Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 6
6 20. september 2010 MÁNUDAGUR Kitlar bragðlaukana Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Tilboð kr. 790.000 ÆGISVAGN (fullt verð kr. 1.190.000) Eigum til þrjá 2010 árgerð Ægis tjaldvagna frá því sumar. ÆGIR 790.000,- kr. TILBOÐ IÐNAÐUR „Við ætlum að hefja hér byggingu á DME-verk- smiðju mjög fljótlega,“ segir Ich- iro Fukue, forstjóri Mitsubishi Heavy Industries (MHI). DME (dímetýl eter) er litarlaust gas sem hægt er að nota sem elds- neyti í lítið breyttum dísilvélum. Fukue hélt erindi á Driving Sustainability-ráðstefnunni á föstudag, en í byrjun ársins var kynnt niðurstaða fýsileikakönn- unar MHI og stjórnvalda á því að reisa slíka verksmiðju í tengslum við álverið á Grundartanga. Fyr- irtækið á einnig í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur um fram- leiðslu á slíku eldsneyti. Fukue segir kostnaðinn við DME mjög samkeppnishæfan við olíu, en vonir standa til að með þessum hætti megi knýja bíla og skipa- flota landsins á eldsneyti sem til verður í iðnaði innanlands. - óká Nýjung á Grundartanga: Ætla að byggja hér verksmiðju Vel að verki staðið Vel var staðið að sameiningu Fasteignaskrár og Þjóðskrár að mati Ríkisendurskoðunar. Í skýrslu um sameininguna kemur fram að mark- miðin með henni hafi verið skýr og ákvörðunin um sameiningu hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Kostnað- ur við sameininguna er áætlaður um 100 milljónir króna. STJÓRNSÝSLA Ertu ánægð(ur) með niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengis- tryggð lán? JÁ 28,8% NEI 71,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að rannsaka þátt Íbúðalána- sjóðs í þenslunni í aðdraganda falls bankanna? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður (ÍLS) og viðskiptabankarnir þrír eiga rúm- lega 1.518 fasteignir víða um land. Þar af eru 1.208 einbýlishús, rað- hús og annað íbúðarhúsnæði, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Gangi verstu spár eftir munu ÍLS og bankarnir þrír hafa leyst til sín í kringum 1.550 íbúðir um næstu áramót. Bankarnir seldu 33 íbúðir í síð- asta mánuði og ÍLS sex. Það sem af er september hefur sjóðurinn selt fjórtán íbúðir. Til samanburðar seld- ust 298 íbúðir á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyri og á Árborgarsvæð- inu í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands (áður Fasteignaskrá Íslands). Bæði yfirtaka á íbúðarhúsnæði og sala í gegnum fasteignasölur er þinglýst og skráð sem kaupsamningur. ÍLS hefur eignast 539 íbúðir frá áramótum og á sjóðurinn 822 íbúðir. Tæpur helmingur þeirra er á Suður- nesjum og Austurlandi. Tólf prósent íbúðanna sem sjóðurinn hefur tekið yfir eru á höfuðborgarsvæðinu. Öðru máli gegnir um bankana. Þeir eiga 696 fasteignir, þar af flokkast 386 fasteignir til íbúðarhúsnæðis. Meirihluti yfirtekins íbúðarhús- næðis Arion banka og Landsbank- ans eru á höfuðborgarsvæðinu, eða á bilinu sjötíu til 75 prósent. Rétt rúm fjörutíu prósent íbúðarhús- næðis Íslandsbanka eru á höfuð- borgarsvæðinu. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að eiga fasteignir í eitt til tvö ár. Landsbankinn væntir þess að eiga þær lengur, eða í þrjú til fimm ár. Samkvæmt upplýsingum frá bönkunum og Íbúðalánasjóði er þeim sem missa húsaskjól sitt í hendur lánardrottna gefinn kost- ur á að leigja íbúðarhúsnæðið í allt að eitt ár í senn. Í sumum tilvikum er samningurinn styttri, allt frá þremur til sex mánaða og miðast við að börn geti lokið skóla. Af 822 íbúðum ÍLS eru 227 í leigu og 202 í rýmingu. Tæpur helmingur íbúð- anna stendur auður. jonab@frettabladid.is Þrír bankar eiga sjö hundruð fasteignir Íbúðalánasjóður, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn sitja á 1.518 fast- eignum. Þar af hafa sjóðurinn og bankarnir leyst til sín 952 íbúðir á síðastliðnu ári. Tæp þrjátíu prósent íbúðarhúsnæðisins er á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í safni Íbúðalánasjóðs, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans jafngilda því að þessi fjögur fjármálafyrirtæki eigi næstum allt íbúðarhúsnæði á Egilsstöðum og Seyðisfirði, sé stuðst við viðmiðun Hagstofunnar á meðalstærð heimila landsins. Á báðum stöðum búa 2.983. Hagstofan gerir ráð fyrir að að meðaltali 2,39 manns búi á hverju heimili. Til saman- burðar búa tæplega 6.200 manns í gamla vesturbænum í Reykjavík. Miðað við meðaltalstölur Hagstofunnar eiga fjármálafyrirtækin fjögur 47 prósent fasteigna þar. Jafngildir hálfum Vesturbæ Reykjavíkur Fjármálastofnun/fyrirtæki Á höfuðborgarsvæðinu Utan höfuðborgarsvæðis Arion banki 75 31 Íbúðalánasjóður 97 725 Íslandsbanki 60 84 Landsbankinn 102 34 Samtals: 334 874 Félag fasteignasala (FF), bank- ar og Íbúðalánasjóður hafa haft samráð vegna þess mikla fjölda fasteigna sem lánafyrirtæk- in eiga. Fyrirtækin munu ekki setja fasteignir í stórum stíl inn á markaðinn, enda myndi það ganga þvert á hagsmuni þeirra með fyrirsjáanlegum verðlækk- unum. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri FF, segir félagið hafa fund- að með lánastofnunum og vilji um framhaldið liggi fyrir. Hann ótt- ast því ekki að eignasöfnun- in hafi áhrif á fasteignamark- aðinn. „Bank- arnir verða að tryggja sína hagsmuni sem fara saman við aðra á þessum markaði ; að tryggja sölu eigna á sem bestu verði. Þetta verður gert faglega með því að mjatla þessum eign- um smátt og smátt inn á mark- aðinn.“ Almennt telur Grétar að tími breytinga nálgist á fasteigna- markaði. Dómur Hæstaréttar muni, ef að líkum lætur, gera einstakar eignir söluhæfar. „Það er gríðarleg undirliggjandi eft- irspurn á fasteignamarkaðnum vegna þess að þrjár kynslóðir hafa ekki skilað sér vegna hruns- ins. Fjölmargir hafa verið að bíða og sjá hvað verður með lánin og fasteignaverðið almennt. - shá Félag fasteignasala og lánastofnanir ásátt um meðferð fasteigna: Mjatla fasteignum á markaðinn GRÉTAR JÓNASSON MIÐBORGIN Meirihluti yfirtekins íbúðarhúsnæðis Arion og Landsbankans er á höfuðborgarsvæðinu, eða nærfellt 75 prósent. Rúm 40 prósent íbúðarhúsnæðis Íslandsbanka er á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Staðsetning íbúðarhúsnæðis ÍLS og bankanna þriggja REYKJANESBÆR Fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, og eiga jafnframt fulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélagsins, ættu að þekkja til niðurskurðaráforma bæj- arins, segir í tilkynningu frá bæj- arstjórn Reykjanesbæjar. Friðjón Einarsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að hann hefði fyrst heyrt af 450 milljóna króna niðurskurðarhugmyndum, sem Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur greint frá, í fjölmiðlum. Í tilkynningunni segir að í bæjar- ráði hafi tvívegis verið gerð grein fyrir hugmyndum um sparnað og niðurskurð. Þar kemur meðal ann- ars fram að stefnt sé að 450 millj- óna króna niðurskurði á ársgrund- velli. „Allir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar eiga jafnframt fulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélags- ins, þar á meðal í bæjarráði, þar sem niðurskurðaráform hafa verið kynnt. Fulltrúum þeirra hefur því frá fyrsta degi verið fullkunnugt um fyrirhugaðar niðurskurðarhug- myndir“, segir í tilkynningunni. Friðjón segir að bæjarfélagið tapi um fjórum milljónum króna á dag en sjálfstæðismenn hafi í engu sinnt beiðni um samvinnu við að rétta bæjarfélagið við. - shá Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ munnhöggvast um fyrirsjáanlegan niðurskurð: Segja hugmyndir vel kynntar REYKJANESBÆR Fram undan er niður- skurður en bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýna hugmyndavinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vel veiddist af makríl Makrílaflinn í ágúst var 30.720 tonn og var að mestu aflað í íslenskri lögsögu, eða 28.802 tonn. Í færeyskri lögsögu var aflað 1.133 tonnum og 785 tonn- um á alþjóðlegu hafsvæði. Kolmunna- aflinn í ágúst var 1.540 tonn. 1.312 tonnum var aflað úr íslenskri lögsögu. SJÁVARÚTVEGUR Fullnýttu heimildir Krókaaflamarksbátar fullnýttu allar heimildir sínar á nýliðnu fiskveiðiári að ufsa undanskildum. Í aflamarkskerfinu voru tíu tegundir nýttar að fullu, en níu tegundir, þar á meðal ýsa, náðust ekki. REYKJANESBÆR Friðjón Einars- son, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, sendi frá sér yfir- lýsingu undir kvöld í gær til að ítreka orð sín um að niðurskurð- ur í rekstri bæjarins hafi ekki verið ræddur í bæjarráði eða bæjarstjórn. Vísar hann í fund- argerðir máli sínu til stuðnings og lýsir furðu yfir málatilbúnaði sjálfstæðismanna. Minnihlutinn hafi jafnframt ítrekað lýst yfir samstarfsvilja við að rétta við rekstur bæjarins, án árangurs. - shá Yfirlýsing undir kvöld: Meirihlutinn segir ekki satt KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.