Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. september 2010 Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði fjallar um aðferðir til að fylgjast með virkni eldfjalla og segja fyrir um hegðun þeirra. Af hverju er stundum hægt að spá og stundum ekki? ...hvar gýs næst? Eldfjöll... 20. september kl. 20:00 - 21:30 Súfi stanum, Máli og menningu er í kvöld VÍSINDAKAFFIÐ Fyrsta Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is www.rannis.is/visindavaka Allir velkomnir. Láttu sjá þig! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Góð lýsing er gulli betri í umferðinni. Öll ættum við að blikka ljóslausa og eineygða bíla sem við mætum í akstri. Með því móti gefum við til kynna að gleymst hafi að kveikja ljósin eða skipta þurfi um peru. Þannig hugsum við um hag allra vegfarenda. Auk ljósa skoðar Frumherji 166 önnur öryggis atriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifrei›asko›un. Eineygður? Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is EN N EM M / SÍ A Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinn- inguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björ- gólfsfeðga? „Lögfræðingur telur …“ Hannes Hólmsteinn segir – klædd- ur í ámóta sannfærandi dulargervi á netinu og Inspector Clouseau (röddin kemur alltaf upp um hann) – að hrun efnahagslífsins sé mér að kenna af því að ég studdi ekki fjölmiðlafrumvarp Davíðs Odds- sonar. Eins og háttvís maður sem ég þekki segir stundum: Það er vissulega sjónarmið. Nefnd undir forystu Atla Gísla- sonar vill ákæra fjóra fyrrum ráðherra, og hafa valdsmenn ekki grátið jafn mikið yfir eigin gerð- um síðan á Kópavogsfundinum. Ákæran er einkum byggð á því sem var ekki gert, án þess þó að sýnt sé fram á hvað nákvæmlega hefði átt að gera, og hvernig hið ógerða tengist svo því sem gerð- ist, og hvað hefði gerst hefði hið ógerða verið gert. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Og er þá réttlætinu fullnægt? Það er nú það. Hitt getum við bókað að við munum þurfa að hlusta á séríslenskt lagaþvarg fram eftir vetri, og eflaust næstu árin; hver af öðrum munu þeir stíga fram hátíðlegir í fasi, lög- fræðingarnir okkar, og reyna að hljóma eins og Grágás sjálf þegar þeir tilkynna þjóðinni skoðun sína; við eigum í vændum óteljandi fréttatíma í útvarpinu sem munu hefjast á orðunum: „Lögfræðingur telur að …“ Sókn og vörn í Atlamálum mun svo væntanlega snúast um það hver vissi hvað hvenær, hvernig og hvar – og hver vissi ekki hvað. Og þá ekki síður hver vissi hvað hver vissi. Og vissi ekki. Og hver vissi ekki hvað hver vissi ekki. Og vissi. Samt vissu það auðvitað allir: íslenska efnahagsundrið var bara bóla. Vöffin þrjú Það má kannski setja þetta fram eins og Umferðar-Einar myndi gera: íslenska efnahagsundrið var knúið áfram af oftrú á vöffin þrjú: vild og væntingum og vexti. Vaffið sem vantaði var Veruleikinn. Kannski að megi bæta við fjórða vaffinu: Vindinum. Meðal þess sem kemur fram í frásögn- um gestkomandi útlendinga hér á landi fyrr á öldum var að Íslend- ingar töldu erlendum farmönnum trú um að þeir hefðu vald á vind- inum og gætu gegn vægri þókn- un selt þeim byr. Hér var stund- uð byrsala. Einhvers staðar innra með sér veit vindsalinn náttúrlega að hann er að blöffa. En sé hann almennilegur vindsali kann hann líka að sveipa starfsemi sína slíkri dulúð og slíkum launhelgum, að jafnvel hann sjálfur – og öll hans fjölskylda – fer á endanum að trúa á blöffið. Var þetta ekki einmitt svona í gróðærinu? Innst inni vissum við alveg að íslenskir kaupsýslumenn höfðu ekki fundið upp aðferð við að búa til peninga úr vindinum, en einhvern veginn tókst þjóð- inni (sem heild) að telja sér trú um blöffið. Öll lygi er lygi að sjálfum sér, sagði Halldór Laxness: það gildir líka um gróðærisárin og íslensku þjóðina. Þar með er ekki sagt að allir einstaklingar hafi verið með, og þeir hafi ekki verið til sem mót- mæltu, heldur hitt að þetta var ríkjandi hugmyndafræði í samfé- laginu. Þjóðin naut góðs af peninga- straumnum með bólgnum ríkis- sjóði og ódýru (hélt fólk þá) lánsfé. Stjórnmálamenn fögnuðu auknu skattfé og því að auðmenn tækju að sér að standa straum af listum og menningu og velferðarkerfinu og öðru veseni. Hannes Smára- son styrkti Sinfóníuna. Jóhann- es í Bónus breiddi út jólasveins- faðminn sinn og sagði komið til mín allir sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Björgólfur tók að sér að hanna miðbæinn upp á nýtt. DV efndi til skoðanakönnunar um hver væri „besti auðmaðurinn“. Þegar sett var á stofn sérstakt vikublað kvenna sem konur skrif- uðu eingöngu og átti að miðla kvenlægri sýn, var fyrsta for- síðuviðtalið við Hannes Smárason og fjallaði um hvernig hann færi að því að vera svona æðislegur. Smjaðrið var jafn yfirgengilegt og hatrið er núna. Þessi vindsperringur viðskipta- lífsins endaði í þeim gegndarlausa vindgangi sem íslensk þjóðfélags- umræða er nú um stundir, með til- heyrandi fýlu. En við þurfum að hætta að mæna á einhverja Vondu- kalla og Góðukalla og líta sem þjóð í eigin barm. Við þurfum að líta til Þjóðverja og læra af þeim hvernig farið er að því að horfast í augu við það sem getur gerst þegar heilt þjóðfélag er gegnsýrt hrapallegum ranghugmyndum. Vindsperringur viðskiptalífsins Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Hinn 20. nóvember 2007 átti fréttamaður Stöðvar 2, Sig- mundur Ernir, viðtal við Finn fátæka Ingólfsson. Þar sagði Finnur m.a.: „Það eru tvö mál sem standa upp úr þar í ádeilum á mig. Í fyrsta lagi er það að ég beitti mér fyrir formbreyt- ingu ríkisviðskiptabankanna úr rík- isbönkum yfir í hlutafélög og steig fyrstu skrefin í einkavæðingu bank- anna. Hitt sem að var umdeilt en ég sé ekki eftir að hafa gert vegna þess að það var forsenda fyrir því og er, lagði grunninn að þeirri útrás sem að bæði bankarnir og íslensk fyrir- tæki hafa staðið í í dag. Bankarnir styrktust, þeir leituðu sér erlends samstarfs, þeir gátu betur þjónað íslensku atvinnulífi og við fórum í þessa útrás sem skilaði miklum arði erlendis frá inn í samfélagið og byggði upp þessi lífskjör.“ Þeir félagar ræddu um sölu bankanna og hluta Landsbankans í Vátryggingarfélaginu og taldi Sig- mundur að þau mál hefðu verið óheppileg fyrir Framsóknarflokk- inn, en Finnur segir: „Í fyrsta lagi bara, Sigmundur, alveg klárt, ég hef ekki hagnast persónulega um eina einustu krónu á þessu, það er bara nákvæmlega þannig.“ Þeim viðræðendum varð tíðrætt um Vátryggingarfélagið og lét Finn- ur þess getið að Sverrir Hermanns- son hefði mjög gagnrýnt kaup hans og félaga hans á bréfum Landsbank- ans í Vátryggingarfélaginu. Og Finn- ur segir orðrétt: „Í mínum huga er þetta enginn glæpur. Það er þetta sem menn eiga að gera í viðskipta- lífinu og eina sem gerist í þessu er það að gömlu tryggingartakarnir í Samvinnutryggingum sem að hérna tryggðu einu sinni fyrir mörgum árum, áratugum jafnvel síðar, það eru þeir sem njóta ávaxtanna af þeim styrk sem að Samvinnutrygg- ingar eru að fá út úr því að hafa verið eigandi að Vátryggingarfélag- inu og þess, það á að dreifa þessum ábata og þessum arði til þess fólks sem voru tryggingartakar í Sam- vinnutryggingum á sínum tíma…“ Þá er bara eftir að spyrja: Hvað varð af þessum milljörðum, sem átti að dreifa svo faglega sem Finn- ur upplýsti? Kannski vill þingmað- urinn Sigmundur Ernir fá svar við því úr ræðustól Alþingis? Sigmundur spyr: „En skilurðu þessa umræðu í þjóðfélaginu?“ Finn- ur: „Já, ég skil umræðuna í samfé- laginu ágætlega og það sem hefur auðvitað gerst með þessum mikla hraða sem orðið hefur og þeim miklu eignabreytingum sem orðið hafa, þau tækifæri sem bankarn- ir hafa skapað og félögin og fyrir- tækin í útrásinni, það hefur komið alveg ofboðslegur arður inn í land- ið og auðvitað er þessum arði mis- skipt. […] En aðalatriðið er þetta að öll þjóðin er að græða stórkostlega á þessu …“ Líklega hefir maðurinn eitthvað ofmælt að þessu sinni, enda stend- ur nú til að draga ónytsama sakleys- ingja fyrir dóm eftir löngu úreltum lögum, vegna þess að mál skipuðust á annan veg en fátæklingurinn hugði í nóvember 2007. Á meðan ganga höfuðpaurarnir lausir, Davíð, Hall- dór og Finnur ásamt fylgifiskum, sem þyrftu þó nauðsynlega að lax- érast rækilega. Sú lygasaga gengur staflaust, að Alfreð Þorsteinsson, meðan hann var og hét, hefði selt krónuleysingj- anum Finni alla rafmagns- og hita- mæla höfuðborgarsvæðisins fyrir sex hundruð milljónir króna, sem öreiginn leigir svo út fyrir aðeins kr. þrjú hundruð milljónir á ári. Þrátt fyrir þennan góða bisniss er Orkuveitan sögð greiðsluþrota. Það er áreiðanlega mikil nauðsyn fyrir margan manninn að biðja Guð að hjálpa sér. Aðeins er spursmál um milliliðinn eins og komið er fyrir klerkastéttinni í landinu. Orð öreigans Hrunið Sverrir Hermannsson frá Svalbarði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.