Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 33
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 3 Fyrir 229 krónur færð þú: 6 mínútur í keilu vhs spólu í kolaportinu einn barnaís tertusneið í bakaríi eða eða eða eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! frábæra skemmtun í heilan sólar- hring fyrir alla fjölskylduna TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 512 510 0 EÐA Á STOD2 .IS VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ● FEITIR STÓLAR Breski hönnuðurinn Charlotte Kingsnorth kynn- ir nýja stólalínu á sýningunni Designersblock í London sem hald- in verður 23. til 26. september. Stólalínan kallast Hybreed en Kings- north breytti gamaldags stólum og bólstraði þá á mjög sérstakan hátt þannig að þeir bunga út á furðulegustu stöðum. Er þessum bungum ætlað að endurspegla ofholdgunina á of feitum eigendum stólanna. Verkefnið er framhald af útskriftarverkefni Kingsnorth árið 2009. Designersblock fer fram sem hluti af hönnunarhátíð Lundúna. www.dezeen.com Notuðum viðarhúsgögnum sem eru keypt á flóamörkuðum og víðar fylgir stundum óþægileg lykt. Hafi fyrri eigendur reykt er næsta víst að frá þeim leggi súr reykingafýla. Að úða þau með Ajaxi dugar ekki alltaf til og er niðurstaðan oftar en ekki reykingalykt með blóma- ívafi. Hér eru nokkur ráð: - Fyrst ætti að þvo viðinn vand- lega með mildu sápuvatni en gæta þess að nota sápu sem hentar við- komandi viðartegund. - Þá er gott að þurrka vel af hús- gagninu með þurrum klút og helst láta það standa utandyra daglangt eftir það. Albest er að þurrka það á sólríkum degi. - Þá er gott að setja litlar skálar með ediki inn í skúffur og skot en það sýgur lyktina í sig. -Það sama gildir um dagblöð. Með því að krumpa þau saman og geyma í lokuðum skúffum í nokkra daga hverfur lyktin oftast nær. Reykingalyktin fjarlægð Notuðum viðarhúsgögnum getur fylgt súr reykingalykt. Öryggið í eldhúsinu skiptir miklu enda eiga óhöppin á heimilinu það oftar en ekki til að gerast þar. Hér eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga: 1. Gætið þess að lýsingin sé í lagi. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem venja er að skera niður hráefni og munda hættuleg eldhústæki. 2. Gætið þess að gólfin séu þurr enda hættulegt að renna til með beittan hníf í hendi. Notið ekki glansandi bón á gólfin. 3. Hafið slökkvitæki ávallt innan handar. 4. Gætið þess að rafnmagnsnem- ar og innstungur séu fjarri vatni og blautum höndum. 5. Setjið barnalæsingu á ofna ef börn eru á heimilinu. 6. Sjáið til þess að kraninn sé þannig útbúinn að heita vatnið verði ekki skaðlega heitt. 7. Hugsið um hvernig raðað er í skápa. Ekki hafa þunga hluti sem eru mikið í notkun í efstu skápun- um enda hætt við því að fá þá yfir sig þegar verið er að teygja sig eftir þeim í amstri dagsins. Sömuleiðis ætti ekki að geyma hluti sem eru í mikilli notkun neðarlega enda vont að þurfa stöðugt að beygja sig. 8. Gætið að hvössum hornum á eyjum og borðum þar sem mikill umgangur er. Látið rúnna þau eða setjið á þau plastvörn. Ekki bjóða hættunni heim Það þarf að umgangast beitta hnífa og heitt vatn með varúð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.