Vopnuð lögregla var kölluð að slysadeild Landspítalans í gærmorgun eftir að maður á sex- tugsaldri hafði sýnt starfsmanni þar skammbyssu sem hann bar innanklæða. Maðurinn var færð- ur út í járnum. „Ég get ekki sagt að hann hafi verið ógnandi, en vissulega stóð ógn af honum,“ segir Bjarni Árna- son, læknir á slysadeildinni. Bjarni segir að skelfing hafi ekki grip- ið um sig á slysadeildinni. „Þetta kvisaðist út en það greip ekki um sig ótti. Það var tekið á þessu af mjög mikilli rósemd,“ segir hann og hrósar starfsfólki og lögreglu fyrir skynsamleg og snör við- brögð. Haldinn var fundur með starfs- fólki á eftir sem gekk vel, að sögn Bjarna. Bjarna rekur ekki minni til þess að skotvopn hafi komið inn á deildina áður. „Það væri þá atvik sem væri eldra en elstu menn hér muna. En við erum ýmsu vön hvað varðar vopn á bráðadeildinni – fólk kemur inn með eggvopn og svoleið- is – en við höfum ekki séð skotvopn áður.“ Maðurinn var fluttur í fanga- klefa en síðan var honum komið á viðeigandi stofnun. Í ljós kom síð- degis í gær að byssan var óhlaðin og óskráð. - sh Vopnaðir lögreglumenn handtóku mann á sextugsaldri á Landspítalanum: Mætti með byssu á slysadeildina LANDSPÍTALINN Engin skelfing greip um sig á slysadeildinni. BANDARÍKIN Demókratar í Banda- ríkjunum glöddust innilega í lið- inni viku þegar velgengni svokall- aðrar Teboðshreyfingar kom í ljós í prófkjörum Repúblikanaflokks- ins. Demókratar höfðu treyst á að öfgakenndur málflutningur Teboðsfólksins færi illa í kjósend- ur, sem frekar myndu greiða hóf- samari repúblikönum atkvæði sitt. Fylgi demókrata myndi fyrir vikið styrkjast. Gleðin í herbúðum demókrata dofnaði hins vegar þegar skoð- anakannanir birtust, sem sýndu fram á gott fylgi Teboðsframbjóð- enda meðal kjósenda Repúblikana- flokksins, öfugt við það sem demó- kratar töldu. Undir nafni Teboðshreyfing- arinnar ganga einkum yngri liðs- menn yst til hægri í Repúblikana- flokknum, sem leggja áherslu á stranga íhaldssemi í samfélags- og siðferðismálum, strangt aðhald í ríkisrekstri og takmarkalítið frelsi í markaðsviðskiptum. Ekki eru allir repúblikanar alls kostar ánægðir með þennan liðsauka. Þannig hefur Christine O‘Donnell, sem verður í framboði fyrir repúblikana í Delaware, verið gagnrýnd af flokksfélögum henn- ar fyrir „ábyrgðarlausar skoðanir, kolvitlausa forgangsröðun“ og jafn- vel tilhneigingu til ofsóknaræðis. Þekktasti leiðtogi þessa hóps er Sarah Palin, fyrrverandi ríkis- stjóri í Alaska, sem vann sér það til frægðar að öldungadeildarþing- maðurinn John McCain valdi hana varaforsetaefni sitt þegar hann bauð sig fram til forseta gegn Bar- ack Obama fyrir tveimur árum. Hún hefur verið áberandi í bandarískum stjórnmálum síðan og einatt vakið athygli fyrir kostu- leg ummæli ekki síður en félagar hennar í Teboðshreyfingunni. Bandaríkjamenn ganga til kosn- inga þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi. Kosið verður í öll sæti fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, þriðjung þingsæta í öld- ungadeild, 38 embætti ríkisstjóra auk þingsæta í nokkrum ríkjanna og ýmis önnur smærri embætti og málefni sem borin eru undir kjós- endur. Skoðanakannanir benda til þess að 75 þingsæti í fulltrúadeild gætu fallið á hvorn veginn sem er, en flest þessara þingsæta eru nú skip- uð demókrötum. Repúblikanar þurfa 40 þingsæti til að ná meiri- hluta í fulltrúadeildinni, og gera sér vonir um að ná því markmiði. Í öldungadeildinni þyrftu rep- úblikanar að bæta við sig tíu þing- sætum til að ná meirihluta, en ólík- legt virðist að það takist. gudsteinn@frettabladid.is Teboðshreyfingin á mikilli siglingu Ungir og íhaldssamir frambjóðendur Teboðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafa náð góðum árangri í prófkjörum Repúblikanaflokksins. Virðist ekki ætla að bitna á fylgi flokksins fyrir kosningarnar, demókrötum til sárra vonbrigða. CHRISTINE O‘DONNELL Nýliði í stjórnmálum sigraði öldungadeildarþingmanninn Mike Castle í prófkjöri repúblikana í Delaware í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Reykur í Perlunni Slökkviliðsmenn þurftu að reykræsta kjallara Perlunnar aðfaranótt sunnu- dagsins. Reim í loftræstikerfi hafði slitn- að með fyrrgreindum afleiðingum. Litlar sem engar skemmdir urðu á húsnæðinu fyrir utan reimina sem gaf sig. Helgin var annasöm hjá slökkviliðinu en tuttugu voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús. LÖGREGLUFRÉTTIR 1 Hvaða hljómsveit spilaði fyrir mosfellsk börn í Álafosskvos á föstu- daginn? 2 Hvaða leikkona fer með eitt aðalhlutverkanna í mynd Baltasars Kormáks, Contraband? 3 Hver skoraði þrennu fyrir Manchester United gegn Liverpool í gær? SVÖR BÍLAR Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálf- bærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bíla- framleiðandinn er í efsta sæti á listanum. „Sjálfbærnivísitalan byggir á greiningu á frammistöðu og fram- göngu fyrirtækja í efnahagsmál- um, umhverfismálum og félagsmál- um. BMW er eini framleiðandinn í bílaiðnaðinum sem verið hefur á listanum frá stofnun hans árið 1999“, segir í tilkynningu. - óká BMW á lista Dow Jones: Sjálfbærastir sjötta árið í röð 1. Pollapönk 2. Kate Beckinsdale 3. Dimitar Berbatov VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.