Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 10
10 20. september 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Skráðu þig á www.almenni.is A N T O N & B E R G U R M eð hverju álitinu sem kemur fram um lögmæti kaupa Magma Energy á meirihlutanum í HS orku virðist ríkisstjórnin hverfa dýpra ofan í holuna sem hún hefur grafið í Magma-málinu. Nefnd um erlenda fjárfestingu komst að þeirri niðurstöðu að kaupin væru í samræmi við lög. Það dugði ekki rík- isstjórninni, einkum og sér í lagi ekki ráðherrum Vinstri grænna, og fengin var ný nefnd til að fara yfir vinnu þeirrar fyrri og rýna enn á ný í íslenzk lög og EES-samninginn til að kveða upp úr um lögmæti samningsins. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að eitthvað megi gagnrýna í vinnubrögðum nefndar um erlenda fjárfestingu séu engir augljósir lagalegir annmarkar á kaupum Magma á meirihluta í HS orku. Grípa þyrfti til langsóttra lögskýr- inga sem fáir hafa trú á, ætti að finna út að kaupsamningurinn hafi verið ólögmætur. Þrátt fyrir þetta heldur ríkisstjórnin sínu striki. Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins á laugardag að „pólitísk afstaða“ ríkisstjórnarinnar væri óbreytt; áfram væri stefnt að því að „staðan gagnvart HS orku verði leið- rétt í þágu almannahagsmuna“, sem þýðir væntanlega að stjórnin vilji áfram að sölunni verði rift. Hverjir eru almannahagsmunir í þessu máli? Það liggur ljóst fyrir, þótt ráðherrar Vinstri grænna virðist stundum harðneita að skilja það, að orkuauðlindir á Reykjanesi hafa ekki verið seldar þótt Magma hafi keypt meirihluta í HS orku. Samkvæmt lögum eru auðlindirnar, svo og veiturnar sem dreifa orku til almennings, í eigu opinberra aðila. Magma er eingöngu að fjárfesta í nýting- arréttinum, sem greitt er auðlindagjald fyrir. Það eru hins vegar mikilvægir almannahagsmunir að Ísland sé opið fyrir erlendri fjárfestingu. Það á ekki eingöngu við um orkugeirann eða HS orku. Við þurfum bráðnauðsynlega á erlendu áhættufjármagni að halda til að byggja upp aðra atvinnuvegi, enda er erlent lánsfé nú illfáanlegt. Hvaða skilaboð eru erlendum fjárfestum hins vegar send með því að ríkisstjórnin reyni að breyta eftir á samningum, sem ekk- ert bendir til að brjóti íslenzk lög eða alþjóðasamninga? Hvern- ig lítur það fjárfestingarumhverfi út, þar sem stjórnvöld vilja breyta löglegum samningum að eigin geðþótta, út frá „pólitískri afstöðu“? Slíkt ber yfirleitt vott um pólitískan óstöðugleika, sem til þessa hefur fremur verið vandamál í þriðjaheimsríkjum en í okkar heimshluta. Enda er nú svo komið að erlendir fjárfest- ar eru farnir að setja ríkisstjórnina efst á listann yfir gallana við að fjárfesta á Íslandi, á undan krónunni og efnahagslegum óstöðugleika. Vandræðagangurinn í Magma-málinu, og reyndar líka í málum sem varða fjárfestingu í orkufrekum iðnaði á borð við álver og gagnaver, smitar út frá sér. Með gjörðum sínum á sumum svið- um og aðgerðaleysi á öðrum gerir ríkisstjórnin Ísland að slökum fjárfestingarkosti og seinkar endurreisn efnahagslífsins. Ríkisstjórnin hagar sér eins og kollegarnir gera í þriðjaheimsríkjum. Holan dýpkar Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virð- ast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskip- un má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnar- skrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sam- bærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórn- kerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flótta- menn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinber- ar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbót- ar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherran- um fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tæki- færi til að koma sjónarmiðum sínum skrif- lega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evr- ópu var m.a. kvartað undan óréttlátri máls- meðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkis- rétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rann- sóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að með- ferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatrið- um var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins. Mannréttindi tryggð Lands- dómsmál Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknar- flokksins Erindi Hreyfingarinnar Hreyfingin er spes. Frá því að liðsmenn hennar settust á þing fyrir hálfu öðru ári hefur boðskapur þeirra að miklu leyti snúist um eitt: Að allt skuli vera uppi á borðum – alltaf og undantekningalaust. Leyndin sé ólíðandi og reyndar eitt helsta böl þessa samfé- lags. Gott ef hún olli ekki bankahruninu. Og þar hefur Hreyfingin ýmislegt til síns máls. Fyrir þessa ötulu baráttu á hún því hrós skilið. Taktík Þórs Nú bar svo við fyrir helgi að enn var krafist upplýsinga á Alþingi. Í þetta sinn var það þó ekki Hreyfingin sem kvartaði yfir leynd, heldur vildu þing- menn annarra flokka að vonum ekki sætta sig við að gögnum úr starfi þingmannanefndar Atla Gíslasonar yrði haldið frá þeim. Og þá var allt í einu komið annað hljóð í strokk Hreyfingarinnar. Þór Saari fagnaði ekki upplýsingaástinni sem gripið hafði um sig í öðrum flokkum, heldur sagði hana „taktík“ til að eyðileggja og tefja málið. Það var skrítin kúvending. Heimspekin í öndvegi Og svo lagði Hreyfingin líka fram breytingartillögu við skýrslu þing- mannanefndarinnar. Þremenning- arnir vilja að heimspeki verði gerð að skyldufagi í grunnskólum landsins. Því það er ekki bara leyndin sem olli hruninu, heldur skortur á gagnrýninni hugsun í samfélaginu. Með því að kenna þjóðinni heimspeki má sem sagt koma í veg fyrir fleiri bankahrun. Það er vonandi rétt. En ætli Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi bankamálaráðherra, sé sammála því? Hann er jú með heila háskólagráðu í faginu. stigur@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.