Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 20. september 2010 19 NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR ÞEGAR ÞÚ SPILAR GOLF HÉR HEIMA OG ERLENDIS Korthafar Premium Icelandair American Express greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers. SLÁÐU HOLU Í HÖGGI! Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á icelandairgolfers.is Kaplakriki, áhorf.: 1.858 FH Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–4 (11–3) Varin skot Gunnleifur 0 – Lasse 6 Horn 5–1 Aukaspyrnur fengnar 10–15 Rangstöður 6–2 KEFLAV. 4–5–1 Lasse Jörgensen 5 Guðjón Antoníusson 4 Haraldur Guðm. 5 Bjarni Aðalsteins. 6 Alen Sutej 3 Brynjar Guðmunds. 5 Hólmar Rúnarsson 6 Andri Birgisson 4 (68., Jóhann Guðm. 4) Guðm. Steinarsson 4 (78., Magnús Matth. -) Hörður Sveinsson 4 Haukur Ingi Guðnas. 8 *Maður leiksins FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifs. 5 Pétur Viðarsson 5 Freyr Bjarnason 5 Tommy Nielsen 3 Hjörtur Valgarðsson 4 Hákon Hallfreðsson 6 *Björn Sverrisson 8 Ólafur Snorrason 6 Matthías Vihjálmsson 8 Atli Guðnason 7 Atli V. Björnsson 8 (75., Gunnar Krist. -) 1-0 Atli Viðar Björnsson (5.) 1-1 Haukur Ingi Guðnason (10.) 1-2 Bjarni H. Aðalsteinsson (17.) 2-2 Björn Daníel Sverrisson (25.) 3-2 Atli Viðar Björnsson (44.) 3-3 Brynjar Guðmundsson (51.) 4-3 Björn Daníel Sverrisson (63.) 5-3 Matthías Vilhjálmsson, víti (74.) 5-3 Gunnar Jarl Jónsson (6) Hásteinsvöllur, áhorf.: 1.053 ÍBV Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–6 (8–2) Varin skot Albert 1 – Bjarni 6 Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 9–5 Rangstöður 5–1 STJARN. 4–5–1 Bjarni Halldórsson 6 Bjarki Eysteinsson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Hilmarsson 5 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór O. Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 5 (75., Arnar Björgv. -) Jóhann Laxdal 7 Ólafur Finsen 6 *Maður leiksins ÍBV 4–4–2 Albert Sævarsson 6 Matt Garner 6 Eiður Sigurbjörns. 6 Rasmus Christiansen 7 Arnór Ólafsson 6 Þórarinn Valdimars. 6 Finnur Ólafsson 7 Tony Mawejje 6 Tryggvi Guðmunds. 6 (90., Anton Bjarna. -) *Denis Sytnik 7 (83., Danien Warlem -) Eyþór Birgisson 6 (69., Yngvi Borgþ. 5) 1-0 Denis Sytnik (16.) 2-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (24.) 2-1 Jóhann Laxdal (45.) 2-1 Magnús Þórisson (6) FÓTBOLTI Það voru Eyjamenn sem byrjuðu leik- inn af miklum krafti og settu mikla pressu á Stjörnuna. Það skilaði sér í tveimur mörkum á átta mínútna kafla. Það var Denis Sytnik sem kom Eyjamönnum yfir með marki á 16. mínútu, Matt Garner átti þá fyrirgjöf á Denis sem skall- aði boltann upp í hægra hornið framhjá Bjarna Þórði í marki Stjörnunnar. Arnór Eyvar átti svo glæsilega sendingu inn fyrir vörn Garðbæinganna, Eyþór Helgi náði boltanum og lagði hann á Þórarin Inga sem gerði vel með að leggja boltann í netið og koma ÍBV þar með í 2-0 eftir aðeins 24. mín- útna leik. Stjörnumenn náðu svo að klóra í bakkann með marki rétt fyrir hálfleik, þar var að verki Jóhann Laxdal sem klóraði sig í gegnum vörn Eyjamanna áður en hann kom boltan- um framhjá Albert Sævarssyni, mark- manni ÍBV, einstaklingsframtak af bestu gerð. Fátt marktækt gerðist svo í síð- ari hálfleik þar sem Eyjamenn ætluðu sér að halda í fenginn hlut og lágu aftarlega á vellinum síðustu 20 mínúturnar af leiknum og gáfu fá færi á sér. Eyjamenn eru því enn þá einu stigi á eftir Blikum sem eru í efsta sæti með 43 stig. Það eru því Breiðablik, ÍBV og FH sem eiga von um að verða Íslandsmeistarar. „Síðasti leikurinn verður hörku leikur og Keflvíkingarnir bara með feikigott lið. Við getum ekki verið að stressa okkur of mikið, verðum bara að hugsa um þennan leik og það er í raun ekki hann sem skiptir það miklu máli, Blikarnir ráða því í raun hver verður Íslandsmeistari en við verðum bara að einbeita okkur að því að klára Keflvíkingana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. - vsh Eyjamenn héldu lífi í titilvonum sínum með því að leggja Stjörnuna af velli, 2-1, í hörkuleik í Eyjum: Blikarnir ráða því hver verður Íslandsmeistari STERKUR Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði í gær. FÓTBOLTI Búlgarinn Dimitar Ber- batov átti stórbrotinn leik og skoraði þrennu í 3-2 sigri Man. Utd á Liverpool í gær. Yfirburðir United fyrsta klukkutímann voru miklir. Liðið komst þá í 2-0 en Steven Gerr- ard jafnaði leikinn með tveim- ur mörkum. Sex mínútum fyrir leikslok skoraði Berbatov sitt þriðja mark og tryggði United um leið sigur. „Þetta var líklega minn besti leikur í búningi United. Eðlilega er ég hamingjusamur og ég fer heim með bros á vör,“ sagði kátur Berbatov eftir leikinn. „Ég er samt ekkert sérstakur þó ég hafi skorað þrennu. Ég er bara maður sem er að fara heim að leika við börnin sín.“ - hbg Man. Utd komið í gang: Berbatov sá um Liverpool SJÓÐHEITUR Berbatov fór á kostum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Einn skemmtilegasti leikur sumarsins var á dagskrá á Kaplakrikavelli í gær. FH-ingar halda enn í vonina um að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið 5-3 sigur á Keflvíking- um. „Ég held að Keflvíkingar hafi fengið fjögur færi í þessum leik og skorað þrjú mörk. Það er fín nýting. Það er alltaf dapurt að fá á sig þrjú mörk á heimavelli en þetta var síðasti heimaleikurinn og auð- vitað vildum við skemmta fólkinu líka,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, léttur eftir sigurinn nauðsynlega gegn Keflavík. „Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur, átta mörk. Mér fannst við spila virkilega góðan sóknar- leik. Það var góð hreyfing á mönn- um og við vorum mikið að fara út á vængina og spila vel. Það kom síðan upp einbeitingarleysi og við fengum á okkur klaufaleg mörk. En við unnum leikinn og það er jákvætt.“ FH náði forystu snemma leiks en Keflvíkingar sýndu klókindi í sóknarleiknum, refsuðu heima- mönnum fyrir slæm mistök og komust yfir 2-1. Fyrir hálfleik skoraði FH tvívegis og gekk með forystuna til búningsherbergja. Snemma seinni hálfleiks jafnaði besti leikmaður Keflavíkur, Hauk- ur Ingi Guðnason, metin en eftir það var Hafnarfjarðarliðið með nánast öll völd og vann á endan- um 5-3. Björn Daníel Sverrisson heldur áfram að sýna mikilvægi sitt og skoraði hann tvívegis í gær. Fyr- irliðinn Matthías Vilhjálmsson átti einnig frábæran leik en annars er lítið hægt að kvarta yfir sóknarleik FH þar sem Atli Viðar Björnsson var ógnandi í fremstu víglínu. FH á leik gegn Fram í lokaum- ferðinni og þarf að treysta á að Blikar og Eyjamenn misstígi sig. „Við eigum erfiðan leik framund- an á Laugardalsvelli og þurfum að hugsa um að klára okkar mál. Hin liðin eru í betri stöðu en ég hef trú á því að við getum unnið þetta mót,“ sagði Heimir. elvargeir@frettabladid.is Leikur FH og Keflavíkur var ótrúleg skemmtun þar sem átta mörk voru skoruð: FH vann sigur í rússíbanaleik MARKAVEISLA Atli Guðnason og félagar í FH skoruðu fimm mörk gegn Keflavík og eiga enn möguleika á því að verja titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.